Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 16
Útivist
hrikalega illa að borða, þ.e. að
kyngja því sem ég er með uppi í
mér. Einnig er voða erfitt að
mynda merkingarbær hljóð úr
loftstraumnum sem ég anda frá
mér og geri ég heldur lítið af því.
En mestan þátt í því á samt
gómfillan; lítill ,,flipi“ sem opnar
eða lokar fyrir loftstrauminn upp í
nef. Hann lafir bara máttlaus í mér
- og á meðan þegi ég.
Á hjóli
Þegar ég kom út
af spítalanum var
mér nokkuð ljóst
að sú leið er ég
hafði verið á var
mér nú orðin ófær.
Það er í sjálfu sér
ótrúlegt hvað tvö
lítil líffæri, annað
sem fólk hugsar
ekki mikið um að
staðaldri, hitt sem
fólk veit ekki einu
sinni af - fyrr en
þau hætta að virka
- geta breytt
miklu. Svo ég
byrjaði að leita að
nýrri.
Hún fór aðallega
fram innan veggja HI; ég prófaði
líffræði, jarðfræði og leit aðeins á
tölvunarfræði. Eftir um tveggja
ára ráf um raunvísindadeildina lá
leiðin yfir Suðurgötu, inn í
Ámagarð, hvar við tók íslenzku-
nám. Þar fann ég mína hillu og
kom mér vel fyrir á henni; þaðan
myndi ég varla fara á næstunni.
Stuttu áður hafði ég fundið nýtt
áhugamál... eða... nei, ætli væri
ekki réttara að segja að ég hafi
fundið það sem seinna meir varð
áhugamál. Eg keypti hjól,
ijallahjól, aðallega bara til að fara
á í skólann - ég bjó í 1670 metra
ijarlægð frá háskólanum. Það er
ekki verjandi að fara slíkar vega-
lengdir á bíl.
Eftir nokkrar slíkar ferðir lá
leiðin upp í Mosfellsdal, þaðan um
Grafning að Ljósafossstöð. Þaðan
átti svo leiðin að liggja eftir vegi
beinustu leið heim. En til þess
skorti mig kjark; þegar ég kom að
vegil leist mér ekki betur á
dósastrauminn en svo að ég fór til
vinstri, til Selfoss, beið þar í
klukkutíma eða tvo og tók rútu í
bæinn.
Heimir hjólar nú vítt og breitt um landið
Þessi ferð var það vel heppnuð
að sú næsta var, held ég, plönuð
strax í rútunni á leiðinni heim. Eg
sá að svo miklu meira var hægt að
gera við hjól en bara að hjóla á því
í skólann. Ferðalög á hjóli hentuðu
mér ágætlega; því auk þess að hafa
misst tunguna og gómfílluna - eða
misst og misst, hvort tveggja er á
sínum stað, en hvorugt virkar -
missti ég allt traust á fólki; og
trúna á því að mörgu leyti líka.
Þess vegna hefur mér gengið hálf
erfiðlega að byrja að klifra aftur -
að einhverju ráði - því það krefst
þess að maður treysti félaga sínum
fullkomlega; jafnvel betur en sér
sjálfum. Á hjóli er ekkert slíkt
nauðsynlegt. Þar er maður einn
með sjálfum sér að hjóla einhverja
leið; áfangastaður er yfírleitt algert
aukaatriði.
Á Islandi er veðrið afar
afskiptasamt og stundum nokkuð
illviðráðanlegt. Þó er yfirleitt hægt
að „leika á“ það; í rigningu klæðir
maður sig í regnföt, í kulda fer
maður í síðar nærbuxur. Það er
einna helzt við vindinn sem erfítt
er að tjónka. í
miklum mótvindi
er fátt annað
hægt að gera en
setja á sig kryppu
og koma öxl-
unum eins nálægt
stýrinu og mögu-
legt er. Þegar
maður hins vegar
nær í meðvind þá
er um að gera að
reisa sig upp og
reyna að gera sig
eins bakbreiðan
og maður mögu-
lega getur og láta
vindinn feykja
sér áfram. Það er
heldur lítið til af
fötum sem
minnka vind.
En vindurinn er samt ágætur,
sérstaklega eftir á. Mér þykir t.d.
miklu skemmtilegra að geta sagt
að ég hafí verið rétt rúma sex tíma
að hjóla frá Kirkjubæjarklaustri
inn í Skaftafell í 6-7 stiga (12-16
m/sek) mótvindi en tæpa tvo og
hálfan frá Vík til Kirkju-
bæjarklausturs í 3 stiga (4 m/sek)
meðvindi.
Ef maður vill minnka áhrif
vindsins er bezt að gera eins og ég
gerði um jólin; kaupa sér svo-
kallað recumbent hjól. Á þeim
nánast liggur maður - rassinn um
25 cm frá jörðu, hausinn varla
mikið meira en 80 cm - með