Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 31

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 31
NNDR ráðstefna Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Dóra Bjarnason, Guðrún Stefánsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir. Fötlun og lífsgæöi Hanna Björg Sigurjónsdóttir sótti ráðstefnu NNDR í Kaupmannahöfn ann þriðja október síðastliðinn lögðum við stöllurnar Elsa Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Stefáns- dóttir og Rannveig Trausta- dóttir, land undir fót og brugðum okkur til Danmerkur til að taka þátt í sam-norrænni ráðstefnu. Það voru samtök Norrænna fræðimanna í fötlunarrannsóknum (NNDR) sem stóðu fyrir ráðstefnunni en yfirskrift hennar var Fötlun og Ufsgœði. Þar sem ráðstefnan var haldin í útjaðri Kaupmannahafnar gistum við í miðborginni. A kvöldin nutum við þess að ganga um Kóngsins nýja torg og borða góðan mat á huggulegum veitinga- stöðum. Kaupmannahöfn skartaði sínu fegursta þá daga sem við dvöldum þar, í minningunni skein sólin allan tímann, haustlitirnir voru í algleymi og hitastigið hærra en Danir sjálfir eiga að venjast á þessum tíma árs. Ráðstefnan, sem stóð í tvo daga, einkenndist af mikilli fjölbreytni en hún samanstóð af níu fyrirlestrum, átján málstofum og ýmsum menningarlegum uppá- komum. Gestir ráðstefnunnar voru rétt tæplega 200 talsins, flest- ir frá Norðurlöndunum en nokkrir frá öðrum löndum svo sem Bandaríkjunum, Ghana, Skotlandi og Þýskalandi. Að ráðstefnu lokinni var boðið upp á eins dags námskeið fyrir doktorsnema þar sem þeir fengu tækifæri til að kynna rannsóknir sínar og kynnast verkum annarra. Samhliða ráðstefnunni var myndlistasýning, þá fluttu þroska- heftir nemendur Limijordskólans látbragðsleik og tónlistarkonan Cathrine Lervig flutti ásamt félaga sínum tónlistaratriði fyrir dauf- blinda. Þetta tveggja manna band hefur sérhæft sig í tónlistar- flutningi fyrir fólk sem hefur mjög skerta sjón og heym. Það var sérstök upplifun fyrir mig sem hef hvorki séð né heyrt slíkt áður. Parið var klætt afskaplega litríkum fötum og notaði söngkonan rödd sína sem hljóðfæri með því að gefa frá sér hljóð sem ýmist vom djúp, hvell, hröð eða hæg. Maðurinn notaði írska trommu sem gaf frá sér mismunandi hljóð eftir því hvort hann barði skinnið með kjuðanum, strauk það mishratt með höndum eða notaði neglumar til að klóra í skinnið. Sem fyrr segir einkenndist ráðstefnan af mikilli ijölbreytni. Fyrirlesararnir komu frá níu þjóðlöndum víðsvegar að úr heiminum. Fimm málstofúr fóm fram á hverjum tíma og voru allt að fímm erindi flutt innan hverrar málstofu. Það var því vandi að velja og oftast vildi ég vera á fleiri en einum stað í einu. Sem dæmi um fjölbreytnina þá voru mál- stofur undir yfirskriftinni Kynferði og fötlun, Lífsgæði, Tækni, Atvinnumál, Efling (empowerment), Þjónusta, Sér- kennsla, Kynferðislegt ofbeldi, Persónulegur stuðningur og Fötlunarrannsóknir í alþjóðlegu samhengi. Sem dæmi um rannsóknir sem voru kynntar í málstofunum má nefna norska rannsókn sem beindist að því að skoða reynslu fyrstu kynslóðar fatlaðs fólks í Noregi sem elst upp við lagasetn- ingar í anda hugmyndafræði um eðlilegt líf og fulla þátttöku í samfélaginu. Markmiðið var að afla þekkingar á daglegu lífi ungs fólks með fötlun sem myndi nýtast í námi félagsráðgjafa. Af íslenskum rannsóknum má nefna rannsókn Guðrúnar Stefánsdóttur en hún er að safna lífssögum Rannveig Traustadóttir ásamt fyrrum kcnnara sínum tímarit öryrkjabandalagsins 31

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.