Lýðvinurinn - 03.04.1938, Blaðsíða 2

Lýðvinurinn - 03.04.1938, Blaðsíða 2
LYÐVINURINN broti krefjist Þýzkaland þess, að Schuchnigg fari frá völdum; annars ráðist þýzkur her inn í landið. Kl. 7 sama dag segir Schuchnigg og stjórn hans af sér, og Miklas beygir sig fyrir hinu vopnaða ofurvaldi Þýzkalands, og gerir Seyss-Inquart að kanzlara. Um 100 þúsund manna her heldur inn í Austur- riki til þess að halda röð og reglu i landinu, eins og það var kallað i Berlin. Að morgni þess 12. marz var Schuchnigg og allir hans nánustu starfsbræður teknir fastir, ásamt þúsundum af verkamönnum og Gyðingum og öll blöð og eignir andstæðinga nazista gerðar upptækar. Þúsundir manna gerðu þá þegar tilraun til að flýja land, eða frömdu sjálfsmorð. Hitler hélt ræðu i Vín, þar sem hann tilkynnir, að sjálfstæði Austurríkis sé afnumið. Og þar með var hið gamla, frjálsa Iýðræðisriki, Austurriki, orðið hluti af villimannariki þýzkra nazista. England: Ræða Chamberlains Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands, hélt ræðu um utanrikismálin i neðri málstofu brezka þingsins 24. marz. Kftir þessari ræðu var biðið með mikilli eftirvæntingu, þar sem ástandið í Evrópu var um þessar mundir talið vcra hættulegt. Chamberlain sagði í ræðu sinni, að hann teldi ófram- kvæmanlega tillögu Litvinoffs um bandalag lýðræðis- rikjanna, þar sem slíkt bandalag mundi skipta álfunni í tvær fylkingar, innbyrðis fjandsamlegar. — Ennfremur lýsti Chamberlain þvi yíir, að brezka stjórnin mundi hakla áfram hlutleysisstefnunni i Spánar- málunum, og taldi sér ekki fært að lofa Tékkóslóvakiu stuðning, þó á hana yrði ráðist af Þýzkalandi. „Hvít bók“ Brezka stjórnin hefir gefið út »Hvita bók« um áætluð útgjöld til landhers og lofttlota fyrir árið 1938, ásamt útgjöklum til varna gegn loftárásum. AIls eru útgjöldin áætluð rúmlega 350 milljónir sterlingspunda, eða 68 milljónum meira en 1937. Á þessu ári verða 16 ný skip tekin til notkunar í brezka flotanum, en kjölur verður lagður að tveimur orustuskipum, einu flugvéla- móðurskipi, fjórum stórum beitiskipum, fimm kafbátum og fleiri smáum skipum. Kína: Sókn kínverska hersins Um mánaðamótin febrúar og marz hóf kinverski herinn mikla gagnsókn á flestum vigstöðvum, og hefir þeirri sókn miðað vel áfram allan mánuðin. Fyrsti stórsigurinn í þessari sókn Kinverja hófst í Hapei-fylki, þar sem um 10 þúsund manna setulið frá Japönum var þurrkað út, og 20 skriðdrekar teknir af þeim. Chamberiain

x

Lýðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðvinurinn
https://timarit.is/publication/1442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.