Lýðvinurinn - 24.06.1951, Blaðsíða 2

Lýðvinurinn - 24.06.1951, Blaðsíða 2
JSýévinuri nn foómull. Mikið er flutt úr landi af ull og húðum. Olian er lang- mesta útflutningsvaran en þá persnesku dúkar og annar ullar- iðnaður. Mikið er til af málmum í íran en þó er námugröftur sáralitill. Par er kopar, járn, blý, nikkel, mangan og kol en til skamms tíma hefur varla verið hreyft við þessum náttúruaðæf- um. — Pað er vegna olíulindanna og landfræðilegu írans, milli Rússlands og Indlands, sem stórveldin hafa lengi biðlar til þessa forna stórveldis. Um aldamótin reyedu Rússar að ryðja sér braut suður að Persaflóa, en rákust þá á þröskuld sem heitir Bretar. ?eir höfðu komið ár sinni svo vel fyrir borð í Suður-Persíu, að þeir gátu varnað Rússum að komast suður að Indlandshafi. Varð þá að ráði að Suður-Persía skyldi verða hagsmunasvæði Breta, en Norður-Persía Rússa. Um sama leyti tóku Bretar að eignast olíuréttindi í landinu. Árið 1904 fékk enska félagið Anglo Persian Oil Co. sérleyíi til olíuvinnslu í Suður-Persíu. Árið 1912 var vinn- slan þó ekki nerna 40.000 smálestir. En 1930 var hún orðin 6 milljón smálestir, en 1946 20 milljón smálestir. Önnur félög vinna einnig oliu í íran núna. Félagið heitir nú Anglo-Iranian Oil Co. líftir rússnesku byltinguna 1917 slepptu Rússar tilkalli til þeirra réttinda er þeir höfðu fengið á keisaratímanum í Norður-íran og réðu Bretar nú mestu í landinu um hríð. En 1925 var shahinn rekinn frá og Riza shah, eftirmaður hans, hóf nú ýmsa umbóta- viðleitni og tókst að draga úr áhrifum Breta. Hann lét leggja járnbrautir og akvegi, efldi iðnaðinn og endurbætti stjórnarhætti. Fifldist sjálfstæði landsins mjög á þeirn árum. Shahinn réð mestu þó að þing væri til í orði kveðnu síðan 1906. Svo hóíst heims- styrjöldin síðari. Sljórnin í íran var á báðum áttum og Þjóðverj- um bafði tekist að ná ríkjum álirifum á hana, svo að haustið 1941 réðust rússneskir og brezkir herir inn i landið og Riza shah varð að láta völdin af hendi við son sinn. Par með opnaðist nauðsynleg leið fyrir flutninga frá Bretum úr Persaflóa um íran til Rússlands. í ársbyrjun 1946 drógu Bretar her sinn úr landinu, en Rússar um sumarið, eftir að þeir höfðu fengið samninga við íran um að fá að nota oliulin lirnar i Norður-íran. Varð heiftar- leg deila út af herstöð Rússa i Aserbaitijan og var henni skotið til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sú deila var upphaf hinna mörgu misklíða,.sem síðar liafa oriðið milli Bretland-Bandarikj- anna annarsvegar og- Rússlands hinsvegar. Samkvæmt olíusam- FRAMHALD Á 4. síðu.

x

Lýðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðvinurinn
https://timarit.is/publication/1442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.