Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 4

Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 4
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. Erum að taka út fimm ára þróun á næstu þremur mánuðum „Netsala hefur margfaldast hjá Nettó. Höfum bætt við fólki og bílum“, segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa „Á hverjum degi koma nýjar áskoranir og okkur hefur tekist að aðlaga verkferla okkar og skipulag að þessum breyttu aðstæðum. Eins og staðan er nú er allt að tveggja sólahringa bið eftir afgreiðslu hjá okkur en það er heldur stuttur tími samanborið við Danmörku og England þar sem er allt að tveggja vikna bið eftir matvörum úr netverslun.“ „Salan hefur margfaldast og álagið hefur verið það mikið að loka hefur þurft á netverslunina, því miður, á köflum. Netverslun á Suðurnesjum fór hægt af staði í byrjun enda stutt í næstu verslun en hefur aukist jafnt og þétt,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs Samkaupa. Hvernig eruð þið að gera þetta hér á Suðurnesjum og hvað eru margir starfsmenn að sinna þessu? Viðskiptavinir panta í gegnum Net- verslunarsíðuna okkar inn á www.netto. is. Við tökum til pöntunina og sendum SMS þegar hún er tilbúin. Hægt er að sækja í verslun eða fá heimsent tvisvar á dag, um helmingur fólks kýs að sækja í verslun. Við erum með um 10 starfs- menn í þessu núna en gerðum einnig samning við kvennalandsliðið í körfu- bolta um að aðstoða okkur í gegnum mesta álagið og hefur það samstarf gengið frábærlega. Nettó hefur ráðið inn á sjötta tug nýrra starfsmanna vegna mikillar eftir- spurnar í netverslun fyrirtækisins á landsvísu. Þar á meðal hafa tuttugu bílstjórar verið ráðnir og yfir 10 nýir bílar keyptir til viðbótar við þá sem fyrir eru af fyrirtækinu aha, samstarfsaðila Nettó í netversluninni. Afgreitt er frá 11 stöðum úr 14 Nettó verslunum. „Viðskiptavinir okkar hafa verið einkar skilningsríkir á þessum óvissu- tímum og þeir eiga hrós skilið. Það hafa komið tímabil þar sem töf hefur orðið of mikil þar sem innviðir okkar réðu einfaldlega ekki við álagið. Á hverjum degi koma nýjar áskoranir og okkur hefur tekist að aðlaga verkferla okkar og skipulag að þessum breyttu aðstæðum. Eins og staðan er nú er allt að tveggja sólahringa bið eftir afgreiðslu hjá okkur en það er heldur stuttur tími saman- borið við Danmörku og England þar sem er allt að tveggja vikna bið eftir matvörum úr netverslun.“ Nettó, sem er stærsta og ódýrasta matvöruverslun landsins á netinu, beinir því til viðskiptavina sinna að taka biðtímann með í reikninginn og panta fram í tímann. Allar pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er og þær skila sér á endanum. Gunnar Egill segir að starfsmenn Samkaupa hafi unnið kraftaverk á síðustu vikum. „Starfsmenn okkar eiga gríðarlegt hrós skilið. Þeim hefur tekist með þrautsegju sinni, vilja og almennum dugnaði að lyfta grettistaki bæði í netversluninni sem og öðrum verslunum okkar. Við erum mjög stolt af þeim og hefðum aldrei getað þetta án þeirra,“ segir Gunnar. Hefur orðið breyting á kauphegðun fólks, þ.e. hefur sala aukist í ein- hverjum vörum út af ástandinu? Kauphegðun mun breytast til fram- tíðar þar sem mörg hundruð nýir við- skiptavinir hafa byrjað að nýta sér netið til innkaupa og ég spái því að stór hluti fólks muni halda því áfram þegar við höfum komist í gegnum þann ólgusjó sem við eru í núna. Varðandi einstaka liði þá hefur verið mikil aukning á þurr- vörum og frystivöru. Spritt var ekki stór söluvara áður en hún er það núna. Fólk verslar eins á netinu og í hefðbundinni verslun sem sýnir það traust sem fólk ber til matvöruverslunar. Má eiga von á því að þessi net- verslun eigi eftir að aukast enn frekar í framtíðinni? Við erum að reikna með miklum vexti til loka apríl en þá fari hún að ganga til baka en hvar hún stöðvast veit maður ekki. Það eru miklir óvissutímar og við erum bara að taka einn dag í einu. Ég hef sagt að við erum að taka út 5 ára þróun núna á næstu þremur mánuðum. Ástandið nú hefur ýtt undir vitund fólks á að geta almennt pantað dagvöru gegnum netið, fá hana heims- enda eða sækja í verslun. Mig grunar að fólk um land allt eigi eftir að horfa öðruvísi á innkaup á dagvöru þegar við komumst í gegnum þessa fordæmu- lausu tíma og hlutfall netverslunar ná áður óþekktum hæðum. Hvað með vöruverð í ljósi Covid-19, má eiga von á hækkun vöruverðs? Ég held að það sé óumflýjanlegt. Launahækkanir skv. Lífskjarasamning mun taka gildi 1. apríl, gengið hefur veikst um 10% og svo hafa orðið nokkrar verðhækkanir erlendis með vaxandi eftirspurn eftir ákveðnum vörum og skertu framboði. Ég er hræddur um að við munum sjá þetta birtast fljótlega á markaðnum hér heima,“ sagði Gunnar Egill. Gunnar sagði að verið væri að skoða að bjóða upp á heimsendingar til fleiri sveitarfélaga þar sem Nettó er með verslun, t.d. Grindavík. Nýlega hóf Nettó að keyra út vörur í Borgarnesi og á Selfossi. „Okkur hefur verið tekið opnum örmum bæði í Borgarnesi sem og á Selfossi. Nú erum við að skoða með hvaða hætti við getum stækkað netverslun okkar til að mæta þeirri auknu eftirspurn sem við spáum næstu vikur og mánuði,“ segir Gunnar Egill. Páll Ketilsson pket@vf.is Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.