Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 17

Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 17
17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. — Hvernig ert þú að upplifa ástand- ið í kringum COVID-19? „Eigum við ekki bara að segja að COVID-19 sé eins og filter sem er búið að setja á allt okkar líf svo maður noti líkingamál. Litar nánast allar okkar athafnir og áætlanir“. — Hefurðu áhyggjur? „Já, hugsa mikið um þetta, enda varla annað hægt þar sem fréttirnar dynja stöðugt á manni, en þetta heldur þó ekki fyrir mér vöku“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Hann hefur haft nokkur áhrif. Börnin fara ekki í skólann heldur vinna heima og það þarf auðvitað pínu utanumhald utan um það, fylgjast með að þau vakni og vinni og allt það, sem þau eru reyndar að tækla rosalega vel. Svo þarf auðvitað að kaupa miklu meira inn þegar allir eru heima allan daginn, svo nóg sé til í ísskápnum, græja hádegismat og svoleiðis. Nú fer ég ekki lengur í ræktina heldur keypti mér lóð og ketilbjöllu og geri æfingar heima en hann Helgi í Metabolic var svo frábær að hann setur inn á Facebook daglegt æfingaprógramm fyrir þá sem velja að æfa heima. Þar fyrir utan er maður auðvitað mest heima hjá sér og er eiginlega ekki að fara neitt annað að óþörfu“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Ekki svo miklar. Get unnið bæði á vinnustað og heima. Mesti munur- inn er einangrunin, maður fundar eingöngu í gegnum tölvuna, fer ekki í hádegismat með fólkinu. Maður hittir sem sagt mjög fáa“. — Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? „Akkúrat núna má segja að við á þessu heimili séum í millibilsástandi. Eiginmaðurinn er með einhverja pest en fær ekki að fara í próf strax auk þess sem smit hefur komið upp á hans vinnustað. Þannig að við erum í óvissuástandi eins og er en þetta skýrist líklega á allra næstu dögum. Líklega eru ýmsir í svona stöðu. Það má því eiginlega segja að núna séum við í eins konar sjálfskipaðri sóttkví. Hann hefur nánast lokað sig af inni í einu herbergi og ég hef tekið ákvörð- un um að vinna heima og heimsækja ekki fólk á meðan við vitum ekki hvort þetta er veiran“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Um leið og fyrstu fréttir fóru að berast af þessu frá Kína. Vinnufélagi minn var einmitt að rifja það upp að ég hefði sagt einhvern tímann í janúar að ég hefði svo miklar áhyggjur af þessari veiru þarna í Kína og þá var hún ekki einu sinni farin að leiða hugann að henni“. — Hvað varð til þess? „Líklega sá eiginleiki að hafa áhyggjur af öllu mögulegu og ómögulegu og svona sjúkdóma- hræðsla“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Með aukinni meðvitund held ég fyrst og fremst t.d. í samneyti við annað fólk og svo auðvitað aukinn handþvottur, spritta og passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu o.s.framvegis“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Gríðarlega vel. Er mjög þakklát fyrir fólkið í brúnni“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að við stöndum saman og fylgjum fyrirmælum og að við sýnum sveigjanleika og umburðar- lyndi á öllum vígstöðvum“. — Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Mér finnst sveitarfélagið standa sig vel, búið að setja á neyðarstjórn sem fundar daglega til að geta sem best brugðist við eftir því sem vendingar verða í þessu máli. Þetta eru flóknar aðgerðir t.d. skólamálin og velferðarmálin og allir að reyna að gera sitt besta til að takast á við breytt landslag. Mér finnst t.d. frá- bært að sjá þessar aðgerðir að lækka gjöld í leikskóla og frístund vegna skertrar þjónustu og fyrir börn sem eru heima“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já, dóttir mín átti að fermast í vor og ég var rétt búin að senda út boðskortin þegar samkomubann var sett á og öllum fermingum vorsins frestað til sumarloka. Auk þess eru þrjár utanlandsferðir planaðar hjá fjölskyldumeðlimum bæði í vor og í sumar og þau plön eru auðvitað í uppnámi“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Enn sem komið er þarf ég í raun að fara oftar í búðina og versla meira í hvert sinn þar sem allir eru alltaf heima en ég geri ráð fyrir að nota netið ef maður lendir í formlegri sóttkví eða einangrun“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég ætla að leyfa mér að vona að í maí fari að rofa til og losna um hömlur vonandi hér og í Evrópu en það er erfitt að hugsa til staða þar sem bjargir eru litlar svo sem í flóttamannabúðum og öðrum mann- mörgum stöðum t.d. Indlandi og í fleiri vanþróuðum ríkjum“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innan- lands eða utan? „Ég er enn að binda vonir við að komast á Dance World Cup í Róm í lok júní en veit ekki hvort það er raunhæft“. — Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Það eru unglingar á heimilinu. Þau eru vel meðvituð um ástandið en hafa ekki áhyggjur sem betur fer. Fínt að mamman geti séð um þær“. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK Dóttir mín átti að fermast í vor og ég var rétt búin að senda út boðskortin þegar samkomubann var sett á og öllum ferm- ingum vorsins frestað til sumarloka. Auk þess eru þrjár utanlandsferðir planaðar hjá fjölskyldumeðlimum bæði í vor og í sumar og þau plön eru auðvitað í uppnámi. Í sjálfskipaðri sóttkví á heimilinu Guðlaug María Lewis var rétt búin að senda út boðskortin vegna fermingar dóttur sinnar þegar samkomubann var sett á. „Þar með var öllum fermingum vorsins frestað til sumarloka. Auk þess eru þrjár utanlandsferðir planaðar hjá fjölskyldumeðlimum bæði í vor og í sumar og þau plön eru auðvitað í uppnámi,“ segir Guðlaug í samtali við Víkurfréttir sem ræddu við hana um kórónuveiruna og áhrif hennar á líf og störf. GUÐLAUG MARÍA LEWIS

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.