Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 14
 - Fréttir úr bæjarlífinu14 tel : 552 - 66 - 66 Y A M 2 7 0 M o s f e l l s b æ yamrestaurant@gmail.com Allur matur er eldaður eftir pöntun og því er enginn matur tilbúinn fyrirfram. Þar af leiðandi er alltaf allavega 10 mínútna bið eftir matnum stundum þegar mikið er að gera getur því biðin verið löng. Kíkið nýja matseðil á. w w w . y a m . i s Nýr Opnunartími THAI FOOD RESTAURANT Y A M THAI FOOD RESTAURANT If you never try Gott bragð ............. K j a r n a , Þ v e r h o l t 2 .............. .............. good and delicious food 16.30 – 20.30 og betri smekkur You never know OPEN EVERYDAY .............. Þann 7. janúar kl. 23:31 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2020. Það var stúlka sem mældist 3.820 gr og 51 cm. Foreldrar hennar eru þau Þuríður Ósk Sveinsdóttir og Ölvir Styrr Sveinsson. Stúlkan fæddist á Landsspítalanum og var tekin með keisara. „Hún átti að fæðast 5. janúar en ég ætl- aði mér eiginlega að eiga hana 4. janúar sem er afmælisdagur pabba hennar, en það tókst ekki, hún vildi eiga sinn eigin afmælisdag,“ segir Þuríður Ósk. Stúlkan er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau soninn Daníel Mána sem er 14 mánaða. Fjölskyldan er nýflutt í Mosfellsbæ og líkar vel. „Við fluttum hingað í lok október, markmiðið var að ná að halda upp á eins árs afmæli Daníels Mána 6. nóvember og það tókst,“ segir Ölvir Styrr. Mosfellingur óskar fjölskyld- unni til hamingju með stúlkuna. Fyrsti Mosfellingurinn 2020 Fyrsta barn ársins Afmælishátíð 14. janúar • Nýr skólasöngur kynntur Eins árs aFmæli HElgaFEllsskóla guðrún ýr fyrrum stars- maður skólans tók lagið heimatilbúin skemmtiatriði rósa skólastjóri tekur við blómum frá bænum tobba og anna maría hafa samið skólasöng Magnús Thorlacius úr hljómsveitinni Vio hefur gefið út sitt fyrsta lag sem listamaðurinn Myrkvi. Magnús braust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí- rokk hljómsveitina Vio. Innan fjögurra vikna stóð hún uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Nú hefur Magnús stigið fram í sviðsljósið sem Myrkvi. Hann stefnir á að leggja árið 2020 undir sig og kynna til leiks eigin hljóm, sem á eflaust eftir að víbra með aðdáendum íslenskra tónlistar nær og fjær. Fyrsta lag Myr- kva, Sér um sig, er nýkomið út og hef- ur hlotið góð viðbrögð. Fleiri lög eru væntanleg sem og plötuútgáfa næsta sumar. Tónlist Myrkva dregur fram ljúfa mynd; hlýjar laglínur með viðarkeim, einlægni yfir fljótandi gítar. Nýr og ferskur blær, jafnframt kunnuglegur. Lagið „Sér um sig“ fjallar um mann- eskju sem maður hittir af og til á lífs- leiðinni en þrátt fyrir sterka strauma varð aldrei neitt úr því. Tíminn líður og tækifærið með. Lagið er tekið upp af Kára Guð- mundssyni og Arnari Guðjónssyni. Arnar sá einnig um hljóðblöndun en lagið er masterað af Friðfinni Oculus Sigurðssyni. Arnór Sigurðarson spilar á trommur, Kári Guðmundsson spilar á bassa og slagverk. Lag og texti er saminn af Magnúsi sem syngur og spilar á öll önnur hljóð- færi. „Sér um sig“ er fyrsta lag tónlistarmannsins Myrkva magnús thorlacius með sitt fyrsta lag sem myrkvi myrkvi stígur fram systkinin læra á lífið

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.