Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 30.01.2020, Blaðsíða 20
 - Fréttir úr Mosfellsbæ20 Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir eru eigendur Hugarfrelsis en það er fyrirtæki sem leggur áherslu á vellíðan barna og unglinga. Þær fóru af stað með Hugafrelsi eftir þó- nokkrar vangaveltur um lífið og tilveruna. Þær leggja áherslu á að hjálpa börnum að átta sig á því hver þau raunverulega eru, hvar styrkleikar þeirra liggja og hvað veitir þeim ánægju og gleði. „Með því að kenna þeim á þessa þætti eru meiri líkur á því að þau öðlist hamingju, friðsæld og verði sátt við sig og aðra samferðamenn. Þá verða þau betur fær um að forgangsraða í lífi sínu sjálfum sér og öðrum til heilla,“ segir Hrafnhildur. Áhersla á einfaldar aðferðir „Námskeiðin okkar kenna börnum ein- faldar aðferðir til að efla sjálfsmynd sína og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meðal þess sem við gerum í tímum eru öndunar- æfingar, jóga, slökun og hugleiðsla. Þá er auðvitað fræðsla og verkefni sem við notum til þess að efla einstaklinginn og sjálfsmynd hans,“ segja þær báðar. Aðspurðar um það hvort þetta efni eigi ekki vel við á tímum samfélagsmiðla og samanburðar segja þær: „Jú algjörlega. Þegar álag, áreiti og samanburður er mikill skiptir öllu máli að vera með sterka sjálfsmynd og vita hvar styrleikar manns liggja.“ Hvar, hvernig og fyrir hverja? Í Mosfellsbæ er í boði námskeiðið Kátir krakkar fyrir börn í 4.-7. bekk sem hefst 13. febrúar. Í upphafi námskeiðsins fá foreldr- ar senda fræðslu þar sem Hrafnhildur og Unnur fara vel yfir áherslur námskeiðsins og hvað gert er í hverjum tíma. Kári Þór Arnarsson, sonur Hrafnhildar, kennir námskeiðið í Mosfellsbæ. Hann er nemi í sálfræði við HR og hefur mikla reynslu af að vinna með börnum og má þar nefna að hann er með barn í liðveislu, hefur starfað sem stuðningsfulltrúi og í frístund í grunnskóla. Kennslan er tíu skipti alls og kennt er einu sinni í viku í húsnæði Rauða krossins Þverholti 7. Halda námskeið til að efla sjálfsmynd og vellíðan Hugarfrelsi fyrir börn hrafnhildur og unnur arna Fimmtudaginn 23. janúar fóru nokkrir fé- lagar úr Lionsklúbbi Mosfellsbæjar í vett- vangskönnun í Félagsmiðstöðina Bólið. Þar tóku á móti hópnum þær Edda Dav- íðsdóttir tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar og Guðrún Helgadóttir starfsmaður í Ból- inu. Óhætt er að segja að sú gríðarmikla starf- semi sem þær kynntu hafi komið félags- mönnum á óvart enda kemur ótrúlega stór hópur ungmenna þar við á hverjum degi. Sérstaklega var skoðuð tónlistaraðstaða sem verið er að taka í notkun þarna. Lionsklúbburinn hefur styrkt það starf dyggilega með kaupum á hljóðfærum, upptökubúnaði og fleiru tilheyrandi. Félagsmenn eru ákaflega stoltir af þessu enda tónlistarstarf ungs fólks alltaf verið öflugt í Mosfellsbæ. Herrakvöld fram undan í febrúar Herrakvöld Lkl. Mosfellsbæjar sem fram fer 21. febrúar er helsta fjáröflun klúbbsins og gerir kleift að styðja við verkefni sem þetta. Herrakvöldið er opið öllum sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða. Nauðsynlegt er að hafa samband við ein- hvern klúbbfélaganna til að panta miða. „Með dyggum stuðningi er hægt að styðja við fjölmörg nauðsynleg verkefni,“ segir Kristinn Hannesson formaður Lkl. Mosfellsbæjar. Lionsklúbbur Mosfellsbæjar • Herrakvöld 21. febrúar Styðja vel við hljóm- sveitaraðstöðu Bólsins vettvangskönnun í félagsmiðstöðina Láttu dreifingaraðila Póstsins vita í gegnum netfangið thjonusta@postur.is eða í síma 580 1000. LiverpooL-skoLinn fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6-16 ára í Mosfellsbæ 9. - 11. júní Skráning er hafin afturelding.felog. is Nánari upplýsingar: l iverpool@afturelding. is / 5667089

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.