Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 23. febrúar Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur í Reynivallaprestakalli þjónar fyrir altari. sunnudagur 1. mars Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón hafa Berglind æskulýðsfulltrúi, Þórður organisti og leiðtogar í æskulýðsstarfi. sunnudagur 8. mars Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Prófastur Kjalarnesprófastsdæmis, sr. Þórhildur Ólafs prédikar. Prestar safnaðarins leiða helgihald. - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós4 Fermata nýr ungmennakór Fermata fyrir 16-30 ára Æfingar alla þriðjudaga kl. 18:30 í Safnaðarheimilinu á 3. hæð. Mannskætt snjóflóð í Móskarðshnjúkum Þann 29. janúar féll mannskætt snjóflóð í Móskarðshnjúkum, austan megin í Esju. Flóðið féll við gönguleiðina upp á hnjúkana, sunnan megin. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgun- arsveita á suðvesturhorninu var kallað út en fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á svæðið um hálftíma eftir að flóðið féll. Þrír menn lentu í flóðinu en einn grófst undir og var mikill viðbúnaður við leit að hon- um. Eftir að maðurinn fannst var hann flutur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Hinir tveir sluppu ómeiddir. Framkvæmdir hafnar á neðri hæð Kletts Nú eru hafnar framkvæmdir á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts. Á síðasta aðalfundi Golfklúbbs Mosfellsbæjar var gert samkomulag við Mosfellsbæ um kaup á neðri hæð golfskálans. Samkomulagið fól einnig í sér að Mosfellsbær myndi fullklára neðri hæðina og hafa þær framkvæmdir nú loksins hafist. Það ríkir því mikil tilhlökkun hjá golfurum í Mosfellsbæ yfir aðstöð- unni sem verður komin í notkun innan skamms. ÚRVALIÐ er að finn a á FB-síð u Partýbúða rinnar Finndu okkur á Öskudagsbúningar! Úrvalið hefur aldrei verið meira. Stútfull neðri hæð af búningum Faxafeni 11 • Sími 534 0534 ÖSKUDAGSOPNUN: Helgin 22.-23. feb: kl. 10-18 Bolludagur: kl. 10-21 Sprengidagur: kl. 10-miðnættis Sendum á landsbyggðinaFrír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr. ÚRVALIÐ er að finn a á FB-síð u Partýbúð arinnar Finndu okkur á Öskudagsbúningar! Úrvalið hefur aldrei verið meira. Stútfull neðri hæð af búningum Faxafeni 11 • Sími 534 0534 ÖSKUDAGSOPNUN: Helgin 22.-23. feb: kl. 10-18 Bolludagur: kl. 10-21 Sprengidagur: kl. 10-miðnættis Sendum á landsbyggðinaFrír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr. sÓkn Í sÓkn – liFandi samFÉlag Vertu með í sókninni! Biggi Gildra snýr aftur í Hlégarð með Huldumönnum 6. mars • Þúsund ára ríkið Huldumenn með útgáfutónleika Það hafa aldrei verið læti í Birgi Haraldssyni söngvara, nema þegar hann syngur. Þá heyra það allir. Hann hefur verið verkstjóri hjá Ístex í hartnær 30 ár en um helgar breytist þessi ann- ars hægláti maður í öskrandi tröll. Það þekkja allir Bigga Gildru, manninn með gullbarkann og faxið síða. splunkuný plata spiluð í heild sinni Biggi hóf feril sinn með hljómsveitinni Gildrunni árið 1986 og var fljótt landsþekktur fyrir háa rödd sem þeyttist yfir tónsviðið án fyrirhafnar. Þegar Gildran sendi síðan frá sér Vorkvöld í Reykjavík skaust hann ásamt félög- um sínum upp á rokkstjörnuhimininn. Gildran starfaði í hartnær 30 ár með hléum og muna flestir Mosfellingar eftir „Fló og fjör“ þar sem hljómsveitin fyllti Álafosskvosina ár eftir ár en einnig urðu þeir félagar þekktir fyrir að leika tónlist CCR á veitingastaðnum Álafoss föt bezt sem trymbill hljómsveitarinnar Karl Tómasson rak. Nú snýr Birgir aftur í Hlégarð með splunku- nýja plötu sem hann vann með félögum sínum í hljómsveitinni Huldumönnum. Hann og Sig- urgeir Sigmundsson gítarleikari sömdu lögin en flestir textarnir eru eftir Mosfellingana Þóri Kristinsson og Bjarka Bjarnason. Blanda saman rokki og kór „Þetta verður frábært kvöld“ segir Birg- ir. „Við munum flytja lögin af plötunni okkar „Þúsund ára ríkið“, sérstakur gestur er Rokkkór Íslands undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Það er yndislegt að blanda sam- an rock and roll og kórtónlist þannig að úr verður eldheit upplifun. Svo fljóta örugglega með nokkrir Gildrusmellir og kannski Creedence- syrpa.“ Eflaust hafa margir hug á því að sjá Bigga aftur með Huldumönnum 6. mars en tónleikarnir hefjast kl. 21 og miða- sala er á Tix.is. birgir haraldsson Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra opnaði nýjan Læsisvef Menntamálastofnunar í Krikaskóla með góðri aðstoð nemenda. Guðbjörg R. Þóris- dóttir ritstjóri vefsins kynnti Læsisvefinn og nemendur skólans sungu tvö lög. lykill að velsæld Læsi er lykill að velsæld en á Læsis- vefnum má finna fjölbreytt efni til efling- ar lestrarkennslu og læsi. Við gerð fyrsta áfanga vefsins er sjónum einkum beint að lestrarkennslu og lestrarnámi en á hon- um er að finna fræðilega umfjöllun um grunnþætti læsis, þjálfunarefni, gátlista og íhlutunarefni. Stærstur hluti vefsins inniheldur kennsluaðferðir sem henta vel til að gera lestrarkennslu og nám fjölbreytt og áhugavert. Fyrir nemendur á öllum skólastigum Við val á aðferðum var ekki aðeins horft til byrjenda í lestri heldur má finna á vefn- um aðferðir sem gagnast nemendum á öll- um skólastigum. Það er mjög mikilvægt að formlegri lestrarkennslu ljúki ekki fyrr en nemendur búa yfir nægilegri lestrarfærni til að komast yfir lesefni í grunnskóla og framhaldsnámi en þeir þurfa jafnframt að kunna leiðir til efla orðaforða sinn og beita fjölbreyttum lesskilningsaðferðum í glímu sinni við allar tegundir texta. Lilja Alfreðsdóttir í heimsókn í Krikaskóla 17. febrúar • Góð verkfæri til að efla læsi Menntamálaráðherra opnaði nýjan læsisvef í krikaskóla Vefinn má finna á slóðinni www.laesisvefurinn.is lilja fær aðstoð nemenda í krikaskóla Hilmar valinn skyndi- hjálparmaður ársins Mosfellingurinn Hilmar Elísson er skyndihjálparmaður ársins 2019. Rauði krossinn á Íslandi útnefndi Hilmar fyrir þátt hans í björgun manns sem lá meðvitundarlaus á botni Lágafells- laugar í Mos- fellsbæ á síðasta ári. Hilmar var í byrjun árs valinn Mosfellingur ársins 2019.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.