Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 20
N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi - Íþróttir20 Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Aftureldingar hélt um helgina hið glæsilega Pågen-mót fyrir 8. flokk drengja og stúlkna. Um 114 lið mættu til leiks og voru spilaðir um 260 leikir á sjö völlum. Mótið tókst afar vel til og mátti sjá leikgleðina skína úr andlitum barn- anna og fjölmörg flott tilþrif. Styrktaraðili mótsins, Ó. Johnson&Kaaber sá til þess að krakkarnir færu heim með verðlaunapening um hálsinn, Pågen-snúða og sundpoka. Þeim eru færðar bestu þakkir fyrir samstarfið. TiTill í Mosó Afturelding er Fotbolti.net meistari B-deildar árið 2020 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Liðin sigruðu sína riðla og mættust toppliðin í Reykjaneshöllinni. Lokatölur urðu 16-17 fyrir Aftureldingu eftir langa vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Jason Daði Svanþórsson skoraði gott mark undir lok leiks og jafnaði eftir frábæran undirbúning frá Ragnari Má. Markvörðurinn Jon Tena varði tvær vítaspyrnur og skoraði sjálfur úr sinni spyrnu. Það er spennandi sumar fram undan hjá strákunum. fagnað í reykjaneshöllinni eftir maraþonvítaspyrnukeppni Íþróttafjör í vetrar­ fríinu fyrir 6­11 ára Fimleikadeild Aftureldingar mun bjóða upp á íþróttafjör í vetrarfríinu fyrir öll börn í 1.-5. bekk (6-11 ára). Um er að ræða mánudaginn 2. mars og þriðjudaginn 3. mars kl. 09:00- 12:00. Verð er 2.900 kr. hver dagur eða 5.500 kr. báðir. Einnig verður hægt að kaupa gæslu frá 8:00-9:00 og 12:00 til 13:00 og greiðist þá aukalega 950 krónur á tímann. Börnin þurfa að koma með hollt nesti að heiman. Takmarkað pláss. Skráning fer fram í gegnum vefsíð- una https://afturelding.felog.is Sesselja Líf komin heim í Aftureldingu Knattspyrnukonan Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim í Aft- ureldingu frá ÍBV en þar hefur hún spilað undanfarin ár. Sessó hefur spilað 145 leiki í meistaraflokki með Aftureld- ingu, Þrótti R. og ÍBV, þá varð hún bikarmeistari með ÍBV árið 2017 og lék stórt hlutverk í liði ÍBV í Pepsi deild kvenna síðastliðin fjög- ur tímabil. Koma Sesselju verður án efa lyftistöng fyrir Aftureldingu sem leikur í 1. deildinni í sumar. Handboltamót að Varmá fyrir iðkendur í 8. flokki Vel heppnað Pågen-mót Taekwondodeild Aftureldingar varð á dögunum RIG meistarar. Mótið fór fram í Laugardalnum og var keppt bæði í Kyorugi (bardaga) og Poomsae (formum/tækni). Afturelding vann 18 gullverðlaun, 17 silfurverðlaun og 8 brons. Þetta er frábær árangur og sýnir hvað þetta góða starf deildarinar er að skila sér. Valin til að keppa á HM í Danmörku Lisa Lents landsliðsþjálfari í Pooms- ae hefur valið átta einstaklinga til að keppa á heimsmeistaramótinu í Poomsae. Þar af eru fjórir frá Aftur- eldingu: Ásthildur Emma Ingileif- ardóttir, Iðunn Anna Eyjólfsdóttir, María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Steinunn Selma Jónsdóttir. Mótið fer fram í Danmörku 21.-24. maí. RiG MeisTaRaR

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.