Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 21
www.mosfellingur.is - 21 Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri starfar í umboði aðalstjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Starfið felur í sér samstarf við félagsmenn, styrktaraðila, starfsfólk Mosfellsbæjar, annarra íþróttafélaga og hagsmunasamtaka þeirra. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga sem hefur áhuga á íþróttastarfi og er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. FRAMKVÆMDASTJÓRI Starfssvið: • Ábyrgð og stjórnun á daglegum rekstri félagsins • Ábyrgð og umsjón með fjármálum og starfsmannamálum • Framkvæmd ákvarðana stjórnar og samskipti við stjórnarmenn • Þjónusta við iðkendur og stjórnir deilda • Markaðs- og kynningarstarf • Samskipti og tengsl við hagsmunaaðila • Ábyrgð á framkvæmd og framvindu verkefna • Undirbúningur funda og viðburða • Önnur tilfallandi skrifstofustörf Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Farsæl stjórnunarreynsla • Reynsla og þekking á sviði fjármála • Góð almenn tölvukunnátta • Reynsla af verkefnastjórnun og samskiptum við hagsmunaaðila • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Hreint sakavottorð Um er að ræða fullt starf hjá Aftureldingu sem er eitt af stærri íþróttafélögum landsins með um 1.600 iðkendur í 11 deildum. Vinnutími er sveigjanlegur og starfinu fylgir vinna utan hefðbundins skrifstofutíma. Nánari upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 8. mars nk. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is. Afturelding varð bikarmeistari í 2. flokki kvenna á bikarmóti yngri flokka í blaki sem haldið var í Kópavogi helgina 9.-10. febrú- ar. Þjálfarar liðsins eru þau Borja Vicente og Ana Maria Vidal. Afturelding sendi fimm lið á mótið sem öll stóðu sig með sóma. Þrjú lið komust í úrslitaleiki, 3. flokkur kvk og 4. flokkur kvenna náðu öðru sæti í sínum flokkum. Blakdeild Aftureldingar hvetur krakka á öllum aldri til að prófa blak. Í febrúar er frítt að mæta á æfingar. Bikarmeistarar 2020 Tilvalin fermingargjöf Verið velkomin til okkar á Völuteig 6 að skoða sængurnar, erum með opið milli 8 og 16 alla virka daga

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.