Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 12
 - Fréttir úr bæjarlífinu12 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Styrkir til efnilegra ungmenna Öll ungmenni á aldrinum 16–20 ára, (f. 2000, 2001, 2002 og 2003) með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. Markmið styrksins er meðal annars að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá bænum á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá Mosfellsbæ og greitt í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ. Athygli er vakin á að að unglingum á aldrinum 13–15 ára (f. 2004, 2005 og 2006) sem taka þátt í til dæmis landsliðs- verkefnum og/eða verkefnum fyrir félög/félagasamtök á vinnutíma vinnuskóla verður gefinn sá möguleiki að sækja formlega um leyfi á launum á þeim tíma sem að verkefnið varir. Skilyrði er að viðkomandi verði skráður í vinnu í Vinnu- skóla Mosfellsbæjar og skili þar lágmarks vinnuframlagi. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar SkilafreStur uMSókna er til og Með 20. MarS 2020 Sótt er uM rAfrænt á ÍbúAgátt MoSfellSbæjAr Hjúki er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á skolsetum og öðrum hjálpartækjum innan sem utan heilbrigðisgeirans. Fyrirtækið var stofnað árið 2018 af Hann- esi Þór Sigurðssyni, Einari Vigni Sigurðssyni og Kristjáni Zophoníassyni, með það að leiðarljósi að veita persónulega ráðgjöf og sérfræðiþekkingu á sviði velferðartækni. Lausnir í velferðartækni „Við flytjum meðal annars inn klósettsetur með innbyggðum öflugum þvotti og þurrki sem gera salernisferðir auðveldari fyrir þá sem þurfa að öllu jöfnu aðstoð við það,“ segir Hannes einn eiganda Hjúka. „Við komum og setjum setuna upp fyrir okkar viðskiptavini en með henni fylgir notendavæn fjarstýring þar sem hægt er að stjórna setunni með einum hnappi.“ Skolseturnar eru þróaðar með notkun í öldrunarþjónustu að leiðarljósi og hafa verið mikið notaðar á Norðurlöndunum. Seturnar eru með sætishita og stillanlegri hitastýringu á vatni og þurrki. Betra hreinlæti eftir salernisferð „Við fundum strax að eftirspurnin eftir- þessu hjálpartæki var til staðar og hefur þetta gjörbreytt lífi margra að geta verið sjálfbjarga með sínar salernisferðir. Það eru ekki bara aldraðir sem nota setuna, það eru margir sem þurfa aðstoð við þetta bæði eftir aðgerðir og slys.“ Þeir sem vilja kynna sér betur skolsetuna er bent á að hafa samband við Hannes í síma 888 0072 eða á heimasíðu fyrirtækis- ins www.hjuki.is. Hannes Þór flytur inn skolsetur • Að fá aðstoð hjá öðr- um er gott - en að geta bjargað sér sjálfur er enn betra Sérfræðiþekking á sviði velferðartækni salernisferðirnar verða auðveldari með hjúka 1.790 KR. EIN STÓR PIZZA AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR MARS ÞESSAR ÞRJÁR ERU NÚ Á SJÓÐHEITU TILBOÐSVERÐI! PIZZA PANTAÐ Á NETINU EÐA MEÐ APPINU OG GREITT FYRIRFRAM NÝTT ! NICE & CHEESY PEPPERONI VEISLA SWEET & SPICY TILBOÐS- PIZZUR! M OZ ZA RE LL A, PIP ARO STUR, H AVARTI KRYDDOSTUR OG CHEDDAR TV ÖF AL DU R S KAM MTUR AF PEPPERONI OG AUKAOSTUR PE PP ER ON I, D ÖÐ LUR , RA UÐLAUK UR, FERSKUR CHILI OG RJÓMAOSTUR DOMINOS.IS | DOMINO’S APP Mosótónar er nafn tónleikaraðar sem Mosfellsbær stendur fyrir en markmið Mosótóna er að gefa áheyrendum tæki- færi á að njóta mosfellskrar menningar í heimabyggð. Á fyrstu tónleikum Mosótóna þann 27. febrúar spilaði Kvartett Reynis Sigurðssonar í Hlégarði. Mosfellingurinn Reynir Sigurðsson hefur verið ötull í tónlistarlífi Íslendinga um árabil sem flytjandi, hljómsveitarstjóri og tónlistar- kennari auk þess að gegna stöðu slagverksleikara Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í áraraðir. Á efnisskrá tónleikanna voru lagaperlur Oddgeirs Kristj- ánssonar í nýjum djassútsetningum sem Reynir hefur unn- ið nýlega. Auk Reynis sem lék á víbrafón stigu á stokk þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og trymbill var Einar Scheving. Næstu tónleikar Mosótóna verða fimmtudaginn 26. mars í Hlégarði. Þá spilar Stórsveit Íslands valin íslensk og er- lend lög. Með Stórsveitinni koma fram söngvararnir Davíð Ólafsson, Vigdís Ásgeirsdóttir og Kristjón Daðason. Miðar eru seldir við inngang. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.500 fyrir öryrkja og eldri borgara. Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Reynir Sig reið á vaðið með djassi • Stórsveit Íslands næst á svið 26. mars Tónleikaröðin Mosótónar í Hlégarði kvartett reynis sig

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.