Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 16
 - Fréttir úr bæjarlífinu16 byg g i n ga f é l ag i ð ÁFRAM MOSFELLSBÆR Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar í Mosfellsbæ etja kappi í Skólahreysti miðvikudaginn 18. mars kl. 16:00 í Íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í mars. MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁ NEYTI SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS /skolahreysti #skolahreysti Þriðji vinnufundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um loftslagsmál og heims- markmið Sameinuðu þjóðanna var haldinn föstudaginn 6. mars í bókasafni Mosfells- bæjar og var yfirskrif fundarins „Finnum samnefnara!“ Mosfellsbær var gestgjafi fundarins og sagði frá vinnu sveitarfélagsins að heims- markmiðunum en umhverfisstjóri og skipulagsstjóri Mosfellsbæjar hafa verið tengiliðir Mosfellsbæjar í samstarfi sam- bandsins og stjórnvalda um markmiðin og mælingar þeirra. Horft til Mosfellsbæjar í nýrri skýrslu Í nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunar- innar Nordregio um vinnu sveitarfélaga á Norðurlöndum við að ná fram heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna er Mosfells- bær tekinn sem dæmi um sveitarfélag sem hefur tryggt að vinna við nýja umhverfis- stefnu hafi hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og önnur sveitarfélög geti horft til. Sérstaklega er fjallað um það hvernig Mosfellsbær tengir markmið umhverfis- stefnunnar við heimsmarkmiðin og samráð við og þátttöku íbúa við gerð hennar. Á fundinum kynnti Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar hvernig staðið var að mótun stefnunnar. Innleiðing heimsmarkmiðanna Þá kynnti Arnar Jónsson, forstöðumað- ur þjónustu- og samskiptadeildar, stefnu Mosfellsbæjar til ársins 2027 og sagði frá mögulegum leiðum við frekari innleiðingu heimsmarkmiðanna við stefnumörkun nefnda bæjarins. Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróun- ar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Ásta Bjarnadóttir, sérfræð- ingur í forsætisráðuneytinu, sögðu frá því sem helst er að frétta af innleiðingu heims- markmiðanna á vettvangi sambandsins og stjórnvalda. Theódóra S. Þorsteinsdóttir verkefna- stjóri hjá Isavia sagði frá samstarfi sveit- arfélaga og fyrirtækja á Suðurnesjum um innleiðingu heimsmarkmiðanna og Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Capacent, ræddi möguleika á að nýta heimsmarkmiðavinnu í sóknaráætlunum landshluta fyrir innleið- ingu markmiðanna í sveitarfélögum. Fundað um loftslagsmál og heimsmarkmiðin Yfirskrift fundar í Mosfellsbæ „Finnum samnefnara!“ fundur í bókasafninu UMHVERFISSTEFNA MOSFELLSBÆJAR 2019–2030

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.