Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 30
N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi - Íþróttir30 Drengjahópur Aftureldingar vann gullverð- laun á bikarmóti sem fram fór hjá Stjörn- unni um síðustu helgi. Fimleikadeildin er stolt af iðkendum sínum og þjálfurum. Strákarnir unnu gull á bikarmótinu í hópfimleikum sem fram fór hjá Stjörnunni. Fyrsti flokkur kvenna stóð sig einnig mjög vel og sjónvarpað var frá mótinu. Af þessu tilefni býður fimleikadeildin öllum drengjum að mæta á ókeypis opna fimleikaæfingu hjá Aftureldingu laugardag- inn 4. apríl frá 12.30 til 14.00. Bikarmót að Varmá um helgina Bikarmótið í hópfimleikum heldur áfram um næstu helgi (14. og 15. mars) í Aftureld- ingu og eru allir velkomnir. 5. flokkur keppir á laugardaginn kl. 9:40 3. flokkur keppir á laugardaginn kl. 13:40 4. flokkur keppir á sunnudaginn kl. 9:25 og kl. 12:30 Í síðustu viku fóru tveir bikarar á loft að Varmá þegar 1. deildar lið Aftureldingar í blaki kvenna og karla urðu deildar- meistarar í 1. deild. Liðin hafa spilað vel í vetur og vel að sigrunum komin. Þjálfarar kvennaliðsins eru þau Borja Vicente og Ana Maria Vidal. Kvennaliðið er sama lið og varð bikarmeistari í 2. flokki í febrúar. Þjálfari karlaliðsins er Piotr Kempisty. Um mánaðamótin var haldið Íslands- mót 2. og 3. flokks að Varmá. Á mótinu spiluðu um 20 lið af öllu landinu og gekk mótið vel. Um næstu helgi er stór helgi í blakinu þar sem bæði kvenna og karlalið Aftur- eldingar spila í undanúrslitum um Bik- armeistaratitil. 1. deildarlið kvenna- og karla deildarmeistarar að Varmá • Stór blakhelgi fram undan í úrslitum Kjörísbikarsins Tveir bikarar á loft hjá Aftureldingu Fimleikadrengirnir orðnir bikarmeistarar í hópfimleikum Það eru mikil gleðitíðindi úr herbúðum Aftureldingar þessa dagana en knattspyrnudeildin hefur samið við átta uppalda leikmenn. Gylfi Hólm Erlendsson (2002), Elmar Kári Enesson Cogic (2002), Aron Daði Ásbjörnsson (2002), Óliver Beck Bjarkason (2001), Guðjón Breki Guðmundsson (2001), Ólafur Már Einarsson (2001), Daníel Darri Gunnarsson (2001) og Patrekur Orri Guðjónsson (2002). Allir þessir leikmenn eru lykilmenn í 2. flokki og hafa æft reglulega með meistaraflokki félagsins. Knattspyrnudeildin semur við uppalda leikmenn fagnað eftir mótið Mosfellingurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd nú á dögunum þegar Ísland vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Cecilía sem er aðeins 16 ára gömul varð jafnframt yngsti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Cecilía Rán er uppalin í Aftureldingu og lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki félagsins aðeins 13 ára gömul. HélT Hreinu í FyrsTA leiK 16 ára í A-landsliði kvenna cecilía rán fyrir ísland Vonbrigði í Höllinni Afturelding tapaði í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins gegn Stjörnunni og datt úr leik. efnilegir knattspyrnumenn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.