Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 12.03.2020, Blaðsíða 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ Viðja Ragney fæddist þann 03.02.2020 á heimili sínu í Mosfellsbæ. Hún vó 4.000 gr og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Hilmar Bene- diktsson og Freyja Rúnarsdóttir. Viðja Ragney á tvær eldri systur, þær Sonju Salín og Steinunni Matthildi. Í eldhúsinu AÐ FULL- ORÐNAST Þegar ég var yngri man ég eftir því að hafa hugsað „þegar ég verð stór eins og foreldrar mínir og eignast mitt eigi ð hús...“ eða „þegar ég verð stór ætla ég að ferðast um heiminn frekar en að vinna...“ En svo liðu árin og kaldur raun- veruleikinn byrjaði að hellast yfir mig í rólegheitum... Ég man eftir augna- blikinu þegar ég áttaði mig á því að það einfaldlega kostar að vera til. Sem barn er heimurinn svo einfaldur og hlutirnir bara einhvern veginn gerast. Nýjar flíkur eru keyptar, æfingagjöldin borguð, ísskápurinn fylltur af mat og á n hugsunar fer maður til útlanda og nýt ur þar lífsins. En einhver er það sem skaffar peningana fyrir þessum hlutum og ég held að fæst börn hugsi mikið út í það hver það er sem stendur á bakvið þett a allt saman. Ég horfði um daginn á þátt á RÚV um fátækt á Íslandi og þótti það bara virki - lega átakanlegt. Litla forréttindabarni ð ég fékk fyrir brjóstið þegar ég hlustaði á unga stúlku tala um það hvað hún vær i þakklát fyrir margt í lífinu og að henn i þætti alltaf betra að gefa en að þiggja. Henni dytti ekki til hugar að biðja um nýjan síma þar sem hennar þriggja ár a sími væri bara alveg nógu góður. Og ekki það að ég hafi verið ósammála stúlkunni varðandi það að það sé sæll a að gefa en að þiggja, því er ég algjörleg a sammála. Það hefur bara setið í mér í nokkra daga hugsunin um það hvað ég er þakklát fyrir mína æsku og það fólk se m tókst að koma mér svona áhyggjulaus ri í gegnum lífið. Og ég vona innilega ef að eitthvert ungmenni les þennan pistil að það tak i sér smá tíma til að hugsa til þeirra sem hafa unnið fyrir hlutunum þeirra og sýni þeim það þakklæti og þá hlýju sem þessir einstaklingar eiga skilið <3 Því það er sko ekkert einfalt að verða fullorðinn og svo sannarlega ekki ókeypis! Júlía og Torfi skora á Unni og Gunnar að deila með okkur næstu uppskrift Júlía Guðrún Sveinbjörns- dóttir og Torfi Þór Gunn- arsson deila að þessu sinni með Mosfellingi uppskrift af Spagettí pæ. Spagettí-pæ fyrir 4: • 125 g spagettí • 1 egg • 1 dl rifinn parmesan ostur • 1 msk smjör • 1 lítil dós kotasæla • 1 egg • 250 g nautahakk • 1 hvítlauksrif • ½ laukur • ½ paprika • ½ dós niðursoðnir • hakkaðir tómatar • salt og pipar • rifinn mozarellaostur. Aðferð: Hitið ofninn í 175°C (á blæstri). Smyrjið pæform. Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum. Hrærið egg, parmesanost og smjör saman við spagettíið þar til smjörið bráðnar. Setjið spagettíið í formið og þrýstið upp hliðarnar. Blandið eggi við kotasæluna og setjið yfir spagettíbotninn. Steikið hakk, lauk og papriku saman þar til það hefur brúnast. Látið vökvann leka af og bætið þá niður- soðnum tómötum út í og hitið. Kryddið með salti og pipar. Setjið hakkið yfir kotasæluna. Dreifið rifnum mozarella osti yfir og skellið í ofninn í um 20 mínútur. Berið fram með salati og sykruðum sýrðum rjóma. Verðiykkuraðgóðu. mÓEY PÁLA - Heyrst hefur...36 Spagettí-pæ hjá torfa og júlÍu heyrst hefur... ...að handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirsson og Ásta hafi eignast dreng í Stuttgart á dögunum. ...að hálf Stormsveitin sé í sóttkví og sé búin að fresta giggum á næstunni. ...að Ásta Margrét og Hrafnkell hafi gift sig á dögunum. ...að minnsta kosti tveir þekktir salatstaðir hafi sýnt áhuga á því að opna í glerhýsinu í Bjarkarholtinu. ...að hlaupabrautin á Varmárvelli sé ekki lengur hituð upp á veturna fyrir hlaupara og nú megi finna þar bæði gæsa- og hestaskít á miðri braut. ...að Eurovision-Daði sé bróðursonur Daða með lúðrasveitina í Mosó. ...að Gísli Marteinn verði með fyrirlest- ur um Tinnabækurnar á bókasafninu á þiðjudaginn kl. 17. ...að hestamannafélagið hafi frestað 70 ára afmælisfögnuði félagsins auk árshátíðar Harðar vegna Covid-19. ...að Sigga Kling mæti á Barion á föstudaginn og stjórni hópkarókí. ...að Elli P. sé orðinn sveitarstjóri Fjallabyggðar. ...að söngvarinn Davíð Ólafs hafi styrkt Kraft um 100 krónur fyrir hverja deilingu á brandarafærslu sinni á Facebook og endaði upphæð- in í rúmlega 70 þúsund krónum. ...að fyrsta árgangamót Aftureldingar í fótbolta verði haldið í Fellinu laugardaginn 4. apríl. ...að Greipur, sonur Hjalta Úrsus, sé Íslandsmeistari í uppistandi 2020. ...að Kaffi Kjós sé nú til sölu. ...að samkvæmt könnun á íbúasíðu Grafarvogsbúa vilji þeir helst sjá Grafarvog sem sjálfstætt bæjarfélag og sameinast Mosfellsbæ. ...að Fiskbúðin sé farin að bjóða upp á heimsendingarþjónustu þegar verslað er fyrir 4.000 kr. eða meira. ...að Jökull í Kaleo verði þrítugur eftir viku. ...að handboltastrákarnir ætli að halda Karlakótilettukvöld í Harðarbóli 27. mars og mun Sveppi stýra veislunni. ...að búið sé að ráða Þóru M. Hjaltested sem nýjan lögmann Mosfellsbæjar. ...að Gústi Linn og Tobba ætli að gifta sig í byrjun sumars. ...að tvö af hverjum þremur tveggja ára börnum í Mosó búi í Helgafells- hverfinu. ...að Geiri í Kjötbúðinni sé með húsið sitt í Áslandi til sölu. ...að öll starfsemi eldri borgara sé komin í pásu vegna COVID-19. ...að Mosfellingar í með hljómsveit- unum Piparkorn og RedLine muni keppa í Músítilraunum í lok mars. ...að Stulli Fjeldsted eigi afmæli í dag. ...að mosfellski markvörðurinn Cecilía Rán hafi spilað sinn fyrsta A lands- leik á dögunum og haldið hreinu. mosfellingur@mosfellingur.is LiverpooL-skoLinn í Mosfellsbæ 9. - 11. júní fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6-16 ára Skráning er hafin afturelding.felog. is Nánari upplýsingar: l iverpool@afturelding. is / 5667089

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.