Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 6
Samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um tvöföldun Vesturlands- vegar milli Skarhólabrautar og Langatanga í Mosfellsbæ hefur verið boðið út. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti samning milli Mosfellsbæjar og Vegagerð- arinnar um kostnaðarskiptingu og endan- lega kostnaðaráætlun verksins. Miklar samgöngubætur Verkefnið felur í sér miklar samgöngu- bætur fyrir bæði íbúa Mosfellsbæjar og þá sem eru á norður eða vesturleið, með breikkun vegsvæða á kaflanum milli Skarhólabrautar og Langatanga, fjórum akreinum og aðskilnaði á akstursstefnum með vegriði. Vegkaflinn er 1,1 km að lengd og hefur reynst flöskuháls þegar umferð er mikil en við framkvæmdina eykst jafnframt umferð- aröryggi til muna. Samhliða verða byggðir hljóðvarnarveggir, hljóðmanir, biðstöð fyrir Strætó og tilheyrandi tengingar við stíga- kerfi Mosfellsbæjar. Tilboð í verkið voru opnuð þann 5. maí og var tilboð Loftorku uppá 490 milljónir lægst. Háfell bauð 609 m., Ístak 558 m. og Grjót og grafa 508 m. Áætlaður verktaka- kostnaður var 706 milljónir. Flöskuhálsinn brátt úr sögunni „Með breikkun Vesturlandsvegar í gegn- um Mosfellsbæ verður brátt úr sögunni einn mesti flöskuhálsinn á þjóðvegi eitt. Langar raðir sem myndast hafa í átt að Mosfellsbæ á álagstímum heyra þá sögunni til. Þessi framkvæmd hefur verið baráttu- mál okkar Mosfellinga í mörg ár. Þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Samkvæmt útboðslýsingunni skal full ljúka verkinu eigi síðar en þann1.desember 2020. Diddú hlaut heiðurs- verðlaun Samtóns Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, hlaut heiðursverðlaun Sam- tóns á Íslensku tónlistarverðlaun- unum í ár. Verðlaunin eru þakklætis og virðingarvottur til þeirra sem hafa samið tónlist, auðgað og flutt hana. Hún lofaði að sýna að hún væri vel að verðlaununum komin með því að segjast myndu toppa sig síðar meir á ferlinum og fullyrti, þó hún hafi afrekað meira en flestir núlifandi samlandar hennar í tónlist, að hún væri rétt að byrja. Hún þakkaði dætrum sínum og maka fyrir þolinmæðina í gegnum ferilinn á þeim fimmtíu árum sem hún hefur verið starfandi. „Galdurinn er einfaldur: Syngja frá hjartanu,“ sagði hún að lokum og söng vel valda línu úr ABBA-laginu Thank you for the music, eða takk fyrir tónlistina. - Fréttir úr Mosfellsbæ6 ERU. Brautir sem eru í boði: • Félags- og hugvísindabraut • Náttúruvísindabraut • Opin stúdentsbraut - Almennt kjörsvið - Hestakjörsvið - Íþrótta- og lýðheilsukjörsvið • Framhaldsskólabraut • Framhaldsskólabrú • Sérnámsbraut www.fmos.is Langar þig í FMOS í haust? Opið er fyrir umsóknir til 31. maí fyrir eldri nemendur (fædd 2003 eða fyrr) Lokainnritun nema sem munu útskrifast úr 10. bekk í vor er 6. maí - 10. júní Innritun fer fram í gegnum vef Menntamálastofnunar www.menntagatt.is Kynnið ykkur málið nánar á vefsíðu skólans www.fmos.is Hægt er að bóka heimsókn hjá Svanhildi, náms- og starfsráðgjafa skólans, svanhildur@fmos.is Breikka vegsvæði milli Skarhólabrautar og Langatanga • Umferðaröryggi eykst til muna Tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ mun ljúka í ár vegkaflinn sem um ræðir er 1,1 km að lengd Hjólað í vinnuna stendur til 26. maí Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna er núna haldið í átjánda sinn. Það stendur yfir í þrjár vikur, eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. „Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og sinna sinni daglegu hreyfingu.“ Hljómsveitin VAR hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu. Nefnist hún The Never-Ending Year og kom út þann 24. apríl. Platan var gefin út á vegum bandarísku útgáfunnar Spartan Records en einnig var hún gefin út geisladiski í Japan hjá Rimeout Recordings. Platan hefur fengið frábæra dóma í miðlum um allan heim og má þar nefna að Houston Chron- icle, þriðja stærsta dagblað Bandaríkjanna, fór fögrum orðum um hljómsveitina og plötuna. Platan er plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna en einnig má nálgast plötuna á Spotify. Hljómsveitin fær góða dóma Fyrsta plata VAR arnór, egill, Júlíus og siggi Pétur ráðinn forstjóri Reykjalundar Pétur Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Reykjalundar, endurhæf- ingarmiðstöðvar SÍBS, frá og með 1. júní n.k. Pétur er lyfjafræðingur að mennt og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á mann- auðsstjórnun. Pétur hefur farsæla reynslu af stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu, en hann hefur stýrt Hrafnistuheim- ilunum sl. 12 ár. Á þeim árum hefur hann verið í fararbroddi í öldrunarþjónustu á landsvísu og leitt umfangsmikla uppbyggingu Hrafnistuheimilanna og átt frum- kvæði að nýjungum og breytingum í þjónustu við aldraða. Hann hefur víðtæka reynslu af samskiptum við stjórnvöld og félagasamtök sem mun reynast mikilvægt fyrir framtíðarþróun endurhæfingar- starfsemi á Reykjalundi. Á ýmsu hefur gengið á Reykjalundi í vetur. Birgir Gunnarsson hætti störfum og mikið var um uppsagnir.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.