Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 10
 - Ársreikningur Mosfellsbæjar10 aðeins þrjár íbúðir eftir Nýtt 30 íbúða fjölbýlishús á fallegum útsýNisstað í Þverholti, mosfellsbæ Þverholt 31 – íbúð 207 Ný 114,8 m2, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt bílastæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, borðstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi/þvottahús auk sér geymslu í kjallara. Svalir í suðurátt. v. 58,5 m. Þverholt 29 – íbúð 401 Ný 109,8 m2, 3ja herbergja endaíbúð á 4. hæð, ásamt TVEIMUR bílastæðum í bílageymslu. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, borð- stofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi/þvottahús auk sér geymslu í kjallara. Svalir í suðurátt. v. 64,9 m. Þverholt 31 – íbúð 106 Ný 113,2 m2, 3ja herbergja endaíbúð á jarðhæð með sérafnotareiti á verönd, ásamt bílastæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, borðstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi/ þvottahús auk sér geymslu á jarðhæð. Hellu- lögð afgirt verönd í suðurátt. v. 56,9 m. allar nánari upplýsingar fást hjá fasteigna- sölu mosfellsbæjar í síma 586-8080 svanþór einarsson löggiltur fasteignasali S: 698-8555 svanthor@fastmos.is sigurður gunnarsson löggiltur fasteignasali S: 899-1987 sigurdur@fastmos.islaust við kaupsamNiNg mjög fallegt útsýNi byg g i n ga f é l ag i ð Mjög fallegt og vel skipulagt lyftuhús á 3-4 hæðum auk bílakjallara. Stutt í alla þjónustu. Húsið er einangrað og klætt að utan með fyrsta flokks álklæðningu. Allar íbúðirnar afhendast fullbúnar með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél eru í innréttingu. Innfelld lýsing er að hluta til inni í íbúðum. Byggingaraðili er Byggingafélagið Bakki ehf. sem er fjölskyldufyrirtæki úr Mosfellsbæ með yfir 40 ára reynslu af húsbyggingum. Þrjár íbúðir eftir Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 samþykktur í bæjarstjórn • Íbúum fjölgað um 2.600 manns frá árinu 2017 Rekstur bæjarins gekk vel á árinu 2019 Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var staðfestur á fundi bæjarstjórnar, miðvikudaginn 13. maí, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 416 milljónir sem er um 26 milljóna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifum í sveitarfélaginu og lægri fjármagnskostnaði en ráð var gert fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Ábyrgur rekstur málaflokka Rekstur málaflokka gekk vel og er í ágætu sam- ræmi við fjárhagsáætlun. Rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 9.626 milljónum en sam- kvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 9.345 milljónum til reksturs málaflokka. Fræðslumál eru sem fyrr langstærsti málaflokk- urinn en til hans var varið 5.284 milljónum eða 52,77% skatttekna. Til félagsþjónustu var veitt 1.953 milljónum og eru þar meðtalin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Loks eru íþrótta- og tómstundamál þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.070 milljónum. Árangur styður við endurreisnina fram undan „Rekstur og starfsemi sveitarfélagsins hefur gengið vel á umliðnum árum sem hefur gert okkur kleift að byggja undir framtíðina,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Fólk hefur streymt til Mos- fellsbæjar og íbúum fjölgað um 2.600 manns frá ársbyrjun 2017. „Rekstrarárangur síðustu ára þar sem sveitarfé- lagið hefur verið rekið með góðum afgangi er nú hluti af getu Mosfellsbæjar til að taka á móti þeim mótvindi sem ríkir vegna neikvæðra efnahagslegra áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Árangurinn styður því við þá endurreisn sem nú stendur fyrir dyrum.“ • Rekstrarafgangur 416 m.kr. • Tekjur 12.422 m.kr. • Launakostnaður 5.577 m.kr. • Annar rekstrarkostnaður 5.418 m.kr. • Framlegð 1.427 m.kr. • Veltufé frá rekstri nam 1.239 m.kr. sem er um 10% af tekjum. • Eigið fé í árslok nam 7.197 milljónum og eiginfjárhlutfall 33,9%. • Skuldaviðmið nemur 84,7%. • Íbúafjöldi í lok árs var 12.069. • Íbúum fjölgaði um 640 á árinu 2019. • Mosfellsbær er sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins. • Starfsmenn í árslok voru 784 í 636 stöðugildum. • Um 83% skatttekna er varið til fræðslu-, félagsþjónustu, íþrótta- og tómstundamála. Helstu tölur ársins 2019 samkvæmt ársreikningi mosfellsbæjar helgafellsskóli er stærsta framkvæmd bæjarins á síðustu árum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.