Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 24
 - Bókasafnsfréttir24 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Bókasafnið hefur opnað aftur dyr sínar fyrir gestum og gangandi eftir sex vikna lokun í samkomubanni. Á meðan safnið var lokað nýtti starfsfólkið tímann til að þrífa hillur, fara yfir röðun, grisja og skrá inn alla nýjustu titlana. Safnið er því í sínu fínasta pússi þessa dagana. Starfsfólkið hvetur bæjarbúa til að láta sjá sig og taka að láni nýtt efni og gamalt; reyfara eða sígildar bókmenntir, nýjustu dönsku blöðin, bækur fyrir börnin, skemmtilegar og öðruvísi kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna eða hvað annað sem hugurinn girnist. Kannski er kom- inn tími til að ná sér í bækur um vorverkin? Allir eru hvattir til að virða tveggja metra regluna og sótthreinsa hendur áður en grúskað er í hillum. Því miður er ekki boðið upp á kaffi eins og stendur og ýmis leikföng úr barnadeild hafa verið sett til hliðar í bili. Minnt er á að Mosfellingum stendur til boða ókeypis bókasafnsskírteini og ef skírteinið týnist kostar aðeins 150 kr. að fá nýtt. Velkomin í Bókasafnið! Safnið í sínu fínasta pússi eftir sex vikna lokun í samkomubanni Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. Vinir Mosfellsbæjar X-L Fólk en ekki flokkur - Gleðilegt sumar!

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.