Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 34
KrafTUr HUGaNS Ég er farinn að nota hugarþjálfun í meira mæli en áður. Hugurinn ber mann hálfa leið. Hugarþjálfun er aldrei mikilvægari en á tímum þegar óvissa ríkir. Óvissan getur dregið úr manni kraft og orku, ef maður leyfir henni að taka völdin. Hér er raunverulegt dæmi. Við erum að fara saman hópur til Austurríkis í september að taka þátt í Spartan Race keppni. Utanvegahindrunarhlaupi af bestu gerð. Við erum löngu búin að bóka gistingu og margir sömuleiðis búnir að kaupa flug. Allt saman vel fyrir covid. Staðan í dag er sú að hlaupið er enn á dagskrá og það er stefnt að því að það fari fram. Óvissuþættirnir eru ýmsir. Fer hlaupið fram á réttum tíma eða verður því frestað? Verður Icelandair enn starfandi? Verður hótelið farið á hausinn? Þurfum við að fara í sóttkví ef við komumst á staðinn? Þurfum við að fara í sóttkví þegar við komum heim? Og svo framvegis. Óvissuþættirnir eru fjölmargir. En raunuveruleikinn er að það getur enginn leyst úr þeim akkúrat núna. Hvernig kemur hugurinn inn í þetta dæmi? Jú, við höfum ákveðið að einbeita okkur að því sem við getum haft stjórn á og hugsa sem minnst um hitt í bili. Við ætlum að undirbúa okkur eins og keppnin verði í september. Ætlum að æfa vel, passa mataræðið og almennt vel upp á okkur. Sjá fyrir okkur að við séum að fara í keppnina. Láta okkur hlakka til. Tvennt getur síðan gerst. Keppnin verður haldin eða ekki. Ef hún verður haldin, þá förum við og njótum þess að hafa undirbúið okkur vel. Ef ekki, þá verðum við í toppformi í september og finnum okkur eitthvað annað skemmti- legt og krefjandi að gera. Til dæmis skella okkur í leitir og réttir og hlaupa upp um fjöll og firnindi á eftir léttfættum kindum. Plan B. HeilSUmolar GaUa - Aðsendar greinar34 www.fastmos.is Sími: 586 8080 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Við lifum svo sannarlega furðulega tíma. Ástandið er erfitt, þungt og tekur á okkur öll. Hið opinbera hefur nú hlutverk sem aldrei fyrr að milda höggið og tryggja velferð allra. Því er mikilvægt og gott að ríkissjóður og sveitarsjóður hafi verið vel reknir. Við höfum borgað okkar skatta og skyldur og kjörnir fulltrúar og starfs- menn hins opinbera hafa lagt sig fram um að veita góða þjónustu með sem minnstum tilkostnaði. Skuldir hafa verið greiddar upp í stórum stíl og einmitt nú kemur það sér býsna vel því ljóst er að í gegnum þetta komumst við ekki nema hið opinbera taki að láni fjármuni til að koma okkur í gegn- um brimskaflinn. Um leið þarf að tryggja áframhaldandi tekjur hins opinbera til lengri tíma litið. Það er mikilvægt að lífvænleg fyrirtæki í ferðaþjónustu komist í hýði og geti vaknað aftur þegar ferðamenn fara aftur að streyma til landsins, því það munu þeir svo sannar- lega gera. Það er mikilvægt að við höldum uppi eðlilegri eftirspurn í þjóðfélaginu þannig að veitingarstaðirnir okkar, kaffihús- in, verslanir, iðnaðarmenn o.s.frv. geti áfram starfað. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna miða allar að því að milda höggið, tryggja framfærslu fjölskyldna og standa vörð um þau fyrirtæki sem eiga möguleika, uns erfiðleikarnir eru að baki. Núllstilling og nýtt upphaf Það eru tækifæri í öllu, líka þeim ógn- unum sem við nú stöndum frammi fyrir. Margir hafa verið undir miklu álagi í vinnu á síðustu misserum og haft of lítinn tíma til að sinna sér og sínum. Því er tækifærið nú þegar allt hefur farið í hægagang að sinna því sem skiptir öllu máli, heilsunni og fjöl- skyldunni. Notum þann tíma vel því þar er raunverulegur auður okkar allra. Hagkerfið okkar og heimsins alls hefur stækkað mikið á síðustu árum og í of mikl- um mæli á kostnað umhverfisins. Nú er tækifæri til að núllstilla okkur og huga að sjálfbærni, byggja upp öflugt gott atvinnulíf og samfélag sem tekur mið bæði af þörfum mannsins en líka þörfum umhverfisins og vistkerfisins alls. Við getum öll lagt okkar að mörkum við að styðja umhverfisvænar lausnir, tryggja að neysla okkar byggi á raunverulegum þörfum. Segjum bless við sóun sem einkennt hefur líf okkar fram að þessu. Mosfellsbær fjölskylduvænn útivistabær Það fallega og góða í þessu ástandi er að fylgjast með fólki stunda útivist í gríð og erg og sjá fjölskyldur fara saman í göngu og hjólatúra, slaka á og njóta augnabliksins. Við í Mosó erum einstaklega rík af fallegri náttúru og góðum svæðum sem við getum notið. Leirvogurinn, fellin, fossarnir, árnar, fjörurnar og allir okkar frábæru stígar. Það eru ótrúleg forréttindi að geta á örskots- stundu farið út í ósnortna náttúru. Höldum áfram að huga að líkama og sál og njótum fallega bæjarins okkar. Vonandi getum við svo bráðlega knúsað fleiri en þangað til brosum við og gefum frá okkur hlýju. Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins Furðulegir tímar Innan Mosfellsbæjar eru einungis tvennar fornleifar sem eru á skrá yfir friðaðar fornminjar. Fyrir ára- tugum voru þær teknar á skrá og þar við situr. Þær eru annars vegar gamlar fjárborgir sitt hvoru megin við þjóðveginn uppúr Mosfellsdal, um einn kílómetra austan við Gljúfra- stein. Þá eru fornminjar lengst og vestast í Mosfellsbæ á utanverðu Blikastaðanesi sem á síðustu árum hafa verið að eyðast sökum sjávarrofs. Fyrir um 40 árum birtist grein eftir Kristján Eldjárn fyrrum forseta um rústir þessar og má lesa um þær í greininni: Leirvogur og Þerneyjarsund sem birtist í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1980, bls. 25 og áfram. Talið er að þær séu leifar aðstöðu tengdar verslun og siglingum á miðöldum um Leirvog og Þerneyjarsund. Spurning er hversu unnt er að bjarga því sem bjargað verður. Sjórinn nagar stöðugt í bakkann og skolar jarðveginum burt og þar með þessum fornu rústum. En það eru ýmsar áhugaverðar menn- ingaminjar innan lögsögu Mosfellsbæjar. Syðst í bæjarlandinu er eyðibýlið Elliðakot sem var á ofanverðri 19. öld stórbýli en var yfirgefið skömmu fyrir miðja síðustu öld. Þar er að finna einstakt fyrirbæri sem óvíða má sjá orðið á Íslandi, gamlar traðir um hlaðvarpann. Þessar traðir voru almennt eyðilagðar þegar skurðgröfur og jarðýtur voru teknar í notkun til að slétta út tún. Líklega eru þessar gömlu traðir einna best sýnilegar að Keldum á Rangárvöllum og Núpsstað austast á Síðunni í Skaftafellssýslu. Í Seljadal er gömul rétt, Kambsrétt, sem vel kann að vera að þar hafi verið Viðeyjar- sel á miðöldum. Þar er gömul þjóðleið inn eftir Seljadalnum, vestasta gamla leiðin sem yfir Mosfellsheiðina liggur. Þar var leið þriggja konunga. Því miður hafa ökumenn verið að aka eftir þessari leið og verður það að teljast mjög miður því þessar gömlu hestagötur voru ekki lagðar fyrir jeppa sem kannski eru þyngri en 2 tonn. Eins er með gömlu leiðirnar yfir Mosfells- heiðina. Hefur leiðin sem nefnd hefur verið Gamli Þingvallavegurinn verið stór- skemmd af akstri jeppa undanfar- inna áratuga. Þetta eru hestavegir og þess vegna góðar gönguleiðir, kannski hjólandi en alls ekki ætluð vélknúnum ökutækjum. Aðrar gamlar minjar eru víða eins og gamlar leiðir, vörður, selj- arústir og rústir tveggja sæluhúsa. Líklega verða þær ekki taldar í hættu þar sem þær eru utan almennra leiða en æski- legt væri að varðveita sem mest. Nú er miðað við 100 ára aldur mann- virkja þegar um fornleifar er að ræða. Lagaumhverfið eru lög nr.80/2012 um minningarminjar sem leysti af eldri lög eins og þjóðminjalög, lög um húsafriðun og fleira. Gömul hús og byggingar eru ekki mörg innan Mosfellsbæjar. Elsti hluti Laxness- bæjarins er frá lokum 19. aldar þá Páll Ví- dalín hrossakaupmaður var þar með sína starfsemi. Skammt þar frá er gamli bærinn að Hraðastöðum frá því í byrjun 20. aldar. Elsta húsið á Blikastöðum, gamli bærinn, er frá því um 1910 og stendur að húsabaki norðan við. Og ekki má gleyma sjálfri Lágafellskirkju, eitt fegursta og mesta húsadjásnið í Mosfellsbæ. Gamli bærinn á Lágafelli var fluttur niður í kvosina ofan við Hlíðartúnshverfið. Það hús er frá því um aldamótin 1900. Þá er í Mosfellsdal gamalt frístundahús, Hjaltastaðir sem Hjalti Jónsson, Eldeyjar- Hjalti, reisti fyrir um 100 árum síðan. Lík- lega er þetta eitt af elstu húsum sinnar teg- undar og er augljóst vitni um nýja og betri tíma þegar íslensk borgarastétt kemur sér upp sveitarsetri. Þetta lágreista hús ber aldurinn vel en því hefur verið mjög vel haldið og er í eigu niðja Hjalta að því mér best skilst. Þar er gamall trjálundur sem mun vera nálægt 90 ára gamall að stofni til og Eldeyjar-Hjalti gróðursetti. Og það mætti sjálfsagt bæta við þessa skrá en það er hlutverk samtíðarinnar hverju sinni að færa til bókar það sem rétt þykir að halda til haga. Guðjón Jensson Fornleifar og elstu húsin í Mosfellsbæ Y A M 2 7 0 M o s f e l l s b æ yamrestaurant@gmail.com Allur matur er eldaður eftir pöntun og því er enginn matur tilbúinn fyrirfram. Þar af leiðandi er alltaf allavega 10 mínútna bið eftir matnum stundum þegar mikið er að gera getur því biðin verið löng. Kíkið nýja matseðil á. Nýr Opnunartími THAI FOOD RESTAURANT Y A M If you never try G tt bragð ............. K j a r n a , Þ v e r h o l t 2 .............. .............. good and delicious food 17.00 – 20.30 o betri smekkur You never know Lau - Sun : 16.30 - 20.30 .............. NEW OPEN yam@yam.is tel : 552 - 66 - 66 yamrestaurant Y A M 2 7 0 M o s f e l l s b æ ya re taurant@gmail.com Allur matur er eldaður eftir pöntun og því er enginn matur tilbúin fyrirfram. Þar af leiðandi er alltaf allavega 10 mínútna bið eftir matnum stundum þegar mikið er að gera getur því biðin verið löng. Kíkið nýja matseðil á. Nýr Opnunartími THAI FOOD RESTAURANT Y A M If you never try Gott bragð ............. K j a , Þ v e r h o l t 2 .............. .............. good and delicious food 17.00 – 20.30 og betri smekkur You never know Lau - Sun : 16.30 - 20.30 .............. NEW OPEN yam@yam.is tel : 552 - 66 - 66 y mrestau ant Y A M 2 7 0 M o s f e l l s b æ yamrestaurant@gmail.com Allur matur er eldaður eftir pöntun og því er enginn matur tilbúinn fyrirfram. Þar af leiðandi er alltaf allaveg 10 mínútna bið eftir matnum stundum þegar mikið er að gera getur því biðin verið löng. Kíkið nýja matseðil á. Nýr Opnunartími THAI FOOD RESTAURANT Y A M If you never try Gott bragð ............. K j a r n a , Þ v e r h o l t 2 .............. .............. good and delicious food 17.00 – 20.30 og betri smekkur You never know Lau - Sun : 16.30 - 20.30 .............. NEW OPEN yam@yam.is tel : 552 - 66 - 66 yamrestaurant ...fylgstu med okkur á facebook www.facebook.com/mosfellingur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.