Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ Elektra Dís og Eyþór Bjarni fæddust þann 15. janúar 2020 á Landspítalanum. Foreldrar þeirra eru Eyþór Ingi og Sandra Dís og eru þetta þeirra fyrstu börn. Í eldhúsinu COVID- tímar Það er nú svo sannarlega rétt að við lifum á skrýtnum tímum, að minnsta kosti höfum við flest ekki upplifað aðr a eins tíma og hafa geisað nú. Á þeim tæpu 40 árum sem ég hef lifað hefur slíkur heimsfaraldur ekki haft e ins mikil áhrif á mitt daglega líf og annarr a í kringum mig sem ég þekki eins og þes si faraldur. Maður hefur í gegnum árin séð og upplifað ýmislegt en það hefur alltaf verið í skjóli einangrunar okkar á Íslandi og við aðeins getað upplifað og ímyndað okkur það í gegnum dagblöð , sjónvarps- og tölvuskjái. En ég tel að við Íslendingar séum bjartsýnisfólk upp til hópa og höfum lifað á á þessum fræga frasa „þetta reddast“. Við höfum skriðið úr torfkof- unum og vesæld og harkað af okkur hvað svo sem náttúruöflin og annað hefur haft upp á að bjóða í gegnum ári n og aldirnar. Við erum orðin svo góðu vön með okkar nútímaþægindum að það er ekki fyrr en við getum ekki nýtt þau að við teljum okkur eiga um sárt að binda. Við getum ekki farið á Barion o g dottið í það, við þurfum að bíða í heila r átta mínútur eftir að fá afgreiðslu á kassanum í Krónunni, komumst ekki í hárgreiðslu (það hlaut að koma að því að það væri ljós punktur að vera sköllóttur!) eða farið í fótsnyrtingu þegar við heimtum, komumst ekki á hlaupabrettið eða í lóðin í ræktinni og getum ekki farið á Tenerife um páskan a. Ég er hræddur um að langafar okkar o g ömmur hefðu rassskellt okkur undan þessu væli. En það er til fólk sem á virkilega um sárt að binda og fólk sem hefur veikst illa og dáið. Ekki bara það sem við lesum um úti í heimi heldur í okkar næ r umhverfi. Ég er ekkert undanskilinn þessu væli, enda kannski mesti vælu- kjóinn af okkur öllum. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að þegar við lok s- ins töfrum fram sigurlagið í Evróvision er keppnin blásin af, og loksins þegar við Púlarar erum komnir með aðra ef ekki báðar hendur á dolluna eru mikl ar líkur á því að árangurinn verði að eng u og tímabilið þurrkist út. Og þegar mað ur var orðinn grimmur í ræktinni að skaf a af sér lýsið þá lokar Víðir World Class. Vandamál heimsins eru stærri og meiri en að þurfa að bíða í röð í ríkinu . Tökum okkur tak og látum hendur standa fram úr ermum. Sól fer að hæk ka á lofti og það koma bjartari tímar. Þett a reddast. Unnur og Gunni skora á Ingibjörgu og Sölva að deila með okkur næstu uppskrift Unnur Sigurðardóttir og Gunnar Freyr Þrast- arson deila að þessu sinni með Mosfellingi uppskrift af Kjöt í karrý, uppskriftin er fyrir fimm manns. Aðferð: Lambakjötsbitar / sneiðar sett í pott með vatni sem nær rétt yfir ásamt smá salti (eftir magni á kjöti, t.d. 1 kg súpukjöt/sneiðar þá um 1 msk salt.) Kjötið látið sjóða í 1 og ½ tíma ca. Til 2 tíma (eftir sneiðum/bitum). Sósan: • 6 dl soð • 2 tsk karrý • 3 msk hveiti • 1 og ½ bolli mjólk Sigta soð af kjötinu í pott, setja karrý útí. Þykkja með því að hræra/hrista saman hveiti og mjólk og hella rólega útí soðið þegar suðan er komin upp, hræra með písk á meðan. (ekki víst að þurfi að klára blönduna) Láta malla í smá stund (3-5 mín) Smakka til og bæta kjötkrafi útí eftir þörfum (notum helst Lamba eða Okse kraftinn frá knorr). Svo aðalatriðið er að setja slatta af rjóma útí sósuna, kannski einn bolla ca, en best að smakka til. Gott að hafa hrísgrjón og kartöflur með en aðalatriðið er sósan.  Verðiykkuraðgóðu. Högni snær Kjöt í karrý hjá Unni og gUnna heyrst hefUr... ...að verið sé að útbúa kaffihús á gamla Ásláki hjá Alla Rúts. ...að yfir 50 manns hafi sótt um stöðu framkvæmdastjóra Aftureldingar á dögunum. ...að nýr framkvæmdastjóri, Kristrún Kristjáns, sé fyrrum varaformaður félagsins. ...að Steindi og Sigrún hafi eignast stelpu á dögunum. ...að frægasti bakvörður landsins í Covid-ástandinu komi úr Mosfellsbæ og sé m.a. búin að vera virk í stjórn stjórnmálaflokks og foreldrafélags hér í bæ. ...að séra Skírnir, sem hröklaðist frá störfum í Lágafellssókn hér um árið, hafi verið rekinn endanlega sem hér- aðsprestur eftir að mál bakvarðarins kom upp. Tengist það trúnaðarbresti gagnvart konunni. ...að söngkonan Stefanía Svavars sé búinn að gefa út nýtt lag sem nefnist Flying ...að Simmi Vill sé búinn að kaupa sér hús í Leirvogstungu. ...að búið sé að opna golfvöllinn í Mosó og hann sé búinn að vera stappfullur síðan. ...að búið sé að fresta Liverpool- skólanum á Tungubökkum til 10.-12. ágúst. ...að knattspyrnuvöllurinn að Varmá sé búinn að fá nafnið Fagverks- völlurinn. ...að athafna- og hlaðvarpsmaðurinn Hæhæ!-Helgi Jean sé búinn að taka í gegn hús við Krókabyggð og kalli það Kakókastalann Skál. ...að fyrsti leikur strákanna í Inkasso verði gegn ÍBV 28. júní en stelpurnar taka á móti Tindastól 18. júní. ...að íbúar í Leirvogstungu finni sorplyktina af Álfsnesi meira en nokkru sinni fyrr þessa dagana. ...að Jako sé með mikla tilboðsdaga á Aftureldingarvörum út maí á www.jakosport.is. ...að verið sé að græja kósý Kjarna. ...að Ragnheiður Ríkharðs sé búin að semja texta á væntanlega plötu Kalla Tomm, ÓK. ...að Facebook-áskorun knatt- spyrnudeildar Aftureldingar hafi heldur betur slegið í gegn og nokkrir hundrað þúsund kallarnir dottið inn á reikninginn frá Mosfellingum. ...að ærslabelgurinn á Stekkjarflöt sé kominn úr vetrardvala. ...að Alli Rúts (74) eigi afmæli í dag. ...að hin efnilega handboltastjarna okkar Mosfellinga, Þóra María, sé gengin í raði HK. ...að Vínbúðin muni flytja sig í næsta bil í Kjarnanum í lok maí. ...að umfangsmikil kanabisræktun í Helgafellshverfi hafi verið stöðvuð á dögunum. ...að Kolla og Siggi Kalli eigi von á barni. mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrst hefur...36 Aðalfundur Viðreisnar í Mosfellsbæ verður haldinn þriðjudaginn 2. júní kl: 20:00 á skrifstofu Viðreisnar, Ármúla 42 108 Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Allir félagsmenn velkomnir. Stjórnin. AðAlfunduR ViðReisnAR í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.