Mosfellingur - 04.06.2020, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 04.06.2020, Blaðsíða 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Bragi Bergmann Steingrímsson 2. varamaður bbergman@hive.is StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu - Fréttir úr bæjarlífinu8 Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Mosfellsbær í 2. sæti í Hjólað í vinnuna Mosfellsbær tók þátt í Hjólað í vinnuna nú í maí enda er Mos- fellsbær heilsueflandi samfélag. Starfsmenn Mosfellsbæjar hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessari keppni og náðu þeim árangri að verða í 2. sæti í flokki fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem hafa 800 eða fleiri starfsmenn en í fyrra náði bærinn 3. sæti í sínum flokki. Frábær þátttaka var þetta árið, en alls voru 73 starfs- menn bæjarins skráðir í keppnina sem hjóluðu samtals 4.102 km og 541 dag. Á meðfylgjandi mynd má sjá Marco Pizzolato, Sigurbjörgu Fjölnisdóttur og Tómas Guðberg Gíslason taka við viðurkenningu fyrir hönd Mosfellsbæjar frá Hjólað í vinnuna en verðlaunaafhendingin fór fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal þann 29. maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfis- vænum og hagkvæmum samgöngu- máta. Það er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í dag- legu lífi að nota virkan ferðamáta. Í ár þurfti að aðlaga verkefnið að breyttum aðstæðum í samfélaginu. dÖnSUM aFtUr :) Dansinn hjá Auði Hörpu byrjar aftur mið- vikudaginn 3. júní kl 14:15 í íþróttahúsinu Varmá. Við dönsum alla vega saman i mánuð og tökum þá stöðuna, ekkert mál að halda góðu bili í svona stórum sal. Við erum öll almannavarnir:) Hlakka til að sjá ykkur, kveðja, Auður Harpa SUMar 2020 Vegna ástandsins í vetur verður lítið lokað hjá okkur í handverks- stofunni í sumar en þó gæti farið svo að einhverjir lokunardagar yrðu, þeir verða auglýstir nánar. Ýmislegt skemmti- legt verður um að vera hjá okkur í sumar, fylgist því endilega með á facebook-síðu okkar (Félagsstarfið Mosfellsbæ) eða póstinum okkar frá FaMos:) Allir viðburðir verða sértaklega auglýstir:) VIlJIð þIð prJÓna eða HeKla FyrIr oKKUr? Ef svo er þá erum við með nægt garn og þiggjum alltaf aðstoð í prjónaskap fyrir basarinn okkar. Ef ykkur langar að leggja okkur lið hafið þá samband við forstöðumann félagsstarfins, Elvu Björgu í síma 6980090 eða sendið póst á elvab@mos.is Heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember 2019 starfsstjórn yfir Reykjalundi til að stýra stofnuninni meðan unnið væri að endur- skoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Nú hefur starfsstjórnin kynnt starfsfólki Reykjalundar framtíðarfyrirkomulag stjórn- unar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. M.a var kynnt nýtt skipurit sem tók gildi 1. júní og var unnið í samráði við starfsfólk. Óhagnaðardrifið einkahlutafélag Á fundinum kom fram að stofnað hefur verið sérstakt félag um rekstur endurhæf- ingarþjónustu á Reykjalundi. Nýja félagið verður óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem verður óháð stjórn SÍBS. Eins og kynnt var nýlega hefur Pétur Magnússon verið ráðinn forstjóri og tók hann til starfa 1. júní. Stjórn hins nýja hlutafélags skipa Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, for- maður, Gunnar Ármannsson lögmaður, meðstjórnandi, Haraldur Sverrisson bæj- arstjóri, meðstjórnandi, Arna Harðardóttir sjúkraþjálfari, varamaður. reykjalundur áfram í fararbroddi Stefán Yngvason formaður starfsstjórnar er ánægður með ávinning af starfi starfs- stjórnarinnar. „Að loknu þessu sex mánaða tímabili starfsstjórnar Reykjalundar er ég sannfærður um að við höfum fundið mjög farsæla lausn og að framtíðin er björt fyrir Reykjalund og endurhæfingarþjónustu í landinu. Á Reykjalundi er metnaðarfullt fagfólk og með þessum breytingum er stigið stórt skref til að tryggja að Reykjalundur verði áfram í fararbroddi í endurhæfingu í ís- lensku heilbrigðiskerfi.“ Hlutverk SÍBS til framtíðar sem eiganda Reykjalundar endurhæfingar ehf. verður fyrst og fremst að fjármagna uppbyggingu á staðnum. Daglegur rekstur endurhæf- ingarþjónustunnar mun áfram byggjast á samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Tryggt verður að launakjör, lífeyrisréttindi og önnur réttindi og skyldur starfsmanna Reykjalundar haldist óbreytt hjá nýja fé- laginu. Starfsstjórn hefur tilkynnt nýtt framtíðarfyrirkomulag • Nýr forstjóri tók við 1. júní nýtt rekstrarfélag um reykjalund gunnar, anna, pétur, haraldur og arna NÝIR OG GLÆSILEGIR JEEP® JEPPAR OG RAM PALLBÍLAR TIL SÝNIS, BREYTTIR OG ÓBREYTTIR GRAND CHEROKEE 33” OG 35 BREYTTIR, WRANGLER 35”, 37” OG 40” BREYTTIR. GLÆSILEG JEPPASÝNING laugardaginn 6. júní á milli kl 12-16 FERÐASTU UM ÍSLANDALLT • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU STAÐALBÚNAÐUR GRAND CHEROKEE STAÐALBÚNAÐUR WRANGLER RUBICON VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. VERÐ FRÁ: 11.990.000 KR. • DÍSEL 200 HÖ / BENSÍN 273 HÖ • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF - SELECT-TRAC® MILLIKASSI • TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ RAM PALLBÍLAR MEÐ 37” OG 40” BREYTINGUM TIL SÝNIS RAM 3500 GRAND CHEROKEE OVERLANDGRAND CHEROKEE TRAILHAWK WRANGLER 40” BREYTTURWRANGLER WRANGLER 37” BREYTTUR GRAND CHEROKEE TRAILHAWK 33” BREYTTUR RAM 3500 37” BREYTTUR RAM 3500 40” BREYTTUR Á ALVÖRU JEPPA MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 VERÐ ÁN VSK. FRÁ: 7.302.000 KR. - VERÐ MEÐ VSK. FRÁ: 9.054.480 KR. lionsfélagar í heimsókn á hömrum Hjólafélagið Team Cintamani var formlega lagt niður í vetur og gáfu strákarnir Björgunarsveitinni Kyndli allar sínar eigur við slit félagsins. Alls gáfu þeir Björgunarsveitinni Kyndli 162.000 krónur sem koma án efa að góðum notum. Fyrrum félagar í Team Cintamani stunda nú íþrótt sína undir merkjum hjóladeildar Aftureldingar. Slitu félaginu og styrktu Kyndil félagar í team cintamani

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.