Mosfellingur - 04.06.2020, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 04.06.2020, Blaðsíða 30
Bjarnarganga á Stöðvarfirði Við vorum á Kirkjubæjarklaustri um helgina, ég, frúin og sá yngsti ásamt góðum vinum okkar. Þetta var ótrúlega notaleg helgi. Góð samvera, leikir, spil, útivera og magnað umhverfi. Ég fór eftir helgina að pæla í því hvernig jákvæðar tengingar ég hefði við hina ýmsustu staði landsins. Rúllaði í gegnum þann leik með sjálfum mér að velja stað af handahófi og rifja upp jákvæða og heilbrigða minningu þaðan. Án þess að ofhugsa eða velja staði sem enginn hefur komið til. Hér eru nokkur sýnishorn: Ísafjörður – fjölskylduganga upp í Naustahvilft; Akureyri – ganga frá flugvellinum inn í bæ, beint á Bláu könnuna í spínatböku og kaffi; Hafravatn – fá að prófa uppblásið SUP bretti hjá ókunnugum; Horna- fjörður – útiæfing með góðu fólki við apastigann fyrir neðan Hótel Höfn; Vestamannaeyjar – ganga upp á Heimaklett; Hvalfjörður – sjó- sund við ryðgaða bryggju; Bifröst – spretthlaup upp Grábrók; Esjan – rösk ganga að Steini, hlaup niður „hinum“ megin; ónefnd gil og gljúfur – ævintýraferðir með ævintýrafólki; Hengilssvæðið – heimagerður heitur pottur með æskufélögum; Búðardal- ur – fótboltaleikir á battavellinum í stoppi á leiðinni á Strandir; Stöðvar- fjörður – bjarnarganga hjá „Gangið ekki á grasinu“ skilti; Sauðárkrókur – körfuboltakeppnisferðir; Djúpavík – kaffi í fjöruborðinu. Þetta eru bara nokkur dæmi, ég hefði getað haldið lengi áfram. Ég komst að því að ég get tengt einhverja jákvæða upplifun við alla, leyfi ég mér að fullyrða, staði sem ég hef komið á. Bæði á Íslandi og erlendis. Það sem svona æfingar/leikir gera fyrir mann er að fylla mann þakklæti. Þakklæti fyrir allar þessar góðu minningar. Að hafa fengið og tekið þátt í að búa þær til. Njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Við bjuggum til nýjar svona minningar á Klaustri um síðustu helgi. Þær fara í minninga- bankann með hinum. Og ég á eftir að búa til margar nýjar með mínu fólki í ár og komandi ár. Njót- um ferðalagsins! HeilSumolar gaua - Aðsendar greinar30 www.fastmos.is Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Lau, Sun : 16.30 – 20.30 Y A M 2 7 0 M o s f e l l s b æ yamrestaurant@gmail.com Allur matur er eldaður eftir pöntun og því er enginn matur tilbúinn fyrirfram. Þar af leiðandi er alltaf allavega 10 mínútna bið eftir matnum stundum þegar mikið er að gera getur því biðin verið löng. w w w . y a m . i s Nýr Opnunartími Offer of the month THAI FOOD RESTAURANT Y A M THAI FOOD RESTAURANT Tilboð mánaðarins ............. 1.MASSAMAN W/Chicken or Tofu 17.00 – 20.30 K j a r n a , Þ v e r h o l t 2 1,990.kr .............. 2.PAD THAI coconut milk, potato and peanuts. noodles with chicken, egg and peanuts. with chicken, egg, broccoli and onions chicken with chili, onion and basil 3.FRIED RICE 4.KRA PROW chili and basil 5.SWEET AND SOUR pork, cucumber, pineapple, onion, paprika Nr 1, 4 and 5 rice include You never know If you never try ! S: 552 - 66 - 66 Manneskjan er félagsvera. Fólki sem býr við langvarandi félagslega einangrun er hættara við ýmsum líkamlegum kvillum og verri heilsu en öðrum. Félagsskapur, má því segja, er því lýðheilsumál. Félags- leg einangrun á sér gjarnan erfiðan fylgifisk: Einmanaleikann. Nú á tímum COVID-19 eru margir að upplifa einangrun í fyrsta sinn og eiga erfitt með að takast á við tilfinningarn- ar, streituna og þá vanlíðan sem getur fylgt því. Sjálfsefi, kvíði og erfiðar hugsanir geta leitað á fólk. Það er eðlilegt að eiga erfitt með að takast á við aðstæðurnar, við höfum fæst þurft að gera þetta áður. Einmanaleiki er ekkert til að skammast sín fyrir, við getum öll upplifað hann. Til allrar hamingju er ástandið tímabundið fyrir flesta. Því miður er það þannig að sumir þekkja aðstæðurnar alltof vel og hafa glímt við slíkt í lengri tíma. Félagsleg ein- angrun og einmanaleiki eru allt of algeng og fylgja fólki á öllum aldri í öllum kimum samfélagsins. Á meðan við sjáum fólk fjalla um áskor- anir sem fylgja því að vinna heima með alla fjölskylduna og börnin í kringum sig þá eru margir sem búa einir og hafa ekki þann félagsskap í kring- um sig. Að búa einn og vinna að heiman, hafa lítil sem engin tengsl við vinnufélagana eða fólkið sem maður hittir annars oft í viku í lík- amsrækt eða öðrum tómstundum. Þarna skiptir miklu máli að átta sig á því að það er eðlilegt að finna fyrir erf- iðum tilfinningum í einangrun og þessum óeðlilegu aðstæðum. Það skiptir öllu máli að átta sig á því að þetta ástand tekur enda og á meðan getum við öll leitað eftir aðstoð, tengt okkur við félagsskap, leitað til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og fengið síma- eða gönguvin hjá Rauða krossinum til að spjalla við. Við berum öll ábyrgð á því að gera það sem við getum til að sýna náunganum kærleik og eftirtekt. Við eigum öll erindi og skiptum öll máli í samfélaginu. Fólk sem fer nú út að ganga: Takið hvert eftir öðru, horfið á fólk, heilsið, brosið hvert til ann- ars. Allir þessir litlu hlutir sem kosta okkur ekki neitt gera samt svo ótrúlega margt til að bæta samskipti og samfélagið. Rétt eins og við erum öll almannavarnir og öll barna- vernd, þá erum við öll mikilvægur hluti af samfélaginu sem við byggjum saman. Á meðan faraldurinn er enn viðloðandi eru margir kvíðnir, hræddir og smeykir við að fara út úr húsi. Á meðan býður Rauði krossinn fólki að fá símavin eða gönguvin. Símavinir eru sjálfboðaliðar sem hringja daglega, eða tvisvar í viku, í fólk sem þess óskar. Á nokkrum vikum hefur fjöldi þátttak- enda í símavinunum margfaldast, margir eru tímabundið í einangruðum aðstæðum á meðan aðrir glíma við það til lengur. Rauði krossinn kemur til móts við þarfir hvers og eins. Fólk sem vill gjarnan fara út að ganga, en vill síður gera það eitt eða þarf smá hvatningu til að fara, getur fengið gönguvin. Þá miðast samveran við að farið sé í göngutúr einu sinni í viku og spjallað. Hægt er að óska eftir tímabundnum göngu- og/eða símavin á kopavogur@ redcross.is og það má líka halda því opnu hvort maður vill e.t.v. halda áfram að hitta sjálfboðaliða þegar COVID-19 takmörkun- um verður aflétt. Silja Ingólfsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Kópavogi Félagsskapur er lýðheilsumál

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.