Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 14

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 14
74 FEEYR Skógar, — Skóggræðsla. Erá elstu tíinum hefir skógarhögg verið «tundað i öllum bygðum löndum, hefir það eingöngu verið í því fólgið,' að fella trén til þess að hafa þau til bygginga, eldiviðar eða annarra gagnsmuna; en ekkert gert til þess að halda skógunum við með sáningu eða annari græðslu, alt fram á seinustu aldir. Oft hafa skógarnir verið eyddir með eldi og járni, ein- ungis með því augnamiði að rækta annan gróð- ur á landinu, sem hefir verið arðmeiri, eða sem álitin hefir verið arðmeiri. Af þessu hef- ir leitt, að þéttbygðustu löndiu hafa smátt og smátt orðið fátækari af skógum, og skógurinn hefir jafnvel gjöreyðst í stórum héruðum. Stundum hafa skógarnir horfið Og orðið að lélegu kjarri fyrir illa meðferð, án þess hægt sé að segja að ofmikið hafi verið höggv- ið í þeim, ef það hefði verið gert með nær- gætni og þekkingu. Hér kemur líka fleira til greina, en skógarhöggið; hlifðarlaus beit í skógunum hefir sömu afleiðingar, sem heimsku- legt skógarhögg; skógarnir eyðast eða verða fyr eða síðar að lélegu kjarri, ekki sízt ef að skilyrðin fyrir þrifum þeirra hafa verið léleg frá náttúrunnar hendi, annaðhvort vegna óhlíðu veðuráttunnar eða ófrjósemi jarðvegsins. Hér á landi sjást þessar raunalegu afleiðingar illr- ar raeðferðar skóganna svo ljóst og átakanlega, að því þarf ekki að lýsa. Heilar sveitir og bygðarlög eru svo gjöreydd skógi, að það er engu líkara en að heill her af óaldarseggjum hafi öldum saman farið um landið og rænt og ruplað hverjum einasta tanna, sem til skógar eða trjátegunda gat talist. Það er ekkert eins dæmi, þó að skógarn- ir hafi verið eyðilagðir á Islandi. Svo hefir verið víða annarsstaðar t. d. Danmörku; þar voru skógarnir fyrir 50—100 árum síðan orðn- ir svo litlir, að ekki nam nema um 4°/0 af öllu landinu, og hefir þó Damnörk í fornöld verið anjög auðug af skógum. Á síðari hluta aldar- dnnar sem leið hafa Danir aukið skógana hjá sér að miklum mun, svo að nú eru þeir nálægt 7°/0 af flatarmáli landsins; en samt er Dan- inörk eitt af skógarfátækustu löndunum í Evrópu; það eru einungis Bretlandseyjarnar, Portugal og eftil vill Niðurlöndin, sem standa þar neðar á hlaði. Mestir skógar í Evrópu eru í Svíþjóð, á Einnlandi, Rússlandi og í suðurfylkjum Þýzkalands. I Noregi eru all- miklir skógar, en þar hafa þeir stöðugt mink- að, vegna þess að skógarhögg er stöðugt þar í mjög stórum stíl, en skógræðsla ekki að sama skapi. Þó er síðustu árin stöðugt lögð meiri og meiri stund á skógrækt, og í sumum héruðnm landsins hefir skógurinn vaxið að miklum mun á síðustu árum. Mjög er það mismunandi, hve fljótt skóg- arnir eyðileggjast þó að illa sé með þá farið. Stundum hafa þeir eyðst eða orðið að lélegu kjarri á einum eða tveim mannsöldrum, en annarsstaðar, þar sem skilyrðin fyrir þrifum þeirra hafa verið betri, hefir baráttan milli hinna eyðileggjandi og hlífðarlausu aðfara manna og skepna á aðra hlið, og lífsafl og gróðrarkraftur skóganna á hina, staðið svo mörgum öldum hefir skift. Einnig getur það komið fyrir að skógarn- ir eyðileggist af öðrum ástæðum en hér eru taldar t. d. af sjúkdómum, fyrir hyltiugar nátt- úrunnar, eða af því að vaxtarskilyrðin breytast að öðru leyti. Þannig geta skógarnir eyðst eða beðið meiri eða minni hnekki af svömpum, skorkvikindum, eldgosum, saudfoki, skriðhlaup- um, eða af því að jarðvegurinn verður votari eða þurrari en hann áður var. Eftir því sem skógarnir hafa minkað, hef- ir verð á timbri og brenni hækkað, og menn hafa lært að meta skógana og þau hlunnindi, sem þeim fylgja, og jafnframt hefir það kent mönnum að halda við þessum gæðum náttúr- unnar, sem á fyrri öldum voru svo ríkulega úthlutuð og útbreidd um öll lönd, en eins og vant er undir slíkum kringumstæðum, lítils metin. Skóggræðslan hefir fyrst á síðustu öldum fengið nokkra verulega þýðingu og útbreiðslu. Eyrsta vísi hennar má þó ef til vill rekja nokkuð langt aftur i tímann. Eru það helzt munkar, sem á miðöldunum fengust við að gróðursetja tré, eða sá trjáfræi hér og þar, einkum þó í kringum klaustrin. Mest var það samt fólgið í því, að gróðursetja smáhólma,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.