Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 6
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ inn O’Callaghan sett nýtt heimsmet og kastaS: 60.57 mtr., og hefir þar með slegiö hiö 24 ára gamla met Ryans um næstum 3 metra. En þaö er búist viö aö þetta met fáist ekki viöurkennt vegna þess, aÖ írar eru ekki í alþjóöa frjáls-íþróttasambandinu. Þetta met Callaghans er, ef reiknaö er eftir stigum, hiö þriðja besta af núverandi heimsmetum. Aðeins kúluvarp Torrance og 110 mtr. grindahlaup Forrest Towns eru betri. Callaghan var ólympiskur sigur- vegari í sleggjukasti 1928 og 1932, en á olympsleik- unum í fyrra voru írar ekki þátttakendur. Á öllum olympsleikum, að 2 undanteknum, hafa írar veriö sigurvegarar í sleggjukasti og öll heimsmetin hafa veriö sett af írskum mönnum. í einnar mílu hlaupi (1609 mtr.) setti Englend- ingurinn Wooderson nýtt heimsmet í ágústmánuði á 4 mín. 6.6 sek. Á árunum 1868—1895 áttu Eng- lendingar heimsmetið á þessari vegalengd, en þá tóku Bandaríkjamenn þaö og héldu því samfleytt til ársins 1923. En þá kom Nurmi til sögunnar og endurheimti metiö til Evrópu. Tími hans var 4 mín. 10.4 sek., og stóð það óhaggað til 1931, að Frakk- inn Ladouméque færöi þaö niöur í 4:09.2. Áriö J933 var metiö flutt yfir til Nýja-Sjálands' af Love- lock, sem hljóp á 4:07.6, en árið' eftir er það komið til Bandaríkjanna og þá var það Cunningham, sem hljóp á 4:06.8. Þessum 2 síðastnefndu hlaupurum lenti saman í úrslitum 1500 metra hlaupsins á olympsleikunum í fyrra og bar þá Lovelock sigur úr býtum, en Cunningham varð nr. 2. Nú hafa Eng- lendingar tekið af þeim þrætueplið í bili, en það er óvíst aö þeir láti sér þaö lengi lynda. Margar millilandakeppnir hafa fariö fram í frjáls- um íþróttum á sumrinu, en því miður er ekki unnt aö segja frá þeim öllum svo nokkurs virði sé. Sú keppni, sem einna mesta athygli hefir vakið hér í álfu, var háð á olympíuleikvanginum í Beriin milli Svía og Þjóðverja í septembermánuði, og fór þann- ig, aö Svíar sigruðu með 107 stigum gegn 101. Þessi úrslit munu hafa komið mörgum á óvart, bæði vegna þess, að Þjóðverjar voru álitnir ein- hver sterkasta íþróttaþjóð í Evrópu, og svo var hitt, að keppnin fór fram á þeirra leikvangi, en það atriði, hvort menn keppa á heimaleikvangi eða ekki, hefir mjög mikla þýðingu og getur oft ráðið úrslitum. Keppnin stóð yfir í 2 daga, laugardag og sunnudag, og skal hér á eftir skýrt frá, hvernig leikar fóru í hinum einstöku íþróttagreinum. Hvor þjóð um sig hefir 2 keppendur í hverri íþrótt. 800 metra hlaup: 1) Harbig, Þýskal., 1 min. sek. 2) Lennart Nilsson, Svíþjóð, 1:53.o. 3) Bertil Andersson, Svíþjóð, 1 :53-4. 4) Linnhoff, Þl., 1 155.1. Svíarnir höfðu forystuna mestan hluta hlaupsins, eða þar til Harbig spretti fram úr þeim á síðustu beygjunni. Fyrri 400 mtr. voru hlaupnir á 57 sek. Hlaupið gaf Þl. 6 stig og Svíþjóð 5 stig. 100 metra hlaup: 1) Lennart Strandberg, Svíþj., 10.6 sek. 2) Borchmeyer, Þl., 10.6 sek. 3) Necker- mann, Þýskal., 10.7 sek. 4) Lennart Lindgren, Svíþjóð, 10.9 sek. Viðbragðið var mjög jafnt hjá öllum, en eftir fyrstu 10 metrana var Borch- meyer í fararbroddi og eftir 50 mtr. var hann ca. % meter á undan Strandberg, en þá byrjaði Svíinn að draga á og þegar 10 metrar voru eftir að marki voru þeir hliö við hlið og úr því var Strandberg viss, því honum er sérstaklega viðbrugðið fyrir góðan endasprett. Nú hlaut Svíþj. 6 stig, en Þl. 5. 1500 metra hlaup: 1) Áke Jansson, Svíþj., 3 mín. 52.4 sek. 2) Schaumburg, Þl., 3:53-2. 3) Henry Jonsson, Svíþj., 3:53.4. 4) Stadler, ÞL, 4:05.0. Það var almennt reiknað með því, að „Kálarne" (en svo er Henry Jonsson oftast nefndur) myndi vinna þetta hlaup, því hann er nú álitinn jafn-besti hlaup- ari, sem uppi er á vegalengdum frá 1500—5000 mtr. En hann virtist venju fremur daufur og þreytu- legur i þessu hlaupi. Hann leiddi þó meiri hluta hlaupsins og fór mjög geyst framan af. 400 mtr. hljóp hann á 59.3 sek. og 800 mtr. á 2 mín. 2.2 sek. Það var eina bótin, að landi hans hjálpaði upp á sakirnar og tók við, þegar farið var að draga af „Kálarne“. Hér fékk Svíþj. 7 stig en Þl. 4. 110 metra grindahlaup: 1) Hákan Lidman, Svíþj., I4.6 sek. 2) Wegner, Þl„ 14.8 sek. 3) Kump- mann, ÞL, 14.9 sek. 4) H. Nilsson, Svíþj., 15.0 sek. Wegner náði bestu viðbragði og var í fararbroddi á 6. grind, þegar Lidman, eins og væri honum skot- ið úr fallbyssu, komst á hlið við hann og litlu síðar skildi við hann fyrir aftan sig. Svíþjóð 6 stig, Þl. 5. Sleggjukast: 1) Hein, ÞL, 57.22 mtr. 2) Blask, ÞL, 51.88 mtr. 3) G. Jonsson, Svíþj., 50.84 mtr. 4) Linné, Svíþjóð, 5°-°° mtr. Hein hafði greinilega yfirburði yfir alla hina og er afrek hans nýtt þýskt met. ÞL 8 stig, Svíþj. 3.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.