Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 Stangarstökk: i) Líndblad, Svíþj., 4.00 mtr. 2) Ljungberg, Svíþj., 4.00 mtr. 3) Múller, Þl., 3.90 mtr. 4) Schultz, ÞL, 3.70 mtr. Báöir Svíarnir, sem þóttu stökkva mjög vel, reyndu 4.10 mtr., en náSu ekki þeirri hæS. Svíþj. 8 stig, Þl. 3. 10.000 metra hlaup: 1) Syring, ÞL, 31 mín. 13.2 sek. 2) Sundesson, Svíþj., 31:18.0. 3) Quick, Svíþj., 32 x>5.2. 4) Eberhardt, Þl. 33 :oo.o. ÞaS var auð- séS á því, hvernig Svíarnir hlupu, aS þeir ætluSu aS hjálpa hvor öSrum til aS hrista Syring af sér, en þaS tókst ekki, því hann hélt sínu striki. Quick drógst aftur úr, en Sundesson og Syring fylgdust aS þar til 1 hringur var eftir. Þá hertu báSir á sér, en nú var ÞjóSverjinn sterkari. 5000 metrana hlupu þeir á 15 mín. 30 sek. Stig: Þl. 6, Svíþj. 5. Þrístökk: 1) Lennart Andersson, Svíþj., 14.47 mtr. 2) B. Ljungberg, Svíþj., 14.37 mtr- 3) Woell- ner, ÞL, 14.32 mtr. 4) Ziebe, ÞL, 14.30 mtr. Þrátt fyrir þaö, aS árangurinn í þrístökkinu er ekki sér- lega góSur, var þaS þó mjög spennandi. ÁSur en síSasta stökkumferS hófst, voru báSir ÞjóSverjarn- ir fyrir framan Svíana; þaS leit því ekki vel út fyrir þeim. En síSustu stökkin sneru röSinni alveg viS. Stig: Svíþj. 8, Þl. 3. Kringlukast: 1) Schröder, Þl., 49.61 mtr. 2) Á. Hedvall, Sviþj., 49.15 mtr. 3) Gunnar Berg, Svíþj.. 49.11 mtr. 4) Hillbrecht, ÞL, 46.20 mtr. Eins og búist var viS, var Willy Schröder bestur, en hann var þó langt frá því aS vera í essinu sínu, úr því hann ekki náSi 50 mtr. Stig: Þl. 6, Svíþj. 5. 4X100 mtr. boðhlaup: 1) Þýskaland 41.2 sek. 2) SvíþjóS 41.6 sek. Þýskaland íendi út á völlinn Borchmeyer, Hornberger, Neckermann og Scheur- ing, en SvíþjóS: Lindg'ren, Ternström, Stenquist og Strandberg. ÞjóSverjar hafa sömu aSferS og Banda- ríkjamenn í olympíuleikunum í fyrra, aS láta besta manninn hlaupa fyrst, en Svíar geyma sinn besta mann þangaS til síSast, eins og viS erum vanir hér heima. Við fyrstu skiftinguna var ÞjóÖverjinn ca. 1 meter á undan, viS þá næstu voru þeir jafnir, en Neckermann, sem hljóp þriSja sprettinn, færSi ÞjóSverjum sigurinn, því hann var kominn 4—5 metra fram úr Stenquist, þegar síSasta skiftingin fór fram. Og þrátt fyrir þaS, aS Strandberg drægi á Scheuring, var ómögulegt fyrir hann aS ná hon- um úr því sem komiS var. Stig: Þl. 4, Svíþj. 1. BoöhlaupiS var síSasta íþróttin fyrri daginn og þá stóSu stigin þannig, aS SvíþjóS hafSi 54, en Þýska- land 50. 400 metra hlaup: 1) Harbig, ÞL, 47.8 sek. 2) Hamann, ÞL, 48.4 sek.; 3) Wachenfeldt, Svíþj., 48.5 sek. 4) Danielsson, Svíþj., 48.7 sek. Danielsson tók forystuna og fór mjög geyst. En þegar komiö var á 100 metra brautina fóru kraftar hans að þverra og fóru nú allir hinir fram úr honum, án þess aS hann fengi aS gert. Harbig vann leikandi létt á endasprettinum, eins og í 800 mtr. hlaupinu. Stig: Þl. 8, SvíþjóS 3. Lan'gstökk: 1) Long, ÞL, 7.70 mtr. 2) Stenquist, Svíþj., 7.42 mtr. 3) Leichum, ÞL, 7.28 mtr. 4) E. Svensson, Svíþj., 7.22 mtr. Lutz Long hafSi greini- lega yfirburSi, enda er hann nú besti langstökkvari í Evrópu. Stysta stökk hans var 7,29 mtr. Sten- quist (sá sami sem var í boShlaupinu) fór yfir 7 mtr. í öllum sínum stökkum. Leichum var ójafn- astur, komst niSur í 6.48 mtr. Stig: Þl. 7, Svíþj. 4. 400 metra grindahlaup: 1) Hoelling, ÞL, 54 sek. 2) Areskoug, Svíþj., 54 sek. 3) Scheele, ÞL, 55.2 sek. 4) Svárd, Svíþj., 57 sek. Þetta hlaup var meS afbrigSum skemtilegt. ÞjóSverjarnir voru álitnir vissir, og þaS kom því flestum á óvart, aS Ares- koug skyldi koma samhliða Hoelling aS marki. Á 3. grind var Hoelling orSinn fyrstur, en skömmu síðar náSi Areskoug honum og var viS síðustu grind kominn 1 meter á undan, en þá kom ÞjóSverjinn eins og vindhviSa og kastaSi sér á snúruna aS því er virtist samtímis Svíanum. ÞaS var mikill spenn- ingur i áhorfendum aS vita, hvor hefSi unniS, en dómararnir voru nokkurn tíma aS átta sig á málinu, en tilkynntu þó loksins, aS Hoelling hefði veriS á undan, en báöir höfSu sama tíma. Stig: Þl. 7, Sví- þjóS 4. 200 metra hlaup: 1) Strandberg, Svíþj., 21.7 sek. 2) Borchmeyer, ÞL, 21.8 sek. 3) Hornberger, ÞL, 21.9 sek. 4) Lindgren, Svíþj., 22.1 sek. Þetta hlaup var næstum því endurtekning á 100 mtr. hlaupinu. Borchmeyer hafSi forystuna þegar beygjunni lauk, en þeir Strandberg og Hornberger svo aS segja samhliða rétt á eftir. En nú byrjaði Svíinn aS herSa á sér og fór nú allt á sömu leiö og áSur, aS Strand- berg dró Borchmeyer uppi og komst fram úr hon- um á síöustu metrunum. SvíþjóS fékk 6 stig, en Þl. 5. Spjótkast: 1) Atterwall, Svíþj., 68.92 mtr. 2)

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.