Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 15
IÞRÓTTABLAÐIÐ II Leikmótin í sumar. Eftir Ólaf Sveinsson. Fern opinber leikmót voru háð hér á íþróttavelli Reykjavíkur í sumar. Einu þeirra, „17. júní-mótinu'' hefir verið lý.st í íþróttablaðinu (júnibl.). Frá hin- um verður skýrt í eftirfarandi grein. BÆJAKEPPNIN milli Reykjavikur og Vestmannaeyja var háð þriðjud. og miðvikud. 27.—28. júlí. — Er þetta annað sinn sem mót þetta er háð; var háð fyrsta sinn í fyrra i Vestmannaeyjum. Vann Reykjavík þá með 13.591 stigi; Vestme. höfðu 13.372 stig.'— Stigin eru reikn- uð eftir gildi afreka, — ekki eftir verðlaunum, — og farið eftir stigatöflu þeirri, er Alþjóðasamband áhugamanna í frjálsum íþróttum (I.A.A.F.) hefir lögleitt sem mælikvarða. — Kept var i 14 íþrótta- greinum, eins og í fyrra, en vel getur orðið breyt- ing á því i framtíðinni. Tveir keppa af hálfu hvors aðila í hverri grein. Enginn má keppa í fleiri grein- um en þremur. Fyrsta sinn í sögu frjálsu íþróttanna hér á landi voru fengnir hingað útlendir (sænskir) íþróttamenn til að keppa við hérlenda íþróttamenn í nokkrum greinum. Haldið var sérstakt leikmót (Svía-mótið) vegna komu þeirra hingað, en þátttaka þeirra rann og að nokkru leyti saman við Bæjakepnina, og Svía- rnótið var nokkurs konar framhald af því móti. Því miður tókst ekki eins vel til með val þess- ara íþróttamanna sem skyldi, a. m. k. sumra, því að lítið var af þeim að læra. En félag það (K. R.), sem sá um komu þeirra hingað, á engu að síður þakkir skyldar fyrir brautryðjendastarf sitt og við- lcitni í þessu efni. mót. Og þa'ð er í sjálfu sér gott og heilbrigt að félgin séu sem jöfnust, og ekki þarf að efa, að það veitir áhorfendum meiri ánægju, heldur en þegar rnjög mismunandi sterk félög eigast við og úrslit- in eru fyrirfram viss. Kgs. Það gagn, sem vel hefði mátt verða af komu Svianna, til þess að vekja áhuga almennings fyrir frjálsu iþróttunum, fór og að rniklu leyti út um þúfur, vegna hinnar stöðugu ótíðar í sumar, sem ekki brá venju, meðan þeir stóðu hér við, nenta ef vera skyldi til hins verra. 100 m. hlaup: 1. Sveinn Ingvarsson (R.) ... 11.4 sek. = 735 stig 2. Ólafur Guðmundsson (R.) 12.0 — = 597 — 3. Daníel Loftsson (V.) ...... 12.1 — = 576 — 4. Sigurður Guðlaugsson (V.) 13.3 — =369 — 400 m. hlaup: 2. Sveinn Ingvarsson (R.) ... 53.4 sek. = 697 stig 3. Ólafur Guðmundsson (R.) 54.2 — =660 — Vestm.e. sendu engan í þessa grein, og fá því o stig. — Svíinn Nils O. Wedberg hljóp þetta hlaup og varð 1. á 32.2 sek. 1500 m. hlaup: l. Jón Jónsson (V.) ... 4 min. 20.0 sek. = 709 st. 3. Sverrir Jóhanness. (R.) 4 —• 26.7 — =649 — 4. Sigurg. Ársælss. (R.) 4 —■ 26.7 — =649 — 3. Vigfús Ólafsson (V.) 4 — 33.0 — =597 — Svíinn Oskar Bruce hljóp þetta hlaup, en gaf keppinautum sínum 109 m. forskot, þ. e. hljóp 1609 m. — enska mílu —, og varð 2. á 4 mín. 23.8 sek. 5000 m. hlaup: 1. Jón Jónsson (V.) ... 16 mín. 43.4 sek. = 661 st. 2. Sv. Jóhannesson (R.) 17 — 10.6 — =601 — 3. Vigfús Ólafss. (V.) 17 — 22.2 — =577 — 4. Magn. Guðbj.s. (R.) 19 — 8.3 — =394 — 4X100 m. boðhlaup: 1. Reykjavíkur-sveit ......... 46.0 sek. = 918 stig (Nýtt mct). Vestm.e. sendu enga boðhlaupssveit, og fá því o stig. — Sviarnir keptu og hlupu á 48.8 sek.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.