Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 23 um í olíu eSa lýsi, eSa umvöndnum meS votum ull- arlepp, eSa og meö fjöSur dýföri í olíu, því næst á aS blása lofti inn, annaö hvort meS litlum fýsi- lielgi, aS lögun sem smiSjubelgur, e'Sa enn betur á þann hátt, að maÖur, sem hefir sterk lungu og get- ur vel blásið, leggi munn sinn viS munn hins drukn- aöa og blási svo af öllum kröftum vörmum anda ofan í hann. Eins vel kann einhver sá sem reykir tóbak, að blása nokkrum munnfyllum af tóbaks- reyki ofan í hinn druknaSa, annaS hvort meS munn- inum eSa af brotnum pípubelgi, fjöSurstaf eSa öSru þvílíku verkfæri". Þessar lífgunaraSferSir voru notaSar fram yfrr miöja nítjándu öld, en 1857 fann maÖur að nafni Sylvester upp miklu einfaldari aSferS, sem ruddi sér mjög til rúms og hefir sumstaSar veriS not- uS jafnvel fram á þennan dag, þótt önnur ennþá handhægari og betri aSferS sé nú alment notuS. Sú aSferS er kend viS enska lækninn Schafer, sem fann þá aSferS upp áriS 1903. Loks kom svo fram ný aSferS áriS 1933. Þá aSferS fann upp þektur dansk- ur íþróttafrömuSur, Holger Nielsen aS nafni. H-N- aSferÖin (en svo er hún venjulega nefnd) þykir einkum taka fram eldri aSferSunum aS því leyti, að innöndunin verSur dýpri. Hér verSur lýst H-N-aSferSinni, og á eftir lýs- ingunni birtar þær 8 reglur, sem menn verSa aS leggja sér á hjarta og muna, því ekki er nóg aS kunna rétt handtök viS sjálfa lífgunina, ef menn vita svo ekki, hvaS gera á til þess aS tryggja þaS, aS hiS veika líf slokkni ekki út aS nýju. Bera skal þann slasaSa á láréttan staS. Losa skal strax alt, er þrengt getur aS líkama hans, svo sem hálslín, mittisól, sokkabönd og þessháttar. Hinn slasaSi skal nú lagSur á grúfu og höfuðiS láti'ð hvíla á handleggjum hans. Þess skal vandlega gætt, aS vitin séu frí. Til þess að munurinn opnist og tungan falli fram, nægir oftast nær að slá þéttingshögg, meÖ flötum lófanum milli her'Sa- blaSa hins slasaSa. Hafi hann falskar tennur, er sjálfsagt að taka þær út úr honum. Þar meS er undirbúningnum lokiS og má hann ekki taka nema nokkrar sekúndur, því höfuSatriSið er aS byrja sem fyrst á sjálfum lífgunartilraunun- um. Og nú hefjast þær. Sá er framkvæmir lífgunina legst á annaS hnéS viS höfuS hins slasaSa, réttir úr handleggjunum, leggur hendur sínar, meS glentum fingrum á bak sjúklingsins, þannig aS lófarnir liggi á herSablöS- unutn, hallar sér fram og þrýstir þannig (ekki þó af öllum kröftum) aS brjóstholi hins slasaSa, jafnt og þétt í 2~y2 sek. eSa meSan að hann telur hægt 1, 2, 3, 4. MeS þessu móti er loftinu þrýst út úr lungunum (útöndun). Þegar þrýstingnum er lok- iS, réttir sá er hjálpar, úr sér og tekur um leiS þéttum tökum um báSa upphandleggi hins slas- aSa og lyftir þeim lítiS eitt. Lyftingin stendur yf- ir í 2.y2 sek. eSa á meSan aS talið er rólega 5, 6, 7, 8. Þessi lyfting er gerS til þess aS létta þunga lík- amans af brjósti hins slasaSa, svo loftiS eigi greiS- ari aSgang aS lungunum (innöndun). Sá er hjálp- ar á aS "nafa handleggi sína beina á meSan aS hann lyftir, og gæta þess aS lyfta ekki meira en þörf gerist, nefnilega til þess aS létta undir, en ekki lyfta upp brjóstinu. Jafnframt skal þess gætt, aS handleggir hins slasaSa raskist ekki. Þegar lyftingunni er lokiS, er aftur þrýst aS bak- inu og svo koll af kolli.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.