Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 3
4. árg. — Maí 1939 1.—3. tbl. Er holt að iðka leikfimi Þessi spurning klingir manni oft i eyra. Altaf eru einhverjir efagjarnir menn til og varfærnir. Og við því er ekkert að segja. Við, sem höfum rcynl þetta og fundið sannanir, sem okkur duga, segjum líka við þá: „Reyndu það sjálfur“. En flestir eru þessir Tómasar þannig gerðir, að þeir vilja ekki reyna sjálfir, finst og segjast ekki vera nein „til- rauna-dýr“. Þeir vilja fá sannanirnar fyrst, upp í hendurnar. En í þessu tilfelli er dálítið erfitt að leggja fram sannanir, sem eru vísindalega óhrekjandi og fastar. Er aðalástæðan fyrir þvi sú, að mennirnir eru svo afar margvíslega gerðir, svo margþættir og gagn- ólíkir á allflesta lund. Loks verða tilrauna,,dýrin“ ekki einangruð til vísindalegrar hlýtar, svo að margt getur verkað á þau, og síðast en ekki síst þarf að híða svo afar lengi eftir árangrinum og afleiðing- unum. Og þegar hægt er greinilega að benda á slikt hjá þessum og hinum, segja margir þessir varfsernu efa-menn, að engin óræk sönnun sé til fyrir því, að ])essi ])roski, þessi heilbrigði, þessi geta, sé feng. in með íþróttinni, það geti alt verið komið af með- fæddum náttúrugáfum. Fléstum hættir við að reikna aðeins með því lík- amlega, þegar þeir eru að tala um eða athuga menn í sambandi við íþróttir og leikfimi. Þeir athuga ekki hversu náið og fíngert samband er í raun réttri milli líkama og sálar, að hvorttveggja verður að vera samstætt og samverkandi, ef fullkomnun á að nást. í þessu tilfelli standa erfðafræðingarnir á botn- leysu, þegar þeir halda því fram, að það séu að- eins frumeiginleikarnir, tilhneigingavísirinn, sem gangi að erfðum, en að hið lærða, uppæfða, hafi ckkert að segja. Ef þetta væri undantekningarlaus og algild regla, yrði lítið úr framþróunar og þrosk- unar-möguleikunum. Staðreyndirnar sýna líka, að og aðrar íþróttir? stöðug umhverfis-áhrif breyta smátt og smátt ráð- andi, arfgengum eiginleikum á vissa lund. Eg er sjálfur viss um, að gegnum sálarlega eiginleika, — sem margir eru mjög arfgengir, — þróast smátt og smátt eitt og annað, sem getur birst líkamlega í seinni ættliðum, þ. e. orðið meira og minna arf- gengt. A þessu byggist sú fullyrðing mín og margra fleiri, að leikfimi og íþróttir sé kynslóðunum mik- ils virði, og því sé það skylda okkar allra, að rækja vel og hirða líkama okkar. 1 sumar sýndi okkar gamli ,,K. A.“ heimaæf- ingar sínar og benti okkur á, hve mikið mýkt og hreyfanleiki líkamans og það að bera hann vel, hefði að segja fyrir heilbrigðina. Hann endaði með þess- um orðum: „Látum svo vísindin halda því fram, að þetta sé ekki heilsusamlegt. Eg mun halda áfram að gera þetta, á meðan eg get hreyft legg eða lið, af því að mér líffur svo framúrskarandi vel eftir þaff!“ Þarna höfum við kjarna málsins. Því hvað er heilbrigði? Hver eru einkenni hennar? Hinn þekti yfirlæknir og heilsufræðingur Carl Ottosen. skrif- ar í ,,Sundhedsbladet“, að einkenni heilbrigðinnar séu: Vellíðan, vinnuþrek og lífsgleði. Það eru einmitt þessi einkenni, sem hver einasti maður finnur á sjálfum sér og sér á öðrum, sem iðka góða leikfimi og fagrar íþróttir, í réttum mæli, —- því auðvitað má ofmikið af þessu sem öðru gera, og ekki er alt, sem þessu nafni heitir, jafn gott. Við, sem höfum ár eftir ár fundið vellíðunina, lífsgleðina og vinnugetuna, eins og blossa upp i okkur og líða um okkur alla, eftir skynsamlega íþróttaæfingu, eða fimleikastund, og ótal sinnum séð karlahópa koma niðurdregna og þreytta og illn

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.