Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 En sú keppni, sem menn bíÖa með mestri eftir- væntingu eftir, eru kappleikirnir við Islington Corin- thians, enska félagið, sem kernur hingað þann íj’. júní, á vegum K.R. Félag þetta hefir m. a. farið umhverfis hnöttinn og verið mjög sigursælt. Er ekki laust við, að sumir séu farnir að kvíða fyrir „burst- inu“, sem landarnir fái í viðureigninni við Bretann. Og það er kannske full ástæða til, því ennþá virð- ast ætla að verða samskonar mistök með úrvalslið- ið eins og að undanförnu. Það er geymt ])angað til á síðustu stundu, að velja það úr, og svo verður því skipað æfingarlausu út á völlinn. Hvenær ætla knattspyrnumennirnir að læra af reynslunni? Ann- ars er nú orðið nauðsynlegt, að hér sé ávalt til taks landslið — í réttri merkingu þess orðs, — sem æfi saman allan ársins hring, eftir því sem við verður komið. Fyr en það verður, getum við litlar vonir gert okkur um að þessi „blönduðu lið“ standi sig nokkuð betur en hin einstöku félög, — þau, sem best eru. Frjálsar íþróttir. VÍÐAVANGSHLAUP I.R. er sumarboði og einhver vinsælasti íþróttaviðburður ársins. Að þessu sinni var um nokkra breytingu á hlaupinu að ræða. Hlaupin var önnur leið en undan- farin ár, en þó sama vegalengd, og er í sjálfu sér ekkert athugavert við það. Hitt var verra, að hlaup- ið fór fratn á öðrum tíma og endaði á öðrum stað en verið hefir, og munu margir hafa orðið af þessu skemtilega hlaupi fyrir bragðið. í einu var þó hlaupið svipað og verið hefir um langt skeið, en það var að K.R. varð sigurvegari. Hlaut félagið 13 stig; átti 1., 3. og 9. mann. U.M.F. Stjarna í Dalasýslu varð nr. 2 með 17 stig, og glímu- fél. Ármann nr. 3 með 26 stig. Þrír fyrstu menn voru : Sverrir Jóhannesson (K.R.) 13 mín. 45.8 sek. Haraldur Þórðarson (Stjarna) 13 mín. 52.1 sek. Indriði Jónsson (K.R.) 13 mín. 59.8 sek. K.R. vann nú Svana-bikarinn til eignar. DRENGJAHLAUP ÁRMANNS var háð 23. apríl. Sú breyting hafði verið gerð á þvi, að í stað 5 manna sveita var nú keppt í þriggja rnanna sveitum. Þátttak- endur voru 36, frá 5 félögum. og var hlaupið mjög skemtilegt. K.R. varð hlutskarpast og hlaut 11 stig (átti 1., 3. og 7. mann), Ármann hafði 19 stig og Fiml,- félag Hafnarfjarðar 24 stig. — Þessir 3 urðu fyrstir að marki: Guðbjörn Árnason (K.R.) 7 mín. i8.p sek. Haraldur Sigurjónsson (F.H.), 7 mín. 19.0 sek. Garðar Þorrnar (K.R.), 7 mín. 37.4 sek. Keppt var um nýjan bikar, gefinn af Eggerti Kristjánssyni, stórkaupmanni. Guðlijörn Árnason. HÁSKÓLINN' OG MENNTASKÓLINN leiddu saman hesta sína þann 22. maí síðastl., með þeim úrslitum, að menntaskólinn bar hærra hlut, með 5726 stigum, en háskólinn hlaut 5210 stig. Úrslit í einstökum keppnum urðu þessi: 100 metra hlanp. 1. Brandur Brynjólfsson (H.) 11.8 sek. Spjótkast. 1. Grímur Thromberg (M.) 43.51 mtr. Langstökk. 1. Jóhann Bernhard (M.) 6.31 mtr. Kúluvarp. 1. Jóhann Bernhard (M.) 11.82 mtr. Hástökk. 1. Skúli Guðmundsson (M.) 1.53 mtr. 1300 mtr. hlaup. 1. Brandur Brynjólfsson (H.) 5 mín. 0.4 sek. Hvor skóli sendi 2 menn í hverja íþróttagrein. Voru þarna mörg ágæt íþróttamannaefni. Óvanalega kalt var þennan dag, og er líklegt, að árangur hefði orðið betri, ef svo hefði ekki verið. Eins og að undanförnu verður háð opinbert íþrótta- mót hér í bænum þann 17. júní. Verður þá keppt í þessum íþróttagreinum: Hlaup: 100 mtr., 400 mtr., 1500 mtr., 5000 mtr. og 3000 mtr. hindrunar-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.