Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 5 kennaraprófi hér á landi eða öðlast réttindi sem slíknr, áður en lögin ganga í gildi. Prófið er fólg- ið í eftirfarandi greinum: Uppeldisfræði, kennslu- fræði og kennsla, íslenska, líkamsfræði, leikfimi, sund, íslensk glíma og þær einmenningsiþróttir, sem tilskildar kunna að verða í reglugerð, sem ráð- herra setur um prófið. Þá er og ákveðið, að i Kenn- araskólanum skuli fimleikar og aðrar íþróttir vera skyldunámsgreinar og að íþróttakennsla skuli vera ein grein kennaraprófs. Ennfremur er svo ákveðið. að við héraðsskólana skuli starfræktar sérdeildir fyr. ir iþróttakennslu. I fimmta kafla er rætt um frjálsa íþróttastarfsemi. Þar er gengið út frá að íþróttastarfsemi utan skól- anna sé falin frjálsu framtaki landsmanna. Viður- kend landssambönd íþróttafélaga eru 2, Í.S.I. og U.M.F.Í., og skal Í.S.Í. koma fram af íslands hálfu gagnvart öðrum þjóðum, nema að því leyti, sem rikið gerir það sjálft. Öll opinber -íþróttakepprti- á að fara fram samkvæmt lögum og reglum Í.S.Í. Þá er ákyeðið, að skiftajandinu niður i íþróttahér- uð, og sér íþróttanefnd um það, i samráði við stjórn- ir Í.S.Í.- og U.M.E.Í. Til þess að íþróttafélög séu viðurkend til styrkveitinga, verða þau m. a. að vera annaðhvort innan vébanda Í.S.Í. eða U.M.F.I. og vera a. m. k. tveggja ára gömul. íþróttafélögin skulu hafa Iækniseftirlit með félögum sínum, þar sem það er hægt, og getur íþróttanefnd útilokað menn frá keppnum, nema að þeir hafi verið skoðaðir af lækni. Sjötti og síðasti kafli frumvarpsins inniheldur svo ýms ákvæði, svo sem þau, að hrepps-, bæjar- og sýslufélög skuli skyld að láta af hendi lönd og lóðir endurgjaldslaust undir íþróttamannvirki, sem fá styrk úr íþróttasjóði eða íþróttanefnd viðurkennir. * Stjórn íþróttasambands íslands skrifaði hinn 2. apríl síðastl. bréf til Menntamálanefndar Nd. Al- þingis, og fór f-ram á það, að gerðar yrðu nokkr- ar breytingar á frumvarpinu. Aðalbreytingartillagan var fólgin í því, að Í.S.Í. skyldi vera eini viður- kendi (lögverndaði) aðilinn fyrir hina frjálsu íþrótta- starfsemi í landinu, bæði inn á við og út á við. Rökin fyrir þessari breytingartillögu eru þau, að Í.S.Í. sé eina landssambandið, sem hefir eingöngu líkamsíþróttir á stefnuskrá sinni og ekkert annað. Ýmsar smærri breytingar er einnig farið fram á að gerðar verði á frumvarpinu, sem ekki verður farið nánar út í að þessu sinni. En eftir að þær hafa verið taldar upp, segir svo í bréfi Í.S.Í.: Eins og framanritaðar breytingatillögur vorar bera með sér, er það sem fyrir oss vakir, að sem gleggst skilgreining á starfsemi Í.S.I., annars vegar, og á íþróttakenslu skólanna, hinsvegar, komi sem greini- legast fram í frumvarpinu. Það er álit vort, að alt það, sem við kernur hinni frjálsu íþróttastarfsemi í landinu, eigi að koma til umsagnar og samþyktar Í.S.Í. á hverjum tíma. Það er verkefni Í.S.l. að samræma íþróttastarfsemina í landinu, með útgáfu íþróttabóka, reglugerða og alls- konar leiðbeiningum um íþróttir, kappleika og íþrótta- mót, sem varða alla þá, er taka virkan þátt í íþrótta- hreyfingunni, svo að allir keppi eftir sömu leikregl- um, hvar sem er á landínu. Enda er verkefni Í.S.Í. einnig, fyrir utan það, sem fram er tekið í frum- varpinu, að staðfesta íslensk met og skrásetja þau, skipuleggja íþróttamótin, löggilda íþróttabúninga fé- laganna, og yfirleitt að hafa á hendi hið faglega íþróttastarf í landinu. Þá viljum vér geta þess, að það er af óhjákvæmi- legri nauðsyn, að Í.S.Í. hefir gerst fulltrúi íslands Lýsissamlag íslenskra botnvörpunga REYKJAYÍK. Símar: 3616 og 3428. Símnefni: Lýsissamlag. Einasta kaldhreinsunar- stöð á íslandi. Munið, að íslenska þorskalýsið Jiefir i sér fólginn mikinn kraft og er eitt liið fjörefnaríkasta lýsi í heimi.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.