Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 12
10 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ forystuna þar til síÖasta manni tókst a8 „slá hann“ um ca. 25 metra. Jónas sýndi þarna, að hann er þriggja til fjögra manna maki á sundi. Keppni þessi var bráðskemmtileg. Þá fór fram sýning í dýfing- urn, og þótti mér Gunnar Þórðarson (K.R.) bestur. Að lokum var sýndur sundknattleikur. AFMÆLISMÓT ÆGIS, 29. apríl. 200 mtr. bringusund, karlar. 1. Ingi Sveinsson (Æ.) 3 mín. 0.9 sek. 50 mtr. bringusund, konur. 1. Jóhanna Erlingsdóttir (Æ.) 36.0 sek. 50 mtr. bringusund, stúlkur innan 14 ára, ]. Margrét Vikar (Æ.) 30.2 sek. 25 mtr. frjáls aðferð, drengir innan 12 ára. 1. Ari Guðmundsson (Æ.) 15.4 sek. 25 mtr. frjáls aðferð, stúlkur innan 12 ára. 1. Sigríður Gunnarsdóttir, 23.4 sek. 100 mtr. bringusund, stúlkur innan 15 ára. 1. Indíana ólafsdóttir, 1 mín. 47.8 sek. 200 mtr. bringusund, konur. r. Þorbjörg Guðjónsdóttir (Æ.) 3 mín. 38.0 sek. 100 mtr. frjáls aðfcrð, karlar. 1. Jónas Halldórsson (Æ.) 1 mín. 4.3 sek. Þá synti Siggeir Sigurdórsson kafsund, 68.4 mtr. (rúmlega tvisvar yfir laugina) á 1 mín. 13.2 sek. Loks fór svo fram sundsýning frá þvi fyrir 50 ár- um, og ennfremur sundknattleikur. HÁTÍÐASUNDMÓT ÁRMANNS, 24. maí. 4X50 mtr. boðsund, drengir innan 16 ára. 1. Glímufél. Ármann 2 mín. 19.1 sek. 500 mtr. bringusund, karlar. 1 Ingi Sveinsson (Æ.) 8 mín. 13.5 sek. 50 mtr. bringusund, stúlkur innan 14 ára, 1. Steinþóra Þórisdóttir (U.M.F.R.) 45.0 sek. 100 mtr. bringusund, konur. 1. Jóhanna Erlingsdóttir (Æ.) 1 mín. 39.4 sek. 50 mtr. bringusund, drengir innan 14 ára. 1. Birgir Þorgilsson (Æ.) 44.7 sek. 50 mtr. baksund, drengir innan 16 ára. 1. Rafn Sigurjónsson (K.R.) 42.7 sek. Sundknattleiksmeistaramó t íslands var háð í sambandi við þetta sundmót. Tóku þátt í því 2 félög — Ármann og Ægir — og sigruðu Sundknattleiksflokkur Armanns. Ármenningar með 2 mörkum gegn 1. Er þetta i fyrsta skipti, sem Ægir bíður lægri hlut í þessari íþrótt. Ármannsliðið var skipað eftirtöldum mönn- um: Ögmundur Guðmundsson. Þorsteinn Hjálmars- son, Stefán Jónsson, Gísli Jónsson og Sigurjón Guð - jónsson. Stefán var einhver besti maðurinn í leikn- um, og mun Jónasi sundkappa hafa þótt hann erfið- ur viðureignar. I sambandi við þessi sundmót finst mér eg þurfa að korna með eina tillögu til umbóta. En hún er sú, að línurnar milli aldursflokkanna verði gerðar greini- legri og einfaldari. Nú keppa konur og karlar undir 12 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, og svo fullorðnir. Nægir ekki að hafa 3 aldursflokka, — börn (undir 12 ára), unglingar (undir 16 ára) og svo fullorðn- ir þar yfir? — Iþróttirnar, hverjar sem eru, má ekki gera svo ruglingslegar, að áhorfendur eigi erfitt með samanburð og botni ekkert í þeim. Eg skýt þessari tillögu til Sundráðs Reykjavíkur. ÍKon. Oxford—Cambridg-e kappróðurinn endaði með sigri Cambridge að þessu sinni. Tími sigurvegar- anna var 19 mín. 3 sek., en Oxford 19 mín. 19 sek. Vegalengdin er 7JÚ km. Besti tími, sem náðst hefir, er 18 mín. 3 sek. (Cambridge 1934). Tenniskeppni hefir nýlega farið fram milli bestu atvinnu-tenniskappa heimsins. Sigurvegari varð Donald Budge, nr. 2 Nusslein, nr. 3 Tilden og nr. 4 Vines.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.