Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 13
IÞRÓTTABLAÐIÐ 11 JCmtLspymumót QayJýa.vikuh Meistarakeppnin. Eins og lesendum Iþrbl. er kunnugt, hefir oft veriÖ minnst á það hér í blaÖinu, hve óheppilegt það væri, að láta knattspyrnukappleikina byrja á íslandsmótinu á vorin, áður en knattspyrnumepnirn- ir væru komnir í nokkra verulega þjálfun. Knatt- spyrnuráð Reykjavíkur hefir nú loksins breytt þessu fyrirkomulagi og verður íslandsmótið nú í lok júlí- mánaðar, en í stað þess hófst Reykjavíkurmótið j). 25. maí. 1. leikur: Valur—Víkingur 5:1. Leikurinn byrjaði með ákafri Víkings-sókn, sem hélst í 15—20 mínútur. Sýndu Víkingar mikil til- þrif og góðan leik meðan á sókninni stóð, en Val- ur átti í vök að verjast. Menn voru farnir að stinga saman nefjum um það, hvort Valur myndi fá „burst", svo alvarlegt var ástandið til að byrja með. En þetta fór á aðra leið, því þegar Valsmönnum loksins tókst að brjótast í gegn, þá var Víkingur öllum heillum horfinn. Leikur þeirra brotnaði niður og var nú í molum það sem eftir var, þrátt fyrir einstaka upp- hlaup. Það er eins og Valur þurfi nokkurn tima til að ná sér á strik, en úr því eru þeir ekki lambið við að leika. Þeir sýndu það í þessum leik, að lið þeirra er sterkt, en samleikinn, sem þeir hafa stund- um áður sýnt, vantaði að mestu í þetta sinn. Vörn Vals var mjög góð, sérstaklega stóð Jóhannes Berg- steinsson sig vel og í framlínunni var Ellert Sölva- son ágætur. Af Víkingum var Brandur Brynjólfs- son vafalaust bestur og er hann einhver skemtileg- asti leikmaður, sem sést á vellinum. Þorsteinn Ólafs- son var einnig góður. Hann er röskur knattspyrnu- maður og fylginn sér. 2. leikur: K.R.—Fram 4:2. Þessi leikur var hjá hvorugu félaginu eins góður og búast hefði mátt við. Það, sem á vantaði, var hið sama og á 1. leiknum — góður samleikur. Þar að auki var hann of daufur þar til síðast í seinni hálfleik. K.R. hafði allan tímann yfirhöndina, því þrátt fyrir snörp tilþrif hjá Fram, þá var liðið of götótt til að geta áorkað miklu. Besti maður Fratn var Högni Ágústsson. Markmaðurinn, Gunnlaugur Jónsson, stóð sig vel og er efnilegur knattspyrnu maður. Sania er að segja um hægri bakvörð, Sig- urð Jónsson. Af K.R.-ingum vil ég nefna Björgvin Schram, setn var öruggur, eins og hans er vani, og svo vinstri útherja, Birgi Guðjónsson, sem sýndi ágæta knattmeðferð. „Gömlu mennirnir" Þorsteinn Einarsson og Hans Kragh eru enn í fremstu röð, og eru litt sjáanleg nokkur ellimörk á þeim. 3. leikur: K.R.—Víkingur 1:1. Vikingur sýndi ólíkt kraftmeiri leik nú en á móti Val, og þrátt fyrir það, að K.R. ætti heldur meira í honum, þá var hann nokkuð jafn frá upphafi til enda. Leikurinn var hraður og skemtilegur en nokk- ILMVÖTN og HÁRVÖTN jr Afengisverzlunar ríkisins AUKA VELLÍÐAN. Hárvötnin eru búin til hér heirna af sérfræðingi og einung- is úr hinum fullkomnustu efn- uin, — en eru þrátt fyrir það ódýrari en erlend hárvötn. — — Fást í verslunum og á rak- ara- og hárgreiðslustofum. — Afengisverzlun ríkisins.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.