Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 22
ÍÞRÓTTABLAÐÍt) 18 Kúluvarp. i) Bárluncl, F. 15.82 mtr. 2) Backman, F. 15.64 mtr. 3) Bergh, S. 15.34 mtr. 4) Fernström, S. 14.48 mtr. Aftur fengu Finnarnir tvöfaldan sig- ur, þrátt fyrir þaö, að Kinna-Bergh næSi besta sænska árangri sumarsins. Finnland 23 stig, Svi- þjóö 10 stig. 100 mtr. hlaup. 1) Savolainen, F. 10.7 sek. 2) Strandberg, S. 10.8 sek. 3) Lindgren, S. 11.1 sek. 4) Ahjopolo, F. 11.2 sek. Hér höfSu Svíar búist viö 1. og 2. sæti og urðu þeir fyrir vonbrigðum, aS þeirra glæsilegi spretthlaupari Strandberg skyldi vera sleginn út. VarS og allmikil óánægja meS þann úrskurð, því á mynd, sem tekin var af hlaup- inu, viröist Strandberg slita snúruna. — Finnland 29 stig, Svíþjóð 15 stig. 800 mtr. hlaup. 1) Andersson, S. 1 mín. 52.2 sek. 2) Rákköláinen, F. 1:53.o. 3) Lennart Nilsson, S. 1:54.5.. 4) Vallikari, F. 1:54.6. Andersson leiddi hlaupiö, en eftir 200 mtr. fór Rákköláinen fram úr honum, þó meira af vilja en mætti, því rétt á eftir varö hann aö beygja sig fyrir Svíanum. Tími And- erssons er sá 5. besti, sem náðst hefir í Evrópu í sumar. Finnland 33 stig, Svíþjóö 22. Hástökk. 1) Kalima, F. 1.96 m. 2) Persson, S. l. 96 m. 3) Lundquist, S. 1.93 m. 4) Nicklén, F. 1.90 m. Kalima fór yfir allar hæðir í fyrstu atrennu og munaði litlu aö hann stykki 1.99 m. Persson fór yfir 1.96 í öðru stökki og réði það úrslitum. Finnl. 39 stig, Svíþj. 27. Sleggjukast. 1) Veirilá, F. 54.28 mtr. 2) Linné, S. 51.91 mtr. 3) Malmbrant, S. 51.15 m. 4) Antta- lainen, F. 49.38 m. Veirilá sýndi mikla yirburði, enda hefir hann síöan kastað sleggjunni 58.67 mtr., sem er næstbesta kast ársins og aðeins 40 cm. lak- ara en heimsmet Lutz. Finnl. 45 stig, Svíþj. 32. 5000 mtr. hlaup. 1) Máki, F. 14 mín. 17.8 sek. 2) Kálarne-Jonsson, S. 14:18.8. 3) Pekuri, F. 14:19.4. 4) Lars Nilsson, S. 14:28.0. Hér átti hið mikla upp- gjör að ske... Hvor var betri, Máki eða Kálarne; um þaö þráttuöu menn áöur en hlaupið byrjaöi. Finnarnir tóku strax forystuna og skiftust á eins og þeirra er vani. Nilsson komst þó nokkrum sinn- um framfyrir þá, en þaö stóö ekki lengi. Kálarne hélt sig aftast. í hópnum. 1500 mtr. voru hlaupnir á 4:12.5 og 3000 m. ,á 8:30.6, hvorttveggja óvenju- lega góðir millitímar í 5000 m. Á þessum mikla hraða ætla Finnarnir sér að þreyta Kálarne, því þeir eru hræddir við hinn sterka endasprett hans. En ekkert dugar, því enginn gefur sig. Þegar 1 hringur (400 m.) er eftir, er Kálarne kominn á hælana á Máki og orðinn nr. 2. Þannig hlaupa þeir þar til eftir eru 200 mtr., en.þá tekur Máki sprettinn og er strax kominn 5 mtr. fram úr keppi- naut sínum. Kálarne kann þessu auösjáanlega illa, því nú sprettir hann líka úr spori, og ef hann hefir úthald, þá má Máki biðja fyrir sér. Smátt og smátt dregur Svíinn á hann, og þegar 50 mtr. eru að marki, hlaupa þeir orðið samsíða. Nú hefst kapp- hlaup svo spennandi, að þess munu fá dæmi. Tveir bestu 5 km. hlauparar heimsins heyja einvígi. Allir áhorfendur eru staðnir upp, sumir æpa, aðrir standa á öndinni. Ennþá hlaupa þessir tveir kappar sam- hliða, en þegar aöeins 5 mtr. eru eftir, verður Kál- arne að beygja sig. Hann er að þrotum kominn, én Máki flýgur að marki. Þetta var hlaup, sem vert var að horfa á. Máki náði sínum næstbesta tíma og Kálarne setti nýtt sænskt met. Finnl. 52 stig, Sví- þjóð 36. 400 mtr. hlaup. 1) Edfeldt, S. 48.5 sek. 2) Stor- skrubb, F. 49.7 sek. 3) Danielsson, S. 49.7 sek. 4) Tammisto, F. 49.8 sek. Edfeldt var aldrei í hættu og það leit út fyrir aö Svíar ætluðu hér að ná báðum fyrstu sætunum, en Storskrubb kastaði sér fram fyrir Danielsson á markalínunni. Finnland 56 stig, Svíþjóð 43. 4 X 100 mtr. boðhlaup. 1) Svíþjóð 42.0 sek. 2) Finnland 42.7 sek. Finnarnir töpuðu á skiftingunni, sem var slæm. Finnl. 59 stig,’Svíþj. 48. 110 mtr. grindahlaup. 1) Lidman, S. 14.2 sek. 2) H. Nilsson, S. 15.0 sek. 3) Jussila, F. 15.3 sek. 4) Pállo, F. 15.4 sek. Lidman var í sérflokki, svo mikl- ir voru yfirburðir hans. Tími hans er nýtt sænskt met og sá langbesti, sem náðst hefir í Evrópu í sumar. Finnl. 62 stig, Svíþj. 56. 200 mtr. hlaup. 1) Strandberg, S. 22.1 sek. 2) Lindgren, S. 22.2 sek. 3.) Savolainen, F. 22.5 sek. 4) Miettinen, F. 22.6 sek. Tvö'faldur sigur hjá Sví- um og nú eru þeir aðeins 1 stigi á eftir Finnum. Finnl. 65 stig, Svíþj. 64. Kringlukast. 1) Bergh, S. 47.82 mtr. 2) Mentula, F. 47.36 mtr. 3) Andersson, S. 46.32 mtr. 4) Kotkas F. 46.24 mtr. Hér náöist ekki sá árangur, sem búist var við, hvorki hjá Finnum né Svíum. Sérstaklega olli Kotkas vonbrigðum, því hann á að vera viss

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.