Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 9
íslenzka þjóðin hefnr á þessu surnri endurreist lýðveldið. Þjóðin stóð saman þegar áreyndi og fagnaði með mgndarskap og festu hinu endurheimta frelsi. Ótrúlega fjölsóttar hátíðir voru haldnar um allt land. Þingfundurinn að Lögbergi og hátíðahöldin við Fangbrekku voru stórfenglegir viðburðir, sem seint líða úr minnum þeirra er voru viðstaddir. Við nútiðarmenn höfum aldrei lifað neina atburði, þar sem vilji heildarinnar og hollusta beindist eins að einu verki. Aldrei hafa eins margar og fjölsóttar héraðssamkomur verið haldnar um land- ið, eins og 17. og 18. júní s.l. og svo aftur í mánuðunum júlí og ágúst. Á flest- um samkomunum, bæði í sambandi við þjóðhátíðina og héraðsmótin, hafa i- þróttir verið stór þáttiir. 1 nokkrum héruðum hafa íþróttir verið liður í há- tíðahöldunum í fyrsta skipti. Þróun íþróttamálanna liefur haldizt í hendur við framgang frelsisbarátt- unnar. í lok fyrsta fjórðungs síðustu aldar hefst sundörvunin. 1871 eignuðumst við fyrsta sundskálann. Glímumót er háð á Þingvöllum og um það leyti eru stofnuð fyrstu félögin, sem hafa íþróttir á stefnuskrá. Eftir 11)0h fjölgar ung- menna- og íþróttafélögum og skipulegt sundnám fer fram á mörgum stöðum og landsmenn hefja iðkanir fleiri iþrótta. Milli 190h og 1918 stofnast sambönd, sem vinna að iþróttamálum, i- þróttaflokkar fara utan, og við eignumst lærða íþróttakennara, gefnar eru út íþróttabækur, íþróttablöð hefja göngu sína og íþróttamannvirki eru byggð. Á timabilinu 1918—19H hefur iðkun íþrótta náð til allra byggða landsins. íþróttalög verið samin og sund og leikfimi orðið að skyldunámsgreinum í skól- um. Landsmenn eignast 11 yfirbyggðar sundlaugar, 67 steinsteyptar opnar sund- laugar með sundskálum, 15 leikfimisali og nokkra nothæfa íþróttavelli og golf- velli. Á þessu tímabili hefur mjög farið í vöxt að landsmenn hafi þreytt kapp við erlenda íþróttamenn og margar sýningarferðir farnar utan lands, sem innan. 1 þróttaskólar einstakra manna hafa verið stofnaðir og svo íþróttaskóli rík- isins settur á fót. Félög í öllum hreppum og bæjarfélögum, sem starfa að íþrótt- um og landsmenn tekið að iðka flestar nútímaiþróttir. Sumarið 19H fara fram glæzilegri leikfimissýningar og víðar á landinu en nokkru sinni fyrr og glímumót og glímuiðkanir víðar en nokkru sinni áður. Betri árangur næst í frjálsum íþróttum en nokkru sinni fyrr og það í mörgum greinum. Sumir árangrarnir til jafns við þá beztu meðal erlendra íþróttamanna. Sundkennslan komin á í rúmlega 200 skólahverfum af 227. Framhald á bls. 2.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.