Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 af vorri hálfu, og íneð hamingju- og heillaóskum á þessum merkustu timamótum í sögu vor íslend- inga, er þeir nú taka aö öllu leyti málefni sín i eigin hendur. Fundarliamarinn hefur iiagleiksmað- urinn Ríkarður Jónsson, listamaður, skorið úr fíia- beini og' svartviði. Á hamarshausinn, sem er úr fílabeini, er skorið merki þjóðhátíðarnefndarinn- ar öðru megin, og þessi áletrun: Til Alþingis 17. júní 1944, frá Í.S.Í. En binu megin á bamarsbausn- um er merki Í.S.Í., sem eins og kunnugt er er Þorshamarsmerkið. En á liamarsskaftið, sem er úr svartviði, er letrað, með rúnaletri: íþróttasam- band Islands sendir Alþingi Islendinga kveðjur og árnaðaróskir með endurreisn hins íslenzka lýð- veldis. Reykjavík, 17. júní 1944. Stjórn I.S.Í. Þessi fundarhamar, lýðveldishamar, á ávallt að minna oss alla á, að með lögum skal land byg'gja, en með ólögum eyða. Hamarinn er í tveimur lit- um, hvítum og svörtum. En þessir litir minna oss sérstaklega á hið daglega líf; Ijós og skugga; lif og dauða. En fundarhamarinn er fyrst og fremst tákn réttlætisins í öllum málum og' atkvæðagreiðsl- um, sem þjóðin væntir að ávallt ríki á Alþingi Is- lendinga. Ég hið yður, lierra forseti sameinaðs Alþingis, að sýna oss þann heiður að taka á móti þessari gjöf I.S.I. til hæstvirt Alþingis, um leið og vér biðjum Guð að blessa störf þess, fvrir land og lýð, um alla framtíð. Kæru stjórnendur I.S.I og forseti þess! Mér er það mikil ánægja og oss forsetum Al- Jiingis að veita ykkur viðtöku i dag og þiggja af ykkur þessa dýru gjöf til handa Alþingi íslend- inga. Vér vitum, að ykkar lieimsókn er af góðum lmga gerð, liuga, sem er unnandi íslenzkri þjóð, — og vér vitum, að lijá ykkur er styrks að vænta til varðveizlu alls þess, sem gott er, traust og þjóð- legt i landi voru, og þess þörfnumst vér eigi livað sízt nú, er vér á vissan liátt erum að byrja nylt líf, sem alfrjálsir og treystandi á sjáifa oss til aíls framgangs, en eigi á aðra fyrst og fremst. Þessi fagra gjöf ykkar, hamarinn, fagurlega greyptur og ristur, sem forráðamenn löggjafarþings þjóð- arinnar munu nota um ókomin ár, er þeir ráða málum hennar til lykta á þingi,hann er, svo sem vera ber, allur binn þjóðlegasti í sniði, snildar- verkið er íslenzkt, þótt aðfengið efni sé nýtt. Eld- vígsla þessa bamars mun fara fram að Lögbergi, er lýðveldi verður af forseta sameinaðs Alþingis lýst í gildi tekið á landi voru. Traustu félagar, sem leitið frama og' árangurs í eigin afrekum, liafið þökk fyrir komuna og' veg- lcga gjöf, sem enn mun auka ykkar bróður. Berið kveðju öllum, er á bak við ykkur standa, með óskum frá Alþingi um góðar heillir og mikil og glæsileg störf fyrir fríða og kæra fósturjörð, sem oss öllum ber að þjóna. Þá tók forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveinsson, við lýðveldishamrinum, með eftirfarandi ávarpi: Stjórn t.S.Í. á Alþingi 16. júni 1944. Forseti sambandsins að ávarpa for- seta Alþingis. Talið frá vinstri: fíen. G. Waage, forseli Í.S.Í., Erlingur Páls- son, fundarritari, Kristján L. Gests- son, gjaldkeri, Jón J. Kaldal, varafor- seti, Jóhannes Stefánsson frá Norðfirði, rneðstjórnandi og Frímann Helgason, bréfritari. Auk þessara eru i stjór'n- inni: Þorgils Guðmundsson. fíegk- holti, Sigurður Greipsson, Haukadal og Þorgeir Sveinbjarnarson, f.uugum.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.