Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 12
4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ÍÞRÓTTAMENNIRNIR OG LÝÐVELDIÐ Eftir Sigurjón Pjetursson á Álafossi. Þegar sú von kviknaði í brjósti íslenzkrar æsku um aldamótin síðustu, að Island myndi áður langt liði verða frjálst og full- valda riki, varð lienni jafnframt Ijóst að við þessu langþráða ríki yrði að taka tápmikil og hraust þjóð. Og til þess að það gæti orð- ið varð hún að þjálfa sig i lík- amlegri mennt. Hin nýja þjóð átti ekki a_ð standa að baki son- um og dætrum annara þjóða, en hún varð að leggja að sér, þjálfa sig, skapa sér kjark og vilja. Það var byrjað að halda íþrótta mót í ýmsum íþróttagreinum og í samhandi við þau voru stund- um haldnar livatningaræður þar sem meðal annars var bent á afrek forfeðranna, ef það kynni að geta orðið til þess að vekja æskuna úr dróma og yrði henni hvatning til dáða. En í öllum þessum ræðum og hvatningum var andinn sá sami, og hann var sá, að ísleningar gætu því aðeins orðið frjáls þjóð, að hver og einn einstaklingur þjóðfélagsins gerði skyldu sína, legði krafta sína fram óskerta og til þess varð hann að vera likamlega heill og standa ekki í neinu að baki úr- valsstofnum annara þjóða. Frá þeim tíma hefur starfið haldið áfram og með þeim glæsi- lega árangri, sem allir hafa séð, sem fylgst hafa með sýningum Í.S.Í. á lýðveldishátíðinni. íslenzkir íþróttamenn liafa marg sinnis sýnt erlendum þjóðum, að í þeim hýr kraftur og dugur, er þeir liafa faxáð utan til iþrótta- leikja. Þeir hafa ævinlega kom- ið fram með sæmd og borið ujipi hróður þjóðarheildarinnar. Frá því 1908 og allt til þessa hafa ís- lendingar sótt erlenda íþrótta- kappleiki, fyrst undir merkinu „Island“, en síðan 1918 undir ís- lenzka fánanum. Hvar sem þeir hafa íarið hafa þeir vakið að- dáun með glæsilegri framkomu sinni og mörgum útlendingnum hefur orðið starsýnt á liinn litla en gjörvulega lióp pilta eða stúlkna, sem gengu inn á leik- vanginn undir islenzka fánan- um. Ég liygg að þetta hafi ált sinn þátt í því að vekja sjálfstraust okkar og skapa hæði okkur og öðrum trú á getu vora til að taka stjórn málefna þjóðarinnar í eigin hendur. En íþróttamenn- irnir okkar liafa líka jafnframt sýnt það að á íslandi húa hvorki skræfur né skrælingjar heldur tápmikil menningarþjóð, sem til- einkað hefur sér það hezta úr menningu annarra þjóða, en stendur að öðru leyti á gömlum þjóðlegum merg. Það þarf mikla vinnu og mik- inn undirbúning undir íþróttaför til annara landa, en því starfi hefur aldrei verið á glæ lcastað — það liefur horið þúsundfald- an árangur, því að það hefur hyggt traustari stoðir undir þjóð- arlíkamann. Það er líkamsmenn- ingin, sem skapar giftu hvers þjóðfélags og meginskilvrði til þess að það geti dafnað er að fólki sé heilbrigt og hraust. Tign- armerki hvers einstaklings á að vera það, að hann sé búinn sem flestum íþróttum, og að líkami lians sé lireinn af tildri tízkunnar. Hreinleiki likamans á að vera hafður í jafnmildum heiðri og fáni sá sem íþróttamaðurinn gengur undir til leikja. Þegar vér lítum yfir liðin ár þrjátíu og sjö — þau síðustu, þá sjáum við, að það ber ekki hvað lægst á sigrum íþrótta- mannanna, þeim, sem þeir hafa unnið þjóð sinni á erlendum vettvangi. Yið þurfum ekki ann- að en að minnast Olympípleikj- anna i Stokkhólmi árið 1912, þegar þeir neituðu að ganga und- ir dönskum fána inn á leikvang- inn. ísland var þeim fyrir öllu, enda mun þessi atburður mjög hafa lyft undir Islendinga í því að krefjast síns eigins fána. Og við skulum svo minnast allra í- þróttaferðanna til Norðurlanda, ó Lingiaden í Stokkhólmi eða á Ólympíuleikana í Berlín 1930. Þessar voldugu íþróttahátíðir og þátttaka íslendinga í þeim munu Iiafa átt drýgri þátt í því að kynna ísland og ihúa þess sem menn- ingarþjóð, heldur en margar hækur um Island mundu hafa getað áorkað. Þessu megum við ekki gleyma nú á hinum ein- stæðu tímamótum í sögu þjóðar vorrar og á tímamótum, sem við viljum gjarnan rifja upp hvað það hafi verið, sem aðallega vakti íslenzka æsku til þeirra dáða, að slaka aldrei af fullveldiskröfun- um fyrr en lokaskrefinu var náð. Þar hafa íþróttamennirnir lagt fram sinn skerf, er verður þeim um aldur og ævi til sóma.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.