Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 14
6 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ KNATTSPYRNUMÓT ÍSLANDS: Valnr varð Islandsmei§tari. Knattspyrnumót íslands hófst 5. júní. Höfðu fimm félög gefið sig fram til keppni í því, en það voru: Fram, Í.R., K.R., Valur og Víkingur. Því miður komu hvorki Akureyr- ingar né Vestmannaeyingar og var það skaði, því þátttaka þeirra hefur æfinlega sett sinn svip á mótið. í leikj- um sínum í fyrra, móti Val og K.R. sýndu Akureyringar prýðilegan leik og hefðu því átt að geta staðið sig vel í ár. Um ástæður veit ég ekki til fjarveru þessara félaga,en gera má ráð fyrir að mannfæð hafi valdið, þar sem atvinnuhættir manna eru all breytilegir. Eitt nýtt félag mætti þó á þessu móti, en það var Í.R. Vakti það nokkra furðu, þar sem þeir höfðu ekki náð efsta sæti i I. fl. í fyrra- sumar, en það eðlilega er að félögin gangi upp í meistarafl. eftir ákveðn- um reglum. Þessar reglur eru nú ekki til. K.R.R. áleit fyrir nokkrum árum, að reglur um þetta atriði væri ekki timabærar, svo í rauninni geta hverj- ir sem eru keppt í meistaraflokki eins og er, enda var Í.R. ekki meinuð þátt- taka í mótinu. Að þessu sinni hófst mótið óvenju- leg'a hátíðlega. Setti forseti Í.S.Í það með stuttri ræðu, en á meðán stóðu öll liðin, sem kepptu i mótinu, i full- um búningum á miðjum vellinuin. Að ræðunni lokinni var Jeikinn þjóð- söngurinn. Forseti Í.S.I. afhenti for- manni K.R.R., Ólafi Sigurðssyni, horð- fána í' tilefni af lýðveldisafmælinu og afmæli K.R.R. Mér er sagt, að þessi hátiðlega setning hafi staðið i sam- bandi við lýðveldisstofnunina, en ég vildi benda á, að æskilegast væri og rauiiar sjálfsagt, að öll knattspyrnu- inót íslands í Meistarafl. verði sett með svipaðri viðhöfn og í þetta sinn. Siðan hófst fyrsti leikur mótsins milli Fram og K.R. Var hann aflur heldur linlega leikinn, og lofaði engu góðu um mótið. Endaði hann með sigri K.R. 1:(), sem eins hefði getað orðið öfugt eða þó réttast jafntefli, svo jöfn voru liðin í þessum leik. Næsti leikur milli. Vals og Víkings, var yfirleitt góður en mikill vindur hamlaði þó að félögin fengju það bezta fram, endaði sá leikur 2:2. Þessi iið leika að mörgu leyti svipað, með stuttum og nokkuð nákvæmum spörk- um og nota auk þess við og við lang- ar spyrnur. Þriðji leikur mótsins er milli Fram og Í.R. Lék mönnum nokkur forvitni á að sjá Í.R. Leikar fóru nú svo, að Fram vann 8:0 og veittu ÚR.ingar varla þá mótspyrnu, sem þó hefði mátt húazt við. Með dálitið öruggari markmanni hefðu þeir þó getað forðað 2—3 mörkum af þessum 8. Yfirleitt voru leikmenn þeirra ekki í meistara- flokki livað getu snerti, að einum eða tveimur undanskildum. Eins og er virðist lið þeirra því vera I. fl. lið. Eftir þennan leik draga þeir sig til baka úr mótinu með þeim eftirköst- köstum að K.R.R. dæmdi þá frá þátt- töku i meistaramótum í eitt ár og auk þess i 500 kr. sekt. Fjórði leikur mótsins var milli K.R. og Vals, lauk honum með sigri Vals 2:0. Var þetta mjög skemmtilegur leikur. Létt yfir honum með áhlaup- um á báða bóga, þó hættan væri yf- irleitt meiri við K.R. markið létu þeir aldrei bilbug á sér finna leikinn út. Er þetta vafalaust bezti leikur K.R. og Vals um langan tíma. Fimmti leikur mótsins milli Fram og Víkings, endaði með jafntefli 2:2. Var leikurinn nokkuð jafn, þó var ieikur Víkings léttari og nákvæmari samleikur en hjá Fram hinsvegar liéldu þeir út allan tímann með siniii gömlu seiglu, og gerðu jafntefli, þó Víkingur byrjaði að setja inörkin. Það atvik kom fyrir í þessum leik, að vítisspyrna var dænui á mark- mann Vikings og munu þess fá dæmi hér. Vakti þetta nokkur kölí og lætí áhorfenda, sem áttu vist að vera mót- mæli. Vegna misskilnings, sem ég hef rekið mig á í sambandi við þetta at- vik, að ekki mætti dæma vítisspyrnu á markmann, vil ég benda á, að hann er ekkerl rétthærri en aðrir leikmenn hvað þetta snertir, og álíti dómari, að liann hafi brotið þýðir ekkerl við því að segja. Sjötti leikurinn var milli K.R. og Vikings, sem endaði með sigri K.R. 2:0. Rrandur Brynjólfsson gat ekki verið með þennan leik, svo að gera má ráð fyrir að leikar hefðu t'arið nokkuð á anna veg ef hann hefði ver- ið með. Um úrslit er þó ómögulegt að spá, því liðin leika all ólíkt. Þó geri ég ráð fyrir, að þetta hefði orð- ið mjög jafn leikur. Hitt var það. að Víking' notaðist illa að þeim íækifær- um sem hann fékk og raunar má sama segja um K.R., þvi skolmenn voru mjög skeikulir. Þá er einn leikur eftir milli Vais og' Fram. Standa þá stig þannig að ef Fram vinnur geta K.R.-ingar kom- ið í sparifötunum til að taka a móti bikarnum. Yrði aftur jafntefli þurftu K.R. og Valur að keppn aftur. Svo óneitanlega var orðinn „spenningurM í mönnum livort mark yrði gert eða ekki og hver gerði það, og nokkrar mínútur eftir af ieik og ekkcrt mark koniið. Eftir inörg veik og óviss skot tekst Val þó að gera mark, og nokkru siðar hleypur markmaður Fram of langt út úr markinu og knötturinn fer yfir liann og í mark. En Fram- arar eru ekki af haki dottnir, þeir fylgja fasl eftir og berjast til síðustu mínútu og rétt fyrir leikslök tekst þeim að gera mark. Þetta var yfirleitt góður leikur, þó segja megi að Valur liefði átt að setja 1—2 mörk úr þeirri sókn, sem hann hélt uppi fyrri hálf- leikinn, að viðbættri vítisspyrnu sem tékin var full væglega, og Magnús bjargaði.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.