Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ / Liðin. Valsliðið: Yfirleitt var Valsliöið heilsteypiast og þvi vel að þessuin sigri komið. Vörnin er enn höfuð- styrkur liðsins þó framherjar séu einnig nokkuð góðir sérstaklega út- herjarnir Ellert og' Jóhann. Albert (liann lék þó ekki síðast) er mjög ieikinn en notar þó ekki sem skyltli leikni sína til að byggja upp sam- herjana. Staðsetningar varnarinnar eru oftast góðar. Hliðarframverðirn- ir eru duglegir en lialda boltanum of lengi og byggja þar af leiðandi ekki vel upp. Skottilraunir framherjanna eru of fáar og of iélegar í hiutfalli við aðra leikni þeirra. K.R.liðið hefur mikinn barátiuvilj.i og sýndi í leiknum við Val að þeir ráða yfir tölverðum samleik. I>ó er það þeirra veika lilið, að sparka stórt og óákveðið, búa illa i liaginn fyrir framherjana. Eins og er, er liðið nokkuð misjafnt að gæðum, enda við því að búast, þar sem í því eru 4 menn sem hafa innan við ársreynslu. Skiptir það miklu máli, að tveir þeirra leika liliðarframverði sem eru þýðingarmestu stöðurnar i liðinu. En þeir koma til með góðri og réttri æfingu. Birgir bar uppi hita og þunga varnarinnar, en Jón Jónasson sóknarinnar; er hann þeirra skotviss- asti maður. VíkingsUði.nu svipar mikið til Vals- liðsins hvað leikaðferðir snertir. Þeir nota mikið stuttan sandeik og ráða yf- ir mikilli leikni, en skortir þó aldur og þroska, en þegar þeir hafa fengið fleiri leiki að baki sér lofar liðið mjög góðu. Því miður er Brandur of mikill hluti iiðsins og eins og hjá hin- n.m félögunum eru varamenn litt reynd ir. Liðið leikur skipulega bæði sókn og vörn. Framliðið. Liðið byrjaði ekki vel en óx með leikjuuum í mótinu. Mér virðist þeim standa nokkuð fyrir þrif- um að þeir fá ekki upp ákveðna menn á ákveðna staði, það er of mikill mannflutningur i liðinu, þvi ef mað- ur athugar hvern einstakan, þá eru þetta dugnaðarmenn, en þeir fá ekki þá heild út, sem nauðsynlcg er. Fram ræður þó oft yfir sæmilegum tilþrif- um í samleik, en brestur oftast á því að jieir finna ekki hvern annan. Sem heild er vörnin sterk en staðsetning- arveilur opna þar o't. Framherjum verður ekki heldur nög úr leik sín- um, miðað við getu læirra. t. d. Þór- halls, Kristjáns og Karls Torfa. Tak- ist Fram að fá meiri festu í liðið verða þeir ekkert lamb að leika sér við. Margir höfðu búist við að mótinu sliti með svipuðum hátíðablæ og jiað var sett, en þvi var ekki að heilsa. Fólkið þyrptisl in.i á völlinn strax eftir leikslok og hópaðist utan um forseta Í.S.Í. og kappliðin meðan af- hending verðlauna fór fram, en sig- urvegurunum var eins og venjulega afhentur verðlaunapeningur og auk þess var þeim afhentur borðfáni á stöng í tilefni af þessu sérstaka ári og fékk fyrirliði Fram, Sæmundur Gislason, einnig fána. Eins og' fyr segir er þetta í 10. sinn sem Valur vinnur íslandsmótið. K.R. hefur unnið það 10 sinnum. Frani 9 sinnurn í leik, en handhafi þess i 11 ár (1918 og' 1914 ekki keppt). Stigin á mótinu féllu þannig: Val- ur fékk 5 st., K.R. fékk 4 st., Víking- ur fékk 2 st., Fram fékk 1 st. — Nöfn íslandsmeistaranna eru: Hermann Her mannsson, Björn Ólafsson, Frímann Helg'ason Geir Guðmundsson, Sigurð- ur Ólafsson, Anton Erlendsson, Jó- hann Eyiólfsson, Guðbrandur Jakobs- son, Sveinn Sveinsson, Sveinn Helga- son, Ellert Sölvason. K. R. vann Tjarnarboðhlaupið oo setti nýtt met. Tjarnarboðhlaup K.R. fór fram i annað sinn sunnudaginn 21. mai s.I. Úrslit urðu þau, að A-sveit K.R. bar sig'ur úr býtum á 2 mín. 39.4 sek. og bætti metið á vegalengdinni um 5 sek., en ]iað met setti K.R. 1943. Önnur varð A-sveit Í.R. á 2 mín. 42.0 sek. og hljóp því einnig innan við gamla metið. Þriðja sveit var A- sveit Ármanns á 2 mín. 45.4 sek. og 4. B-sveit K.R. á 2 mín. 46.8 sek. Sex sveitir tóku þátt í hlaupinu, frá K.R., f.R. og Ármanni. Tvær frá hverju félagi. Hlaupið var í tveimur riðlum. B-sveitirnar fyrst, en síðan A-sveitirnar. — í B-sveitarliðinu tók K.R. þegar forystuna og hélt henni lil enda. í A-sveitariðlinum var keppnin aftur á móti miklu harðari og skemmtilegri. Eftir fyrsta sprett- inn var Finnbjörn (Í.R.) um 8-10 m. á undan Árna (Á.) og Braga (K.R.). Á næsta spretti komst K.R. í annað sætið og' dró síðan stöðugt á Í.R. þar til á fimmta spretti (200 m.) að Hjálmar Kjartansson (Iv.R.) náði ör- uggri forustu móti Óskari Jónssyni (Í.R.). Eftir það dró heldur x sundur, nema ef vera skyldi á síðustu 200 m., sem Kjartan Jóhannsson hljóp mjög rösklega fyrir Í.R. — Frá v.: Svavar, Snorri, Jóhann, Sveinn, Brynj. Ing., Þór, Hjálmar, Brynj. ,!., Bragi, Skúli.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.