Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 16
8 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR: MÓTIN í REYKJAVÍK Afmælismót K.R. 3. júní. var a8 þessu sinni í'yrsta vallarmót sumarsins í frjálsum íþróttum. Á þessu móti náðist yfirleitt ágætur árangur og spáir hann góðu um framhaldið. Ails voru sett 2 met, eitt íslandsmet og 1 drengjamet. Keppt var í 8 í- þróttagreinum með þessum úrslitum: 110 m. grindahlaup. 1. Skúli GuSmundsson, K.R. 18,0 sek. 2. Brynjólfur Jónsson, K.R. 19,4 sek. 3. Magnús Baldvinsson, Í.R. 21,3 sek. Tíminn er óvenju góður. Er ekki óliklegt að Skúli hlaupi á mettíma von hráðar, jafnvel á næsta móti. Metið er 17,0 sek. Kjartan Jóhannsson. 300 m. hlaup. 1. Kjartan Jóhannsson, Í.R. 37,6 sek. 2. Jóhann Bernhard, K.R. 39,0 sek. 3. Svavar Pálsson, K.R. 39,6 sek. Fjórða keppandanum var vikið úr leik fyrir of fljótt viðbragð tvívegis. Er það samkvæmt leikreglum og liefði gjarnan mátt byrja fyr á því aö fara eftir þeim í þessu atriði. Kjartan kom mörgum á óvart með frammi- stöðu sinni. Hver veit nema hann sé einmitt maðurinn, sem tekst að slá hið langlífa 400 m. met. Tíminn er nefnilega aðeins 4Ao lakari en met Brynjólfs Ingólfssonar síðan í fyrra haust, en hann gat ekki verið með nú vegna smámeiðsla. Spjótkast. 1. Jón Hjartar, K.R. 53,78 m. 2. Jóel Sigurðsson, Í.R. 52,59 m. 3. Einar Þ. Guðjolins., K.R. 47,05 m. 4. Oddur Heigason, Á. 45,20 m. Árangurinn er óvenju góður svona snemma sumars, enda var keppnin hörð og spennandi. Sannkölluð end- urtekning á einvígi tveggja fyrstu manna frá siðasta septembermóti. Jón virðist vera alveg ósigrandi í þess- ari grein og lierðast því meir sem samkeppnin er meiri. Skúti Guðnuindsson. Hástökk án atrennu: 1. Skúli Guðmundsson, K.R. i,51 m. 2. Brynjólfur Jónsson, K.R. 1,35 m. Stökk Skúla er nýtt ísl. met. Það gamla, 1,42 m., átti Sveinn Ingvars- son, K.R. frá 1939. Er því hér um mjög glæsilega framför að ræða og lofar góðu um árangur Skúla í há- stökki með atrennu: Langstökk: 1. Skúli Guðmundsson, K.R. 6,59 m. 2. Halldór Sigurgeirsson, Á. 6,42 m. 3. Hösk. Skagfjörð, Sk. 6,35 m. 4. Brynjólfur Jónsson, K.R. 6,24 m. Þetta er afbragðs árangur svona snemma sumars, enda var stokkið undan nokkrum vindi, þó varla ólög- legum. Stökk Halldórs er riýtt drengja- met; átti Finnbjörn Þorvaldsspn, Í.R. það fyrra, 6,28 m., siðan í íyrra. Halldór er ágætt stökkefni, en skort- ir kennslu. Skúli stökk langbezt, en annars settu flestir keppendurnir per- sónuleg met og um þessa keppni, sem heild, má segja það, að árangurinn var ótrúlega góður, 6 menn yfir 6 og 4 yfir 6,20! 3000 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, Í.R. 9:42,8 min. 2. Sigurgisli Sigurðsson, Í.R. 9:47,4 m. 3. Hörður Hafliðason, Á. 9:56,6 min. 4. Indriði Jónsson, K.R. 9:56,8 mín. Fimmti keppandinn, Har. Björns- son, K.R., var einnig undir 10 mín. (9:57,6). Þetta var skemmtilegt hlaup og árangur mjög sæmilegur. Kúluvarp: 1. Jóel Sigurðsson, l.R. 13,46 m. 2. Bragi Friðriksson, K.R. 12,53 m. 3. Einar Þ. Guðjohnsen, K.R. 11,79 m. 4. Sig. Sigurðsson, Í.R. 11,56 m. Methafann, Gunnar Huseby, vantaði og var það skaði. Jóel' sigraði örugg- lega enda er hann i stöðugri framför. 4x200 m. boðhlaup: 1. A-sveit K.R. 1:38,3 min. 2. Í.R. sveitin 1:39,0 mín. 3. B-sveit K.R. 1:39,1 mín. 4. Ármann 1 :40,4 min. K.R. náði góðu forskoti á fyrsta sprettinum og Iiélt því hlaupið út. B-sveit K.R. komst fram úr Ármanni á öðrum sprettinum, en Í.R.-sveitin var síðust. Á næstsíðasta sprettinum fór Í.R. að draga á og loks tókst Finn- birni að pína sig fram úr bæði Ár- manni og B-sveit K.R. á síðasta sprett inum, en A-sveit K.R. sigraði örugg- lega. Mjög skemmtilegt hlaup. í A-sveit K.R. voru: Jóh. Bernhard. Bragi Frið- riksson, Svavar Pálsson og Hjálmar Kjartansson. Í.R. vann Reykjavíkurboðhlaupið. Boðhlaup Ármanns umhverfis Reykjavík fór fram 9. júní s.l. með þeim úrslitum, að A-sveit Í.R. vann hlaupið á 18:19,6 mín. eftir harða keppni síðasta sprettinn. Önnur varð sveit Ármanns á 18:21,0 mín., þriðja K.R. á 18:25,2 mín og fjórða B-sveit Í.R.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.