Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 22
14 ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ Hörður Hafliðason. 1500 m. hlaup: 1. Hörður Hafliðason, Á. 4:16,6 mín. 2. Sigurgeir Ársælsson, Á. 4:16,8 m. 3. Óskar Jónsson, Í.R. 4:17,4 mín. 4. Har Björnsson, K.R. 4:25,4 mín. Þetta var mjög skemmtilegt lilaup. Keppendur voru 7 talsins og var far- ið allgreitt af stað. Óskar leiddi hiaupið lengst af, en varð að hleypa báðum Ármenningunum fram úr sér á iokasprettinum, enda hlupu þeir báðir mjög „taktiskt“ og inátti varla í milli sjá hvor þeirra hefði það. Var Sigurgeir óþekkjanlegur frá því daginn áður. Tími Óskars er glæsi- legt drengjamet, en tími Harðar ann- ar bezti tími hérlendis. Heildarárang- ur þessa hlaups var því mjög góður. Yfir 1. grind. Frá v.: Skúli, Brgnj., Oddur og Finnbjörn. 110 m. grindahlaup: 1. Skúli Guðmundsson, K.R. 17,0 sek. 2. Brynjólfur Jónsson, K.R. 18,0 sek. 3. Finnbjörn Þorvaldsson, f.R. 18,3 s. 4. Oddur Helgason, Á. 18,3 sek. Svona á grindahlaup að vera. Fyrsti maður á mettíma og síðasti maður á 1 Ví’ sek., betri tíma en meistarinn í fyrra. Skúli og Brynj. hlupu bezt, en allir voru keppendurnir þó of háir yfir grindunum. Þessi ánægjulega framför á mikið rót sína að rekja til þess, að vöilurinn getur nú boðið upp á nógu margar löglegar grindur. Hugsa menn með tilhlökkun til meist- aramótsins, þegar þetta hlaup fer aftur fram. 10.003 m. kappganga: 1. Sverrir Magnússon, Á. 61:35,6 m. 2. Steingr. Atlason, F.H. 64:21,2 in. Aðeins 2 keppendur eins og endra- nær. Væri nær að leggja þessa úreltu grein á hilluna og lilúa heldur að öðrum þarfari íþróttagreinum. Síðan Haukur Einarsson liætti að æfa sig, hefur enginn göngugarpur komið hér fram, nema ef vera skyldi Sverrir Magnússon, sem virðist gott efni. Eftir annan daginn stóðu stigin þannig: K.R. (i4, Í.R. 53, F.H. 41 og Ármann 30. Þriðji dagur, miðvikudagur 12. júlí: 4x100 m. boðhlaup: 1. Afsveit K.R. 46,8 sek. 2. Í.R.-sveitin 46,8 sek. 3. B-sveit K.R. 47,3 sek. 4. B-sveit Í.R. 50,4 sek. Eftir fyrstu skiptingu var A-sveit K.R. lang fyrst, en hinar svipaðar, B-sveit K.R. þó á undan. Við siðustu skiptingu kom hinsvegar dálítið ó- liapp fyrir A-sveit K.R., svo að hið langa forskot varð strax að engu. Virtist Í.R., með Finnbjörn sem enda- mann hafa sigurinn i sínum höndum. Sveini Ingvarssyni tókst þó að tryggja K.R. knappan sigur með sínum al- kunna skreflanga endaspretti, en tímamunur var enginn. B-sveit K.R. var svo 4—5 m. á eftir á %o sek. betri tíma en íslandsmeistararnir í fyrra. Ó venjulega spennandi boð- lilaup. A-sveit K.R.: Jóhann, Brynjólf- ur, Hjálmar og Sveinn. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, Í.R. 54,29 m. 2. Jón Hjartar, K.R. 51,61 m. 3. Finnbj. Þorvaldsson, Í.R. 48,88 m. 4. Jens Magnússon, K.R. 46,97 m. Þetla er í fyrsta sinn, sem Jón Jóel Sigurðsson. Hjartar tapar spjötkasti hér í Reykja- vik, eftir óslitna sigurför undanfarin 4—5 ár. Árangur Jóels er þeim roun eftirtektarverðari, að hann var meidd ur á fæti og liafði því lítil not af atrennunni. Jón virtist ekki vera í essinu sínu, enda er hann búinn að kasta rúmum 2 m. lengra fyr í sum- ar. Finnbjörn er ójafn, en á til góð köst, annars þyrfti hann að fá betri tilsögn. Jens er að ná sér á strik aft- ur, en hann kastaði 52,74 m. fyrir 7 árum. Kjartan setur met i 400 m. 400 m. hlaup (úrslit): 1. Kjartan Jóhannsson, Í.R. 52,3 sek. 2. Brynjólfur Ingólfsson, K.R. 54,0 s. 3. Finnbjörn Þorvaldsson, Í.R. 55,0 s. 4. Jóhann Bernhard, K.R. 55,5 sek. Eftir undanrásirnar bjuggust menn almennt við nýju meti, því Kjartan hafði unnið sinn riðil létt á 53,1, en Brynj. hinn riðilinn á 53,7. Jóhann

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.