Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 30
22 IÞRÓTTABLAÐIÐ * Ymsar fréttir. Fyrsta dómaranámskeiðið í frjálsum íþróttum. Um mánaðarmótin apríl—maí s.l. Iiélt íþróttaráð Reykjavíkur loks liið langþráða námskeið fyrir dómara í frjálsum fþróttum. Var námskeiðið haldið í samráði við stjórn Í.S.Í., sem bar allan kostnað við það. Kennslan fór fram í Háskólanum, en verldegar æfingar á Íbróttavellin- hún það eitt af verkefnum Ars- þings. Þess má einnig geta, að íþróttaheimilinu liafa borizt nokk ur áheit og gjafir, og eru nú í sjóði 25 þús. krónur. Í.S.Í. hefur haft 12 íþrótta- kennara á sínum vegum á árinu. Hafa þeir starfað víðsvegar um landið og kennt ýinsar íþróita- greinir með ágætum árangri. Stjórn Í.S.Í. vann að þvi sið- astliðið liaust, að gerð vrði til- raun með gufubaðstofu vic þvottalaugarnar. Fór hún þá á fund hr. Helga Sigurðssonar hita- veitustjóra, og ræddi við hann um málið. Hefir liann nú gert tillögur um fyrirkomulag og hyggingu baðslofunnar og falið íþróttaraðunaut Reykjt víkur, lu . Benedikt Jakobssvni, allar fram- kvæmdir. Má vænta þess, að ekki verði langt að biða, (>ar til gufu- baðstofan getur tekið til slarfa. Baðstofan er ætluð íþróttamönn- um og almenningi til afnota. íþróItasambandssíjornm hefur haft bein og óbein afskipti af fjölmörgum málum öðrum, svo sem íþróttamannvirkjunum fvr- irliuguðu i Laugardalnum hjá Rvík o. s. frv., en rúmsins vegna er ekki unnt að stikla nema á því helzta. uni. Kennarar voru: Benedikt Jak- obsson, íþróttaráðunautur, Þorst. Ein- arsson, íþróttafulltrúi, Ólafur Sveins- son, prentari og Steindór Björnsson frá Gröf. Prófdómari i verklega próf- inu var auk þeirra Þórarinn Magnús- son, skósmiðameistari. Að námskeiSinu loknu fóru fram próf fyrir þátttakendur, með þeim árangri að allir, 16 talsins, stóðust prófið, þ. e. hlutu yfir 7 í meðalein- kunn. Helmingur þeirra stóðs auk þess meira prófið eða 8.50 í hverri grein og teljast því hæfir til að stjórna keppni eða vera yfirdómarar. Þrír fengu ágætiseinkunn, yfir 9 i meðaleinkunn, voru það Jóhann Bernhard, Skúli Guðmundsson og Sig. S. Ólafsson. Að loknu prófi fór fram afhending dómaraskírteina og framkvæmdi for- seti Í.S.Í. þá athöfn. Að því loknu sýndi Þorst. Einarsson, íþróttafull- trúi, tvær ágætar kennslukvikmynd- ir í frjálsum íþróttum. Það hefur lengi staðið til, að halda námskeið sem þetta, en eigi orðið af framkvæmdum fyr en nú. Má þó með sanni segja að þörf hafi verið orðin nokkuð brýn, þar sem leikreglur eru alltaf að taka ýmsum smábreytingum, sem hver einasti frjálsíþróttadómari verður að kunna full skil á, til þess að geta talist starfi sínu vaxinn. í ráði er að halda annað námskeið eða próf á næstunni, fyrir þá, sem gátu ekki tekið þátt í þessu nám- skeiði,því takmarkið er að allir, sem fengnir eru til að vera dómarar eft- irleiðis, geti sýnt skírteini, er sanni hæfni þeirra. Hið nýja íþróttaráð á þakkir skil- fyrir að hrinda ]iessu nauðsynjamáli í framkvæmd og Í.S.Í. fyrir sinn góða stuðning við málið. Að lokum þykir rétt að birta liér nöfn hinna nýútskrifuðu dómara: Jóh. Bernhard, Skúli Guðmundsson, Sig. S. Ólafsson, Þórir Guðmundsson, Guðm. Sigurjónssön, Jón Guðmunds- son, Har. Matthíasson, Óskar Guð- mundsson, Brynj. Jónsson, Ingólfur Steinsson, Sigurlaugur Þorkellsson, Gunnar Sigurðsson, Hjálmar Ólafsson, Vignir Steindórsson, Þór Þormar og Magnús Baldvinsson. Árbók frjálsíþróttamanna 1944 er nýkmin út fjölbreyft að efni og myndum. Þessi bók er talsvert stærri en í fyrri og frágangur allur hinn vandaðasti. Ritstjórar hennar eru þeir sömu og' áður, Jóhann Bernhard og Brynj. Ingólfsson. Þeim, sem á- huga hafa fyrir frjálsum íþróttum er ráðlagt að tryggja sér eintcik af bók- inni, því þarna fá þeir á einum stað að vita allt það helzta, sem gerizt í þessari iþróttagrein. Fimleikahópsýningin á Þingvöllum 17. júní 1944. Á forsíðu blaðsins birtist mynd af liópsýningu fimleikamanna á Þing- völlum 17. júní s.l. Var þetta ein sú stærsta og glæsilegasta hópsýning, sem hér hefur sézt. Þátttakendur voru 160 auk 11 fánabera eða samtals 171. Voru þeir flestir frá íþróttafélögun- um og skólunum í Reykjavik en þó 15 utan af landi, frá U.m.f. Skeiða- manna. Vignir Andrésson, fimleika- kennari stjórnaði sýningunni og fórst það ágætlega eins og vænta mátti. Leiðrétting. I (i.—7 tbl. síðasta árgangs hefur slæðzt inn talnavilla i yfir- litið um kringukastið, sem að vísu er liægt að átta sig á með því að lesa meðfylgjandi grein um þróun kringlukastsins. Villan leiðréttist þannig: Bæta skal einni línu inn í yfirlitið á eftir ártalinu 1935 og þar skal standa: 1936: 40.25* m. Kristján Vattnes, K.R. Þvínæst skal breyta næsta ártali fyrir neðan úr 1936 i 1937. Sjálft línuritið tekur aðeins þeirri brevtingu, að svarta strik- ið milli ársins 1936 og 1937 á að hækka um ca. 1 millimeter upp að litla hvíta deplinum á árinu 1937, í stað þess að lækka. Eru lesendur hér með beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Ritstj.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.