Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 32

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 32
24 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ =3mww^Tcm LLn\y hlaup, þar sem þátttakendur koma afskræmdir og varla í mannsmynd að marki. 1 knatt- spyrnu gætir fegurðar bæði í knattmeðferð einstaklinga og byggingu leiksins. Leikmaður verður að gera sér Ijóst, að hann er einn af ellefu, og' bve leikinn sem liann er, verður bann aldrei góður leik- maður, uema hann treysti félög- um sínum fyllilega. Ég-ismi á ekki heima i flokkaíþróttum. Það þarf að veita nýju blóði inn i knattspyrnuna við og við með því að fá erlenda þjálfara og flokka og senda úrvalslið á knattspyrnumót Norðurlanda. Þar má margt læra. Hér er knattspvrna komin ]>að langt, að félögin ættu að sýna meiri tiIbreytileik í leikaðferð- um, sérstaklega sókn. W-kerfið er orðið beldur leið- inlegt. Að lokum þetta: Iþróttir eru nauðsynlegur og sterkur þáttur í uppeldi Iiverrar þjóðar. En eng- inn einstaklingur má ganga svo upp i vöðvaþjálfun, að bann láti andleg bugðarefni sig engu ski])ta og verði að andlausri vöðvaveru. Hugsunin er aðall mannsins og hún gerir bann að æðstu veru jarðarinnar, en ekki líkamlegir yfirburðir. Hugsunin þarf því þjálfunar við engu síður eu lik- aminn. Íþróttahátíð K.R. í amerísku íþróttahöllinni. 1 sambandi við 45 ára afmæli K.R. hélt félagið íþróttahátíð þann 26. marz s.l. í amerísku íþróttahöllinni við Hálogaland. Fór þar fram glímu- sýning og hændaglíma undir stjórn Ágústs Kristjánssonar, fimleikasýn- ing úrvalsflokks karla undir stjórn Vignis Andréssonar, drengjaglíma, há- stökkskeppni og handknattleiks- keppni kvenna og karla. Urslit íþrótta keppninnar urðu þessi: Bændaglíma; Flokkur Kristmunds Sigurðssonar vann flokk Davíðs Hálf- dánarsonar. Drengjaglíma (þyngri flokkur) 1. Haukur Aðalgeirsson (Í.R.) 4 vinn., 2. Einar Ingimundarson (Vaka) 3 vinn., 3. Friðrik Guðmundsson (K.R.) 2. vinn. (Léttari flokkur): 1. Einar Mark- ússon (K.R.) 4 vinn., 2. Torfi Jóns- son (K.R.) 2 vinn., 3. Aðalsteinn Eiríksson (K.R.) 2. vinn. Hástökk með atrennu: 1. Skúli Guð- munsson (K.R.) 1,84 m., 2. Svavar Pálsson (K.R.) 1,65 m., 3. Brynjólf- ur Jónsson (K.R.) 1,65. Hástökk án atrennu: 1. Skúli Guð- mundsson (K.R.) 1,40 m., 2. Brynj. Jónsson (K.R.) 1,40, 3. Sveinn Ingv- arsson (K.R.) 1,35, 4. Þorsteinn Valdemarsson (K.R.) 1,35 m. Sveinn stökk 1,40 m. í umstökki. Handknattleikur kvenna: K.R. vann Hauka með 9:7. Handknattleikur karla: Valur vann K.R. með 14:10. Húsfyllir var áhorfenda og þótli íþróttahátíðin takast með afbrigðum vel. Happdrætti fyrir skóla- og íþróttahús U.M.F. Grundfirðinga. Dráttur fór fram 1. júlí s.l. og koniu upp þessi númer: Nr. 341 reiðhestur, — nr. 1691 skíði með öllu tilheyrandi, — nr. 6268 saumavél, — nr. 1908 kvenarmbands- úr og nr. 6779 kaffistell (12 manna). Þorgeir Sveinbjarnarson frá Laugum hefur nýlega verið ráð- inn framkvæmdastjóri Í.S.Í. til eins árs. Davíð Hálfdánarson glímukappi K. R. Innanfélagsglíma K.R. fór fram 18. júli s.l. Keppt var i fyrsta sirm um glímu- horn það, sem þeir Benedikt G. Waage og Kristján L. Gestsson gáfu til árlegrar innanfélagskeppni i is- lenzkri glímu. Að þessu sinni bar Davíð Hálfdánar- son sigur úr bitum; hlaút hann glímu- hornið og þar með titilinn „glimu- kappi K.R.“ íþróttablaðið. Útgáfa þessa blaðs hefur dregizt töluvert vegna sumarleyfa o. s. frv. og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. í næsta blaði, sem kemur út í september, munu birtast úrslit þeirra móta, sem eigi var rúm til að geta nú. ÍÞRÓTTABL AÐIÐ. Útgefandi: íþróttablaðið h/f. Ritstjóri: Þorsteinn Jósepsson. Ritnefnd: Benedikt Jakobsson, Þorsteinn Einarsson. Blaðstjórn: Ben. G. Waage, Kristján L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson, Þorst. Einarsson. Afgreiðslum.: Þórarinn Magnússon, Haðarstíg 10. Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst- hólf 367, Reykjavík. Verð: Kr. 20.00 pr. árg. Kr. 2.50 pr. tbl. Herbertsprent ---------------------------------1

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.