Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Side 10

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Side 10
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Meistsiramót í. S. I. 1944 í frjálsnm íþróttum Meistaramót Í.S.L. í frjálsum íþrótt- um. hið 18. í röðinni, fór fram að þessu sinni i þrennu lagi. Mánudaginn 24. júlí fóru bæði boðhlaupin fram, miðvikudaginn 2. ágúst fimmtarþraut- in. Laugardaginn 12. og sunnudag- inn 13. ágúst fór aðalhluti mótsins fram og loks laulc því mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. ágúst með Lteppni í 10 km. hlaupi og tugþraut. Þátttalca í mótinu var óvenju mikil. Alls tóku (57 íþróttamenn þált í mót- inu frá 7 félögum: Glímufélaginu Ár- mann (Á.), Fimleikafél. Hafnarfjarð- ar (F.H.), íþróttafél. Rvíkur (Í.R.), Ungmenna og íþróttasambandi Aust- urlands (U.Í.A.), Knattspyrnufél. Rvíkur (K.R.), Knattspyrnufél Vest- mannaeyja (K.V.) og U.M.F. Skalla- grími, Borgarnesi (Sk.). Alls voru sett 3 ísl. met á mótinu og 1 drengjamet. K.R. fékk flest meist- arastig, 11 talsins, Í.R. fékk 6, K.V. 2 og F.H. eitt. Úrslit í einstökúm greinum urðu þessi, í þeirri röð, sem keppt var: Mánudagur 24. júlí: 4x100 m. boðhlaup: Meist. A-sveit K.R. 45.7 sek. 2. Í.R.sveitin 45,9 sek. 3. A-*sveit Ármanns 48,0 sek 4. B-sveit K.R. 48,2 sek. Þetta er næsthezti timi, seni náðzt hefur, en metið á K.R.-sveit frá 1937 á 45,0 sek. íslandsmeistararnir eru þessir: Jóhann Bernhard, Brynj. Tng- ólfsson, Hjálmar Kjartansson og Sveinn Ingvarsson. 4x400 m. boðhlaup: Meist: K.R.-sveitin 3'38,8 mín. 2. Í.R.-sveitin 3:42,4 mín. 3. Ármannssveitin 3:43,8 mín. Sömuleiðis næstbezti tími, sem náðzt hefur í þessu lilaupi og aðeins 1 sek. Lakari en metið, sem K.R. setti 1942. íslandsmeistararnir eru þessir: Jóhann Bernliard, Páll Halldórsson, Svavar Pálsson og Brynj. Ingólfsson. MiBvikudagur 2. ágúst. Fimmtarþraut: Meist. Jón Hjartar, K.R. 2627 stig. 2. Bragi Friðriksson, K.R. 2481 stig. 3. Skúli Guðmundsson, K.R. 2461 st. 4. Einar Þ. Guðjohnsen, K.R. 2435 st. Keppendur voru 6 og allir úr K.R. Fengu 5. og 6. maður 2367 stig og 2311 slig, en það voru Brynj. Jónsson og Brynj. Ingólfsson. Er þetta þvi lang jafnasta fimmtaþrautarkeppni, sem hér liefur farið fram. Mátti varla á miili sjá hver sigra mundi fyr en i síðustu greininni. Afrek Jóns i ein- stökum greinum voru þessi: Jangst. 5,92; spjótkast 49,95; 200 m. 26,6; kringla 32,16; 1500 m. 4:45,6. — og hinna þriggja i sömu röð. fíragi: 6,08 — 43,43 — 25,0 —38,35 —5:32,8. — Skúli: 6,55 — 39,38 24,6 — 30,30 — 5:15,2. FAnar: 5,72 — 45,19 — 25,3 — 31,05 — 4:54,8. Veður var mjög hagstætt þetta kvöld. Laugardaginn 12. ágúst. 200 m. hlaun: Meist: Finnbj. Þorvaldss., Í.R. 23,5 s. 2. Gutt. Þormar, U.Í.A. 24,4 sek. 3. Árni Kjartansson, Á. 24,6 sek. 4. Jóhann Bernhard, K.R. 24,8 sek. Hlaupið var i tveim riðlúm. Vann Finnbjörn þann fyrri á 23,4 móti Árna 24,6 og Hjálmari Kjarfanssyni 24.9, en Guttormur þann síðari á 24,5 móti Jóhanni 24,9 og Hannesi Berg, Í.R. 26.9. Finnbjörn hafði mikla yfirburði, einkum á beygjunni. Er tíminn af- bragðs góður með tiliiti til veðurs, sem var mjög óJiagsttett þennan dag. Var vindurinn og regnið á móti alla beygjuna. Hástökk; Meist. Skúli Guðmundss., K.R. 1,.94 hk 2. Jön Ólafsson, U.Í.A. 1,75 m. 3. Jón Hjartar, K.R. 1,65 m. 4. Brynj. Jónsson, K.R. 1,65 m. Nýtt glæsilegt met hjá Skúla, þrátt fyrir veðrið. Ef veður hefði verið betra er óhætt að reikna með því, að hann hefði einnig farið næstu hæð 1,97 m., svo litlu munaði. Jón Ólafs- son er nýliði, sem mikils má af vænta. Setli hann nýtt Austurlandsmet. Kúluvarp: Meist. Gunnar Huseby, K.R. 15,40 m. 2. Jóel Sigurðsson, Í.R. 13,55 m. 3. Þorvarður Árnas., U.Í.A. 13,01 m. 4. Sig. Sigurðsson, Í.R. 11,97 m. Þótt Gunnar vanti 10 cm. upp á met sitt er jmtta þó bezta afrek Meist- aramótsins, gefur 966 slig og 6 stig- um hærra en hástökk Skúla. HJaut Gunnar þvi Meistaramótsbikarinn að þessu sinni. Afrek Þorvarðar er á- gætt, enda setli hann nýtt Austur- Jandsmet. 800 m. hlaup: Meist. Kjartan Jóhannss., Í.R. 2:02,5 m. 2. Brynj. Tngólfsson, K.R. 2:05,2 m. 3. Hörður Hafliðason, Á. 2:07,3 m. 4. PáJl Halldórsson, K.R. 2:10,5 m. Kjartan sigraði glæsilega og náðí góðum tíma þrátt fyrir veðrið. Leiddi hann hlaupið frá byrjun, en Hörður fyigdi honum þó fast eftir lengi vel. Brynjólfur fór svo frám úr Herði á endasprettinum. Mun sá siðarnefndi ekki hafa verið vel fyrirkallaður að þessu sinni. Páll er enn drengur og því mjög efnilegur. Jón Ólafsson í hástökkinu.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.