Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 12
4 ÍÞRÓTTABL AÐIÐ Sigurvegararnir i spjótkastinu. Spjótkast: Meist. Jón Hjartar, K.R. 50,95 m. 2. Tómas Árnason, U.Í.A. 49,68 m. 3. Jóel Sigurðsson, Í.R. 48,83 m. 4. ÞorvarSur Árnason, UÁ.A. 45,20. Allsnarpur hliðarvindur eyðilagði flest köstin og gerði þessa keppni ekki eins glæsilega og hún hefði getað orð- ið í góðu veðri. Þarna voru nefnilega heztu spjótkastarar landsins mættir, allt menn upp á 50—56 metra, en svo kastar aðeins einn yfir 50. Þetta er í fimmta sinn í röð, sem Jón verður meistari í spjótkasti. 5000 m. hlaup: Meist. Óskar Jónsson, Í.R. 17:03,4 m. 2. Steinar Þorfinnsson, Á. 17-12.6 m. 3. Indriði Jónsson, K.R. 17:35,0 m. Það var ekki að búast við betri á- rangri i svona veðri. Óskar og Steinar leiddu til skiptis, síðan tók Óskar að sér forystuna fyrir fullt og allt og sigraði léttilega. Indriði var fremur daufur, en hljóp þó vel. Steinari er stöðugt að fara fram. Langstökk: Meist. Oliver Steinn, F.H. 7,08 m. 2. Skúli Guðmundsson, K.R. 6,63 m. 3. Magnús Baldvinsson, Í.R. 6,54 m. 4. Brvnj. Jónsson, K.R. 6,21 m. Afrek Olivers er nýtt glæsilegt met. Átti hann 2 stökk yfir 7 metra, liitt var 7,01 m. Magnús kom á óvart með frammistöðu sinni, enda var hann nú öruggari á plankann en áður og þó ekki nógu öruggur. Minnir still hans dálítið á Sig. Sigurðsson frá Vest- mannaeyjum. Skúli kom þreyttur úr hástökkinu. Stokkið var undan all- sterkum hliðarmeðvindi, sem mun hafa hjálpað eitthvað til. Sunnudagur 13. ágúst. 100 m. hlaup: Meist. Finnbj. Þorvaldss., l.R. 11,3 sek. 2. Oliver Steinn, F.H. 11,5 sek. Hinir tveir, sem i úrslitin komust, þjófstörtuðu tvisvar og var vísað úr leik. Hlaupið var í 3 riðlum. Þann fyrsta vann Árni Kjartanss. óvænt á 11,8 móti Guttormi Þormar (11,9). Annan riðil vann Finnbjörn létt á 11,2 sek., sem er bezti tími ársins. Jóhann Bernhard varð annar á 11,7 sek. Þriðja riðilinn vann Oliver á 11,5, en Hösk. Skagfjörð varð annar á 12,1. í milliriðli urðu þeir Jóhann Bern- hard og Guttormur Þormar jafnir a 11,7 sek., en Höskuldur þriðji á 12,0 sek. Átti að láta þá hlaupa aftur um úrslitasætið, en Jóhann gaf sætið eft- ir. í úrslitunum þjófstörtuðu þeir Árni og Guttormur tvisvar, eins og áður er sagt, svo Finnbjörn og Oliver urðu einir eftir. Finnbjörn sigraði ör- ugglega; var hálfum öðrum meter á undan. Guðjón í stangarstökkinu. Stangarstökk: Meist. Guðjón Magnússon, K.V. 3,40 m. 2. Torfi Bryngeirsson, K.V. 3,40 m. 3. Þorkell Jóhannesson, F.H. 3,40 m. 4. Ólafur Erlendsson, K.V. 3,25 m. Þarna fékk maður loks að sjá al- mennilegt stangarstökk. 3 menn yfir 3,40 og allir 7 keppendurnir yfir 3,05 m. er víst einsdæmi á mótum hér. Guðjón, sem er methafi á 3,55, fór yf- ir 3,48 í umstökki og vann á þvi Torfa. Afrek þeirra Torfa og Þorkels er nýtt drengjamet. 1500 m. hlaup: Meist. Óskar Jónsson, Í.R. 4:20,2 mín. 2. Hörður Hafliðason, A. 4:21,0 min. 3. Indriði Jónsson, K.R. 4:29,2 mín. Keppnin varð hörð um fyrsta sæt- ið; var Hörður fyrstur þegar komið var á beinu brautina, en Óskar náði honum fyrir framan stúkuna og tókst að tryggja sér forustuna. Indriði drógst óþarflega mikið aftur úr síð- asta hringinn, en hann getur auð- sjáanlega meira en þetta. Kringlukast: Meist. Gunnar Huseby, K.R. 43,02 m. 2. Ólafur Guðmundsson, Í.R. 38.81 m. 3. Bragi Friðriksson, K.R. 37,89 m. 4. Ingólfur Arnarson, K.V. 34,03 m. Með báðum höndum setti Gunnar nýtt ísl. met. 73,34 m. (30,32 með vinstri), en gamla metið var 71,11. Gunnar hafði mikla yfirburði, en virðist ætla að ganga seint að taka betri handarmetið í sínar hendur, en j)að er 43,46 nr. 110 m. grindahlaup: Meist. Skúli Guðmundsson, K.R. 17,4 2. Brynj. Jónsson, Iv.R. 19,7 Því miður gengu tveir úr, sem ætl- uðu að keppa, svo þetta Meistaramót gat aðeins boðið upp á tvo keppend- ur eins og í fyrra. Skúli hefði áreið- anlega farið undir 17 sek., ef ekki hefði verið farið að hvessa á móti. Sleggjukast: Meist. Gunnar Huseby, K.R. 36,81 m. 2. Símon Waagfjörð, K.V. 35,31 m. 3. Helgi Guðmundsson, K.R. 35,10 m. 4. Áki Granz, K.V. 34,89 m. Þótt Gunnari tækist að sigra, vöktu þó Vestmannaeyingarnir mesta at- hygli fyrir snerpu sína og kastlægni. Helgi er þeim að visu litt siðri, en hann skortir öryggi í hringnum. Sleggjukast er mjög skemmtileg íþrótt fyrir áhorfendur og svo var eínnig að þessu sinni. Þrístökk: Meist. Skúli Guðmundss., K.R. 13,61 m. 2. Jón Hjartar, K.R. 13,39 m. 3. Halldór Sigurgeirsson, Á. 12,62 m.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.