Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Page 23

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Page 23
IÞRÓTTABLAÐIÐ 15 Drengjameistaramót í. S. I. í írjálsum íþróttum 1944 Drengjameistaramót Í.S.Í. fór fram dagana 29. og 30 júlí. Sett voru 2 drengjamet, bæði í sömu grein, þrístökki. Fyrst stökk Halldór Sigur- geirsson, (Á.) 13.19 m. og síðan bætti Þorkell Jóhannesson (F.H) þaS um 3 cm. og stöklc 13.22 m. K.R. fékk flest meistarastig, 5 alls, F.H. fékk 4 og Ármann og Í.R. tvö meistarastig' hvort. Flest einstaklings- stig fékk Þorkeil Jóhannesson, (F.H.); fékk hann 12 stig, vann öll fjögur stökkin. VeSur var mjög óhagstætt báSa dag- ana og dró þaS mjög úr flestum af- rekum. Úrsiit í einstökum greinum urSu jjessi: Laugardagur. 100 m. hlaup: 1. Bragi FriSriksson, (K.R.) 12.0, 2. Halldór Sigurgeirsson, (Á.) 12.6, 3. Gunnar Helgason, (TJ.M. F.R.) 12.7 og 4. Magnús Þórarinsson, (Á.) 12.7. Talsverður mótvindur háði kepp- endum, svo tíminn varS a. m. k. V2 sek. verri en búist var viS. Hástökk: 1. Þorkell Jóhannesson, (F.H.) 1.60 m., 2. Árni Gunnlaugsson, (F.H.) 1.60 m., 3. Ásgeir Einarsson, (KR.) 1.55 m. og 4. Ágúst Jónsson, (Í.R.) 1.50 m. Hér er. árangurinn mjög sæinilegur, meS tilliti til hversu veSur var mjög óhagstætt, bæSi kalt og hvasst. 1500 metra hlaup: 1. Óskar Jónsson, (Í.R.) 4.30.0 mín., 2. Gunnar Gisla- son, (Á.) 4.37.6 mín. og 3. Helgi Steinsson, (Í.R.) 5.17.0 mín. Óskar hafði yfirburSi, einkum í síðasta hringnum. Tíminn er mjög sæmilegur, miSað við veðurskilyrSi. Kringlukast: 1. Bragi FriSriksson, (K.R.) 41.95 m., 2. Sigurjón Á. Inga- son, (Hvöt) 33.90 m., 3. Halldór Sig- urgeirsson, (Á.) 31.05 m. og 4. Vil- lijáimur 'Vilmundarson, (K.R.) 30.60 m. Bragi bar af eftir venju, en stendur þó í stað í þessari grein. Langstökk: 1. Þorkell Jóhannesson, (F.H.) 6.23 m., 2. Halldór Sigurgeirs- son, (Á.) 5.93 m. ,3. Björn Vilmundar- son, (K.R.) 5.92 m. og 4. Bragi Frið- riksson (K.R.) 5.84 m. Þorkell var öruggastur og jafnastur, en hinir virSasl þó eiga að geta stokkiS eins iangt ef þeir ná meira öryggi á plankanum. 110 m. grindahlaup; 1. Svavar Gests- son, (K.R.) 19.9 sek., 2. Magnús Þór- arinsson, (Á.) 20.1 sek.. 3. Ásgeir Einarsson, (K.R.) 20.6 sek., 4. Bragi GuSmundsson, (Á.) 20.6 sek. Svavar kom flestum á óvart, enda er þetla í fyrsta sinn, sem hann keppir. Sunnudagur. 4x100 m. boðhlaup: 1. sveit K.R. 48.7 sek., 2. Ármannssveitin 49.2 sek., 3. sveit Í.R 50.7 sek. Ármann leiddi fram á miðjan þriðja sprett, en þá komst K.R. í fyrsta sæt- ið og hélt því siðan. — í sveit K.R. voru: Sig. Pálsson, Páll Halldórsson, Björn Vilmundarson og Bragi Frið- riksson. Stangarstökk: 1. Þorkell Jóhannes- son, (F.H) 3.10 m., 2. Bjarni Linnet, (Á.) 3.00 m., 3. Sigursteinn Guð- mundsson, (F.H.) 2.70. Árangur má teljast góður með tilliti til hins mjög óhagstæða veðurs. Ef Bjarni lærði aS snúa sér yfir ránni, mætti vænta góðs árangurs af lionum. Þorkell reyndi við 3.35 m., en mis tókst. Kúluvarp: 1. Bragi Friðriksson, (K. R.) 14.31., 2. Vilhjálmur Vilmundar- son, (K.R.) 12.88 m., 3. Áshjörn Sig- urjónsson, (Á.) 12.28 m., 4. Kári Sól- mundarson, (S.K.) 12.12 m. Jafn árangur. Þó mætti Rragi gjarn- an kasta meter lengra til þess að það samsvaraði getu hans í stóru kúlunni í fyrra. Vilhjálmur, Ásbjörn og Kári eru allir mjög efnilegir, einkum sá fyrstnefndi. 3000 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, (Í.R.) 9.43.2 mín., 2. Gunnar Gísla- son (Á.) 10.23.4 m., 3. Kári Sólmundar- son (K.R.) 11.17.6 mín. Nú sýndi Óskar áþreifanlega, hve sterkur hlaupari hann er orðinn, þvi að veðriS var mjög óhagstætt til langhlaupa, og þó vantar hann að- eins tæpar 11 sek. upp á drengjamet sitt, sem sett var i ágætisveðri í fyrra. Þrístökk: 1. Þorkell Jóhannesson, (F.H.) 13.22 m., 2. Halldór Sigurgeirs- son, (Á.) 13.19 m„ 3. Björn Vilmund- arson, (K.R.) 12.72, 4. Magnús Þórar- insson, (Á.) 12.04 m. Þetta var fjórði sigur Þorkels á mótinu og afrekið um leið nýtt drengjamet. Hann var þó ekki einn um hituna, því aS Halldór hyrjaði þriðju umferðina á því aS stökkva 13.19 m. og setja drengjamet. í næsta stökki lengdi Þorkell sig úr 12.53 m. upp í 13.22 og tók þar meS metið af Halldóri og sýndi um leið áberandi góða keppnishæfileika. Svipar lion- um þar til bróður síns Oliver Steins. Þriðji maðurinn, Björn Vilmundar- son, stóð hinum tveimur litt að baki, og er hann aðeins 16 ára og því eitt hið bezta stökkvaraefni, sem hér hef- ur sést. Gamla drengjametiS, 13.17 m., átti Skúli Guðmundsson (K.R.) frá 1942. Spjótkast,: 1. Halldór Sigurgeirsson, (Á.) 48.61 m„ 2. Sigurður Pálsson, (K.R.) 46.15 m., 3. Bragi Friðriks- son, (K.R.) 42.16 m., 4. Bragi Sigurðs- son, (Í.R.) 39.16 m. Halldór og SigurSur komu á óvart með ágætum köstum. Er ekki ósenni- legt, að þeir eigi framtið fyrir sér á þessu sviði. 400 m. hlaup; 1. Magnús Þórarins- son, (Á) 54.9 sek„ 2. Óskar Jónsson, (Í.R.) 55.7 sek., 3. Páll Halldórsson, (K.R.) 55.7 sek., 4. Bragi Friðriks- son, (K.R.) 58.2 sek. HlaupiS var í tveim riðlum, og vann Bragi þann fyrri móti Sig. Pálssyni og Ingva Guðmundssyni, en Magnús þann síðari móti Óskari og Páli. Þar varð keppnin mjög hörð og tvisýn, þar til á endasprettinum, að Magnúsi tókst að hrista þá báða af sér. Er tíminn prýðilegur í svona vondu veðri og aðeins %o sek. lakari en drengjametið. MótiS gekk óvenju vel og greiðlega þrátt fyrir veðrið. K.R. sá um bað að þessu sinni. Illurk.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.