Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Síða 24

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Síða 24
16 IÞRÓTT ABL AÐIÐ Frímann: Knattspyrnuhjal Valur vann II. fl. mótið í Reykjavík. fvrir nokkru fór fram Reykjavikurmót II. fl. Lauk því með sigri Vals, mun þetta vera 6. mótið í röð sem Valur vinnur í þessum flokki. Aðeins 3 félög tóku þátt í mótinu, eða Fram, K.R. og Valur. Leikar fóru þannig að K.R. vann Fram 5:0, Val- ur Fram 4:0, en í úrslitaleik vann Valur K.R. með 2:1. K.R. vann fjórða flokks mótið. Aðeins þrjú félög tóku þátt í því, þau Fram, K.R. og Valur.Fóru leikar þannig: K.R. Fram 3:1, Valur—Fram 0:0. K.R.—Valur 2:0 og vann K.R. því mótið. Fram hefur að undanförnu sigrað í þessum flokki og oft átt góðar sveitir. Lið K.R. var mun hezt, að þessu sinni. K.R.R. 25 ára. Elsta íþróttaráð þessa lands varð 25 ára 29. maí s.l., en það er Knattspyrnuráð Reykjavíkur, stofnað 1919. Knattspyrnan varð hrátt það um- fangsmikil hér, að sjálfsagt þótti, að stofna sér- ráð um liana í Reykjavík. Hefur K.R.R. liaft fram- kvæmd allra knattspyrnumála í höfuðstaðnum og verið í mörgu ráðgefandi Iþróttasambandinu um knattspyrnumál. Það hefur gengizt fyrir heim- sóknum erlendra flokka og utanförum íslenzkra knattspyrnumanna. Hefur ráðið unnið þarft verk á þessum aldar- fjórðungi og sérstaklega liafa þó störfin gengið betur síðan það varð þingbundið. Fyrsti formaður ráðsins var Egill heitinn Jacob- sen, sem var drengur góður og mikill knattspyrnu- unnandi, og var það ráðinu vissulega lán, að fá liann sem formann í byrjun. I tilefni 25 ára afmælisins fékk ráðið vegg- skjöld Í.S.Í. fvrir gott starf. Samsæti. I tilefni af þessu afmæli hélt ráðið ýmsum knattspyrnufrömúðum og íþróttaforráðamönn- um kaffisamsæti. Var borgarstjórinn i Reykjavík þar og boðinn. Allir þeir, sem verið hafa fulltrú- ar i K.R.R. frá byrjun, og til var liægt að ná, voru boðnir. Var hóf þetta skemmtilegt og gaman að heyra hina eldri rifja upp atvik og atriði úr knattspyrnusögunni. Voru þar sagðar margar kát- broslegar sögur um félagakritinn, sem nú er orð- inn, sem betur fer, gömul saga, og heyrir fortið- inni til. Atriði, sem maður getur hlegið að nú. Kappleikur. A vann B. Ráðinu fannst tilhlýðilegt að í sambandi við afmælið færi fram knattspyrnuleikur. Fór hann fram með nokkuð sérstökum hætti. Undirbúin bafði verið atkvæðagreiðsla í blöðunum um það hverjir kæmu til greina í A- og B-lið. Attu þeir, sem flest atkvæði fengu á hverjum stað að leika með A-liði, en sá, sem næst flest fékk léki í B-liði. Þetta var sem sagt nokkurskonar skoðanakönnun. Niðurstaðan úr þessari skoðanakönnun varð sem hér segir: A-lið: Hermann (Val), Björn Ólafsson (Vai), Frímann (Val), Geir (Val), Högni (Fr.), Jóhann Eyjólfss. (Val), Óli B. Jónss. (K.R.), Birgir Guð- jónsson (K.R.), Albert Guðmundsson og Ellert Sölvason. (Báðir úr Val). B-lið: Anton Sigurðsson (Vík.), Guðbjörn Jóns- son(K.R.), Haukur Antonsson (Fr.), Gunnlaugur Lárusson (Vík.), Brandur Brynjólfsson (Vík.), Sæmundur Gíslason (Fr.), Jón Jónasson (K.R., Ingvi Pálsson (Vík.), Hörður (K.R.), Haukur Ósk- arsson (Vík.) og Isebarn (Vík.). Þegar á völlinn kom gátu þrír ekki keppt með í A-liði, þeir óli B., Geir og' Högni og áttu þá eðli- lega tilsvarandi menn úr B-liði að ganga upp í A- lið, en svo varð þó elcki, varamenn komu í A-lið- ið þeir Anton Erlendsson (Val), Hörður Ólafs- son (Vík) og Einar Pálsson (Vík). Þessum leik lauk með sigri A-liðsins 3:1. Það einkennilega var þó, að B-liðið átti meira í leikn-

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.