Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Qupperneq 25

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 17 um, sérstaklega um miðju vallarins og allt í allt lá meira á A-liðinu. En sókn B-liðsins strandaði alltaf við vítateig á vörninni. Ráðið sýndi áhorfendum þá rausn, að bjóða þeim ókeypis á þennan leik, sem þeir liöfðu sjálfir val- ið liðin í. I^andsmót 1. fl. vann K.R. Landsmót 1. flokks hófst hér 15. ágúst. Tóku 7 félög þátt í þeim, eða Fram, Í.R., K.R., Valur og' Víkingur, öll úr Reykjavík, en utan Reykjavíkur voru flokkar frá Akranesi og Hafnarfirði. Keppni þessi var svokölluð útsláttarkeppni, þar sem það fé- lag er úr íeik, sem tapað Iiefur einum leik, og fékk K.R.R. undanþágu frá gildandi reglum um þetta atriði. í fyrstu umferð kepiitu eftirtöld félög, og fóru leikar þeirra þannig: Akranes—Víkingur 2:0, Iv.H. —Í.R. 3:0, K.R.—Fram. Valur sat yfir, en lék í annari umferð við K.R. og tapaði með 5:1. Hinn leikurinn í þessari umferð var milli Akranes- inga og Hafnfirðinga og töpuðu þeir síðarnefndu 2:0. Til úrslita mættu svo K.R. og Akranesingar. Var leikur þeirra jafn og hefði eins vel getað endað með jafntefli. Er þetta góð frammistaða hjá Akurnesingum. Úrslit 2:1 fyrir K.R. K.R. vann II. fk landsmótið. Aðeins 4 félög tóku þátt i þessu móti eða Fram, K.R., Valur og flokkur úr Hafnarfirði. Frá K.H. komu fram í þessum floklcum mörg góð knatt- spyrnumannaefni, sem með góðri æfingu ættu að geta orðið góðir arftakar liinna eldri. Leikar í þessu móti fóru þannig: Valur—Fram 1:1, K.R.—K.H. 4:0, K.R.—Valur 1:0, Fram—K.H. 4:3, Valur—K.H. 4:0, K.R.—Fram 4:1. K.R.-Iiðið ræður yfir miklum krafti og töluverðri leikni. Leikur Fram og Vals er einhver bezt leikni II. fl. leikur, sem ég hefi séð og voru bæði lið þeirra jöfn. Furðu mikil leikni og oftast tilraun til samleiks. í þessum flokki hefur Valur unnið (5 mót í röð, þar til nú K.R. har verðskuldaðann sig- ur úr hýtum. Valur vann III. fl. landsmótið. í þriðja flokki vann Valur landsmótið sem hófst 16. ágúst. Aðeins félög úr Reykjavík tóku þátt í inótinu eða Fram, K.R., Valur og Víkingur. Hafn- firðingar, sem undanfarin ár liafa staðið sig vel í þessu móti voru ekki með. Leikar fóru þannig: .Fram—Vikingur 2:0, K.R. —Valur 0:0, Valur—Vikingur 3:0, Fram—K.R. 1:0, K.R.—Víkingur 0:0, Valur—Fram 1:0. K.R. Vann Reykjavíkurmótið. Þetta Reykj avíkurmót var ekki eins skemmti- legt og ætla mætti, þegar teldð er tillit til þess, að það fer fram á þeim tíma, sem leikmenn ættu að vera í fullri þjálfun. Það undarlega skeði þó, að ekkert liðið var í sómasamlegri þjálfun nema K.R., jió er það svo, að þeir tapa fyrir Víking, en i þeim leik er Birgir ekki með og liefur það sína þýð- ingu fyrir K.R. og býzt ég við að enn sé hann of stór hluti af liðinu. Þetta æfingarleysi félaganna má að nokkru leyti afsaka með lélegum æfingaskilyrðum og sumpart ódugnaði og viljaleysi. K.R. var eina félagið, sem æfði nkokurnveginn eins og liægt var og hlaut fyrir það sigur. Engin sérstök athöfn fór fram í sambandi við setningu mótsins, og þvi síður fóru slit þess betur fram, en venja hefur verið. Þó voru gerðar smátilraunir til að fá fólkið til að fara ekki inn á völlinn, að leik loknum, en áhorfendur kunna sig ekki betur en þetta, að það tókst ekki, og sama þyrpingin, og svo oft áður, safnaðist kringum leikmenn. K.R.-liðið. Eins og fyr segir, byrjaði þetta mót ekki vel fyrir Iv.R. þar sem það tapaði fyrir Víking, og er or- sökin þegar nefnd. Annars féll liðið vel saman og vann óvenjulega vel saman með stuttum samleik. Það má segja að liðið samanstandi af gömlum og þaulreyndum leikmönnum, s. s. Óla B., Jóni Jóns- syni, Birgi og Haraldi Guðm., og svo eru hinir flestir kornungir en áhugasamir og efnilegir leikmenn. Má þar nefna miðframherjann Hörð Óskarsson, sem er duglegur, en stundum of ákafur í aðgerðum sínum. Matthías og Kjartan sýna báðir miklar framfarir og Ólafur, hægri útherji, er fylginn sér og djarfur i sóknaraðgerðum sínum en stundum nokkuð ein- ráður. Hafliði virðist vera búinn að ná sér eftir lasleika í fæti og er það mikill styrkur fyrir liðið. Hin liðin. Allir hinir flokkarnir höfðu það sameiginlegt að mæta illa þjálfaðir til þessa móts og fengu þvi

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.