Íþróttablaðið - 01.09.1944, Side 26
18
ÍÞRÓTTABLA ÐIÐ
ekki út eins mikið og þeir í raun og veru kunna.
Öll ráða þau ýfir leikni, en skortir úthald til að
geta haldið eðlilegum liraða leikinn út. Hjá Val
var framlínan sérstaklega aðgerðarlítil miðað við
þá einstaldinga, sem þar voru, og' svipað var um
hin liðin. Yfirleitt voru það varnirnar sem báru
hitann og þungann af leiknum, en vegna æfingar-
leysis voru þær þó ekki nógar í leiknum og létu
sér alit.of oft nægja kæruleysisleg langspörk, sem
slæmt er fyrir framherja að taka á móti. Eins og
nú er, virðast félögin svo jöfn, að ef eittlivert þeirra
æfir meira en annað, þá ber það sigur úr býtum.
Töluverðar breytingar liafa orðið á þessum liðum
og hefur Fram gengið illa að fá lieilsteypta fram-
línu, Val enda líka, sérstaklega miðherja og svip-
að er um Víkinga að segja.
Einstakir leikir fóru eins og hér segir:
Valur—V í kingur 2:0
K.R.—F ram 2:1
Víkingur—K.R. 3:0
Valur—Fram 0:0
F ram—Vikingur 2:2
K.R. Valur 1:()
Litlar fréttir.
Þegar ég byrjaði i vor að skrifa þessa þætti, þá
óskaði ég eindregið eftir að fá fréttir af einstök-
um mótum og' leikjum félaga utan af landi, en
árangurinn af þeim tilmælum hefur orðið sorg-
lega lítill. Nú er það óhugsandi, þrátt fyrir allt
boltaleysið, að knattspyrna sé að leggjast niður
út um land, en þeir sem lesa fþróttablaðið gætu
meira en haldið að í henni væri heldur lítið líf
nema í Reykjavík. Nú er það vitað mál, að í sum-
ar hafa farið fram mót og leikir víðsvegar um
land eins og' venjulega.
Varla getur hér verið um að ræða hlédrægni,
því flest félög óska fremur eftir að þeirra sé getið
og þess sem þau gera. Úrslit móta eru að vissu
leyti þáttur í iþróttafrásögnum. Auk þess eru
margir á fjarlægum stöðum, sem gjarnan vilja
fylgjast með árangri félaga, sem sömu íþróttir
iðka.
Frá mínu sjónarmiði er þetta aðeins sinnuleysi
eða áhugaleysi, og er það ansi hart, þar sem t. d.
í þessu tilfelli bitnar á félögum eða félögunum
sem í hlut eiga og liin mjög svo þráða og kær-
komna málgagni íþróttamanna, fþróttablaðinu.
A þessu þarf að verða breyting og í því sam-
bandi vil ég benda á það, að hvert ráð og liveri
íþróttafélag á landinu tilnefndi mann sem sendi
íþróttablaðinu mánaðarlega fréttir um það, sem
gerist á sviði íþrótta í umdæminu og fylgdist með
því að það væri framkvæmt.
Reykjavíkurmeistararnir (talið frá v.)
Neðsta röð: Guðbjörn Jónsson, Sigurður
Jónsson, Haraldur Guðmundsson. Mið-
röð: Kjartan Einarsson, Birgir Guðjóns-
son, Einar Einarsson, Óli B. Jónsson.
Aftasta röð: Ólafur Hannesson, Matthias
Jónsson, Hörður Óskarsson, Jón Jónas-
son, IJafliði Guðmundsson.