Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 28
20
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
rána, — og þá kemur að vanda-
samasta atriðinu, sem gerist á
næsta augnabliki, að ná mjöðm
stökkfótarins (vinstri) yfir rána.
Undfr eins og' mjöðmin er i ráar-
hæðinni, sveiflufóturinn kominn
vfir og krafturinn frá viðspyrnu
og lyftingar ér liættur að verka
(knýja upp og áfram), þá er
hnykkt á, — mjöðminni linvkkt
upp með' eldsnöggu átaki bol- og
Iiryggvöðva (1. mynd 4). Sveiflu-
fætinum er slegið snöggt út og
niður á við, um leið og hælnum
er snúið upp, til þess að auð-
velda bolvinduna inn að ránni
og pá fyi-st fylgir á eftir liörð
uppsveifla fótarins (1. mynd 5).
Sveifla sveiflufótarins út og
niður á við með hælsnúningnum
var til jiess að greiða fyrir þvi,
að mjöðmin lyftist, og sveifla
vinstra arms aftur (ef stokkið er
af vinstra fæti; annars öfugt)
í sambandi við það, að hælnum
á sveiflufætinum er snúið upp,
hvetja (mynda) bolvinduna, svo
stökkmaðurinn fer yfir rána hlið-
hallur (til vinstri).
Hreyfingin, frá jiví uppstökk-
inu og lyftingunni lauk, þvi eins-
konar fjaðurmagnaður hnykkur.
Fótskiptingin verður að gerast eld-
snöggt og í réttri andrá. Alltof ai-
gengt er, að fótskiptingin byrji of
snemma, þ. e. a. s. áður en upp-
stökkinu er lokið, og hreyfinga-
liðandinn verður skakkur við
])að; fótleggjunum er sveiflað of
náið vfir rána, í staðinn fyrir:
Fyrst sveiflufóturinn og honum
snúið — svo stökkfóturinn. Án
nokkurrar tafar er vinstra fótiegg
sveiflað yfir rána og niður á við.
Við þessa lireyfingu myndast hálf
l)olvinda og lyftir hægri mjöðm-
inni burtu frá ránni. Mjaðmavind-
an er einnig stvrkt af aftur- og
niðursveiflu liægri arms og bæl-
snúningi sveiflufótarins.
Stökkið endar svo með því, að
hægri fótleggur sveiflast aftur
og upp, með hælinn aftan við
sitjandann, en samtímis réttist
vinstri fótur beint niður og tekur
fallið af stökkmanni í sandgryfj-
unni.
Veltustökk:
í veltustökki er atrennan á ská
í stefnunni 40—45° horni að
ránni eða beint að henni, og upp-
stökkið er tekið með 3—3% fela
fráviki frá ránni.
Stökkmaðurinn byrjar atrenn-
una með léttum, stuttum skref-
um. Seinustu 3—5 atrennuskref-
in verða, samfara mikilli mýkt,
lengri og hraðari.
1 uppstökkinu er sveiflufótur-
inn (liægri) boginn um hnéð,
sveiflað upp í stefnu atrenn-
unnar (2. mynd 2).
Sé stokkið af vinstri fæti,
er atrennan frá vinstri hlið,
og stokkið af fætinum, sem nær er
ránni. Þetta er einn kostur þess-
arar aðferðar.
Undir eins og líkaminn stígur
upp og sveiflufóturinn er kom-
inn í ráarhæð (2. mynd 3), og
líkaminn liallast til vinstri, er
bognuin stökkfætinum lyf t að
brjóstinu. Um leið og sveiflu-
liliðin réttist, réttist úr öllum lík-
amanurn (2. mynd 4). Líkaminn
liggur nú teygður, með stökkhlið-
ina niður, — láréttur meðfram
ránni. Stökkfóturinn liefir á með-
an með hnénu náð sinni mestu
hæð, og færir, meðan á líkams-
réttingunni stendur, vinstri —
neðri — mjöðmina dálítið upp
á við.
(Stökkmaður, sem sveiflar fæt-
inum með beinu hné, er dálítið
seinni að ná stökkfætinum frá
jörðu heldur en sá, sem sveiflar
honum með bognu hné).
Hástökk með veltustökksaðferð (séð aftan frá). Myndasamstæða af Harold
Osbourne. Hann var i nokkur ár hetmsmethafi í hástökki. Hann stekknr upp
af vinstra fæti.