Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Side 29

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Side 29
IÞRÓTTABLAÐIÐ 21 Ilústökk með velluaðferð (séð framan f'rá). Myndasamstæða af Walter Marty fyrverandi heimsmethaf a i hástökki innan og utanhúss. Stökkmaðurinn stekkur upp af hægra fæti. Vinstri handleggurinn, sem samstætt sveiflufætinum sveifl- aðist upp og fram, verður nú við byrjun veltunnar teygður eða réttur til liliðar — vfir og niður fyrir rána, meðan hinum hægri er sveiflað til liliðar —• upp og yfir, til vinstri (2 mvnd 4). Staða líkamans við þetta verður eins og við armlyftu og bolvindu til vins'tri ásamt hnélyftu vinstri fótar (2. mynd (i). Samhliða heygju og lvftu stökk- fótar í veltunni, fylgir rétting mjaðmarinnar og sitjandinn hnvkkist laus frá ránni — og yfir (2. mynd 4). Stökkfóturinn smýgur fram, boginn um hnéð en réttur í öklalið, milli ráar og sveiflufótar í veltunni. Æfðu þig í veltunni, að teygja vinstri handlegginn til jarðar, yfir ránni, og' horfa eftir honum með viðliti (3. mynd 8), og sláðu svo hægri handlegg út og fram. Margur stökkmaður eyðileggur stökkið með því, að halla vinstri öxlinni að ránni, um leið og hann lyftist. Báðir armar eiga að lyftast í axlarhæð, bolurinn beinn, og sveiflufótur að lialda sinni fullu hæð, þar til mjaðmirnar eru í ráarhæð. Meðan stökkmaður spyrnir sér upp í Joftið, dregur hann vinstra hné beygt að brjósti sér, en vinstri hæll nemur við sitjanda. Vinstri fóturinn er því beygður um mjöðm og lmé og hægri fótur lielzt í svo hárri stöðu, sem mögulegt er að ná, þegar hk- aminn nær ráarliæðinni. (Ath.: Hné stökkfótar á að vera yfir ránni og hærra en olnbogi vinstri arms, sjá 6 á mynd 2 af veltustökki Walters Martys). Veltan frá hægri til vinstri hef- ir þegar verið hafin, við fyrstu sveiflu hægri fótleggs. Vinstri armur og öxl komast auðveldlega yfir rána, en hægra fótlegg verð- ur að hnykkja yfir með töluverðu afli. Þessi hnykk-hreyfing miðar einnig að því, að lyfta vinstri mjöðm upþ yfir rána. Slökkmaður getur nú haldið á- fram veltu líkamans um lengd- aröxullinn frá hægri til vinstri, og látið vinstri fót og hendurnar falla í sandgrvfjuna, meðan hægri hællinn sveiflast aftur og upp i eðlilegri móthæfni (2 mvnd 7).

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.